Risasniglar setja heila sýslu í sóttkví Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. júlí 2022 14:44 Afrískir risasniglar herja nú á Pasco-sýslu í Flórída og því er búið að setja sýsluna í sóttkví. Getty/Oleksandr Rupeta Pasco-sýsla í Flórída er komin í sóttkví vegna uppgötvunar á sístækkandi stofni afrískra risasnigla. Sniglarnir eru hættulegir vegna þess að þeir innihalda sníkjudýr sem getur valdið heilahimnubólgu í mönnum. Landbúnaðar- og neytendasvið Flórída-ríkis (FDACS) staðfesti á vefsíðu sinni að það væru afrískir risasniglar á svæðinu New Port Richey í Pasco-sýslu. Sniglarnir eru hættulegir mönnum af því þeir innihalda sníkjudýrið Angiostrangylus cantonensis, rottulungnaorm, sem getur valdið heilahimnubólgu, sagði Christina Chitty, upplýsingafulltrúi FDACS í viðtali við CNN. Að sögn Chitty er talið að sniglarnir komi frá ólöglegri gæludýraverslun en í Bandaríkjunum er ólöglegt að eiga afríska risasnigla sem gæludýr. Sleppi þeir út í náttúruna geti þeir verið fljótir að ná fótfestu, þar sem þeir geta nærst á meira en 500 plöntutegundum og jafnvel fengið kalk úr gifsi og málningu húsa. Þá er erfitt að hafa stjórn á þeim af því þeir geta verpt allt að 2.500 eggjum á ári. Sniglarnir eru harðgerir og geta nærst á yfir 500 plöntutegundum auk gifs og málningar. Þar að auki fjölga þeir sér hratt.Getty/Joe Raedle Sóttkvíin tók gildi 25. júní og kemur í veg fyrir að íbúar geti ferðast með snigla, plöntur eða jarðveg inn og út úr svæði sóttkvíarinnar. Hafi íbúar séð afrískan risasnigil eru þeir hvattir til að láta vita og varaðir við því að snerta sniglana án hanska af ótta við áhættuna af heilahimnubólgu. Að sögn Chitty, ætlar FDACS að eyða þremur árum í að útrýma stofni sniglana í Pasco-sýslu, með því að beita meindýraeitrinu metaldehýði á jarðveg. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Flórídabúar lenda í innrás risasnigla en árið 2011 uppgötvaðist stofn risasniglanna í Dade-sýslu í Miami en þá tók tíu ár að útrýma sniglunum endanlega. Íbúar eru varaðir við því að snerta sniglana með berum höndum og eru hvattir til að láta vita sjái þeir snigla. Dýr Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Landbúnaðar- og neytendasvið Flórída-ríkis (FDACS) staðfesti á vefsíðu sinni að það væru afrískir risasniglar á svæðinu New Port Richey í Pasco-sýslu. Sniglarnir eru hættulegir mönnum af því þeir innihalda sníkjudýrið Angiostrangylus cantonensis, rottulungnaorm, sem getur valdið heilahimnubólgu, sagði Christina Chitty, upplýsingafulltrúi FDACS í viðtali við CNN. Að sögn Chitty er talið að sniglarnir komi frá ólöglegri gæludýraverslun en í Bandaríkjunum er ólöglegt að eiga afríska risasnigla sem gæludýr. Sleppi þeir út í náttúruna geti þeir verið fljótir að ná fótfestu, þar sem þeir geta nærst á meira en 500 plöntutegundum og jafnvel fengið kalk úr gifsi og málningu húsa. Þá er erfitt að hafa stjórn á þeim af því þeir geta verpt allt að 2.500 eggjum á ári. Sniglarnir eru harðgerir og geta nærst á yfir 500 plöntutegundum auk gifs og málningar. Þar að auki fjölga þeir sér hratt.Getty/Joe Raedle Sóttkvíin tók gildi 25. júní og kemur í veg fyrir að íbúar geti ferðast með snigla, plöntur eða jarðveg inn og út úr svæði sóttkvíarinnar. Hafi íbúar séð afrískan risasnigil eru þeir hvattir til að láta vita og varaðir við því að snerta sniglana án hanska af ótta við áhættuna af heilahimnubólgu. Að sögn Chitty, ætlar FDACS að eyða þremur árum í að útrýma stofni sniglana í Pasco-sýslu, með því að beita meindýraeitrinu metaldehýði á jarðveg. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Flórídabúar lenda í innrás risasnigla en árið 2011 uppgötvaðist stofn risasniglanna í Dade-sýslu í Miami en þá tók tíu ár að útrýma sniglunum endanlega. Íbúar eru varaðir við því að snerta sniglana með berum höndum og eru hvattir til að láta vita sjái þeir snigla.
Dýr Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira