Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júlí 2022 16:01 Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Vísir/Vilhelm Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. Í síðasta mánuði var greint frá því að um 65 prósent landsmanna teldu hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands, samkvæmt könnun Maskínu. Þá hefur framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sömuleiðis sagt hvalveiðar skaðlegar orðspori Íslands á alþjóðavísu. Það hefur ferðamálastjóri einnig gert. Í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum sagðist Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra ekki telja að þörf væri á breytingum. „Þær hvalveiðar sem við stundum eru byggðar á vísindalegum forsendum, ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar, og eins og staðan er í dag þá tel ég að við eigum ekki að gera breytingar. En um leið og við sjáum að þessum hagsmunum ferðaþjónustunnar sé ógnað eða teflt í tvísýnu, þá eigum við að staldra við og endurskoða stöðuna,“ sagði Lilja. Ferðamönnum sem koma hingað til lands hafi fjölgað og raunar hafi fleiri þeirra lagt leið sína til Íslands en áætlanir hafi gert ráð fyrir. Mikilvægt að meta hvort staldra eigi við Lilja sagðist þó meðvituð um að margir hefðu afar sterkar skoðanir á hvalveiðum. „Þetta er alltaf hagsmunamat og eins og staðan er í dag þá er fjöldi ferðamanna sem kemur, en við erum alltaf á vaktinni varðandi þetta mál.“ Aðspurð um sína persónulegu skoðun á hvalveiðum við Íslandsstrendur sagðist Lilja ekki ætla að þykjast geta gefið betri ráðleggingar en Hafrannsóknarstofnun. „Hins vegar hefði ég mjög sterkar skoðanir á því, ef við myndum sjá að þetta væri farið að tefla hagsmunum ferðaþjónustunnar í tvísýnu. Þá, út frá þjóðhagslegum hagsmunum, tel ég að við ættum að staldra við,“ sagði Lilja. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjórtán hvalir komnir á land í Hvalfirði og fjórir við skipshlið Fjórtán langreyðar hafa verið dregnar á land til vinnslu í hvalstöðinni í Hvalfirði á þeim tólf dögum sem liðnir er frá því hvalbátarnir tveir héldu til veiða. Auk þeirra eru fjórar langreyðar til viðbótar veiddar, komnar að skipshlið, og á leið til lands. 4. júlí 2022 11:48 Fornir fjendur Hvals fylgjast grannt með hvalveiðunum Liðsmenn Bretlandsdeildar náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd fylgjast afar náið með hvalveiðum Hvals og hvalskurðinum í Hvalfirði. Sýnt er beint frá hvalskurðinum á Facebook-síðu samtakanna. 1. júlí 2022 16:56 Pósthólfið fullt af kvörtunum vegna hvalveiða Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir að hvalveiðar hafi engin jákvæð áhrif á afkomu þjóðarinnar. Hann sýndi blaðamanni Túrista tölvupósthólf sitt, sem er fullt af kvörtunum frá fólki sem hóti að koma aldrei til landsins vegna hvalveiðanna. 1. júlí 2022 10:49 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira
Í síðasta mánuði var greint frá því að um 65 prósent landsmanna teldu hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands, samkvæmt könnun Maskínu. Þá hefur framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sömuleiðis sagt hvalveiðar skaðlegar orðspori Íslands á alþjóðavísu. Það hefur ferðamálastjóri einnig gert. Í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum sagðist Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra ekki telja að þörf væri á breytingum. „Þær hvalveiðar sem við stundum eru byggðar á vísindalegum forsendum, ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar, og eins og staðan er í dag þá tel ég að við eigum ekki að gera breytingar. En um leið og við sjáum að þessum hagsmunum ferðaþjónustunnar sé ógnað eða teflt í tvísýnu, þá eigum við að staldra við og endurskoða stöðuna,“ sagði Lilja. Ferðamönnum sem koma hingað til lands hafi fjölgað og raunar hafi fleiri þeirra lagt leið sína til Íslands en áætlanir hafi gert ráð fyrir. Mikilvægt að meta hvort staldra eigi við Lilja sagðist þó meðvituð um að margir hefðu afar sterkar skoðanir á hvalveiðum. „Þetta er alltaf hagsmunamat og eins og staðan er í dag þá er fjöldi ferðamanna sem kemur, en við erum alltaf á vaktinni varðandi þetta mál.“ Aðspurð um sína persónulegu skoðun á hvalveiðum við Íslandsstrendur sagðist Lilja ekki ætla að þykjast geta gefið betri ráðleggingar en Hafrannsóknarstofnun. „Hins vegar hefði ég mjög sterkar skoðanir á því, ef við myndum sjá að þetta væri farið að tefla hagsmunum ferðaþjónustunnar í tvísýnu. Þá, út frá þjóðhagslegum hagsmunum, tel ég að við ættum að staldra við,“ sagði Lilja.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjórtán hvalir komnir á land í Hvalfirði og fjórir við skipshlið Fjórtán langreyðar hafa verið dregnar á land til vinnslu í hvalstöðinni í Hvalfirði á þeim tólf dögum sem liðnir er frá því hvalbátarnir tveir héldu til veiða. Auk þeirra eru fjórar langreyðar til viðbótar veiddar, komnar að skipshlið, og á leið til lands. 4. júlí 2022 11:48 Fornir fjendur Hvals fylgjast grannt með hvalveiðunum Liðsmenn Bretlandsdeildar náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd fylgjast afar náið með hvalveiðum Hvals og hvalskurðinum í Hvalfirði. Sýnt er beint frá hvalskurðinum á Facebook-síðu samtakanna. 1. júlí 2022 16:56 Pósthólfið fullt af kvörtunum vegna hvalveiða Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir að hvalveiðar hafi engin jákvæð áhrif á afkomu þjóðarinnar. Hann sýndi blaðamanni Túrista tölvupósthólf sitt, sem er fullt af kvörtunum frá fólki sem hóti að koma aldrei til landsins vegna hvalveiðanna. 1. júlí 2022 10:49 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira
Fjórtán hvalir komnir á land í Hvalfirði og fjórir við skipshlið Fjórtán langreyðar hafa verið dregnar á land til vinnslu í hvalstöðinni í Hvalfirði á þeim tólf dögum sem liðnir er frá því hvalbátarnir tveir héldu til veiða. Auk þeirra eru fjórar langreyðar til viðbótar veiddar, komnar að skipshlið, og á leið til lands. 4. júlí 2022 11:48
Fornir fjendur Hvals fylgjast grannt með hvalveiðunum Liðsmenn Bretlandsdeildar náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd fylgjast afar náið með hvalveiðum Hvals og hvalskurðinum í Hvalfirði. Sýnt er beint frá hvalskurðinum á Facebook-síðu samtakanna. 1. júlí 2022 16:56
Pósthólfið fullt af kvörtunum vegna hvalveiða Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir að hvalveiðar hafi engin jákvæð áhrif á afkomu þjóðarinnar. Hann sýndi blaðamanni Túrista tölvupósthólf sitt, sem er fullt af kvörtunum frá fólki sem hóti að koma aldrei til landsins vegna hvalveiðanna. 1. júlí 2022 10:49