„Það er pólitísk nálykt af þessu“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. júlí 2022 07:01 Andrés telur það enga tilviljun að í fyrsta skipti sem breyting á aðalskipulagi sem ryður leið að vindorkuverum fyrir almennan markað sé samþykkt sé það í landi nátengdu Framsóknarmönnum. Vísir/Samsett/vilhelm/aðsend Skipulagsstofnun hefur samþykkt aðalskipulagsbreytingu sveitarfélagsins Dalabyggðar vegna tveggja vindorkuvera, annars vegar í landi Hróðnýjarstaða og hins vegar í Sólheimum. Innviðaráðherra hafði áður synjað sveitarfélögunum um staðfestingu á sambærilegum breytingum vegna þess að þær samræmdust ekki lögum um rammaáætlun en með breyttri skilgreiningu á svæðinu virðist það vandamál hafa verið leyst. Verkefnastjóri hjá Landvernd er afar ósáttur yfir málinu og segir pólitíska nálykt af því. „Þarna er búið að setja fram og staðfesta stefnu sveitarfélags um stórkostlega grófa iðnaðarstarfsemi,“ segir Andrés Skúlason, verkefnastjóri hjá Landvernd, sem hefur fylgst lengi með málinu. Það hefur verið pólitískt hitamál í sveitarfélaginu lengi og Andrés segir þessa breytingu sveitarfélagsins þvert á vilja stórs hluta samfélagsins. „Það á að setja laga- og regluumgjörð um þetta á komandi þingvetri. Og í staðinn fyrir að bíða eftir því er sveitarfélagið búið að eyða mökk af fjármunum í að skipuleggja vindorkuver í slag við íbúana. Því samfélögin þarna eru klofin í herðar niður í kring um þessi mál,“ segir Andrés. Komu breytingunum loks í gegn Dalabyggð hefur áður reynt að koma breytingunum í gegn en Skipulagsstofnun ekki viljað samþykkja þær vegna ýmissa vankanta. Málinu var þá skotið til innviðaráðherra í vor sem hafnaði einnig breytingunum. Með breytingunum átti að breyta landbúnaðarsvæði í landi Sólheima og Hróðnýjarstaði í iðnaðarsvæði en með því að gera það einnig að svokölluðu varúðarsvæði komst málið í gegn um Skipulagsstofnun nú í lok júnímánaðar. Þetta er í fyrsta skipti sem slík breyting á aðalskipulagi er samþykkt undir vindorkuver fyrir almennan markað en það eru félögin Quadran og Storm Orka sem vilja reisa þar vindorkuver. Andrés kveðst viss um að pólitísk tengsl hafi greitt fyrir málinu en fjölskylda Ásmundar Einars Daðasonar, hefur verið stórtæk í jarðauppkaupum í Dölum síðustu ár. Stundin fjallaði ítarlega um þau árið 2018. „Innviðaráðherra átti náttúrulega enga aðra úrkosti en að fara eftir tillögu Skipulagsstofnunar og synja Dalabyggð fyrst um breytinguna, því hún var ekki í samræmi við lög. En það er algjörlega ljóst að eitthvað hefur gerst í millitíðinni sem verður þess valdandi að það liggur svona á að keyra þetta í gegn. Og þá skulum við ekkert horfa fram hjá því að þetta er fyrsta skipulagið sem er staðfest fyrir erlent orkufyrirtæki… Það er bara óvart í landi sem er ekki óskylt Framsóknarflokknum. Það er pólitísk nálykt af þessu,“ segir Andrés. Fólk átti sig ekki á áhrifunum Hann bendir á að á fjórða tug vindorkukosta hafi verið komnir inn í rammaáætlun. Um 90 prósent þeirra séu í erlendri eigu. „En öll þessi fyrirtæki eru með íslenska milliliði. Þetta eru fyrirtæki sem hafa lent í málaferlum vegna ágengni sinnar við nærsamfélögin erlendis. Og þá skulum við endilega reyna að draga þau sem bera enga virðingu fyrir samfélaginu þvert yfir landið!“ Andrés er eins og flestir sjá ansi mótfallinn uppbyggingu vindorkuvera hér á landi. Hann skýrir mál sitt; lítil sem engin atvinna fáist af þeim og þeir séu mun meira mengandi en almennt sé haldið fram í umræðunni. „Það vantar fyrirhyggju og framtíðarsýn hér. Það hefur ekki átt sér stað nein vitræn umræða um vindorkuver hér á Íslandi. Það má benda á það að samkvæmt þeim upplýsingum sem bestar eru hafðar í dag þá eru að puðrast út í loftið svona um 60 kíló af baneitruðu örplasti frá einni svona vindmyllu á ári,“ segir Andrés. Þá sé umhverfisþátturinn gríðarlegur. Mikið jarðrask hljótist af stórum vindorkuverum og Landvernd hefur áður lýst yfir gríðarlegum áhyggjum af áhrifum vindorkuvera á haförninn sem á einmitt heima í Dölunum. „Það er engin önnur tegund af orku sem mun hafa jafn skaðleg áhrif á íslenska náttúru og lífríki eins og þetta. Þetta eru náttúruspjöll af áður óþekktri stærðargráðu yrði þetta að veruleika,“ segir Andrés. Uppfært 8:28: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar stóð í inngangi að Umhverfisstofnun hafi samþykkt aðalskipulagsbreytingu sveitarfélagsins Dalabyggðar vegna vindorkuveranna. Hið rétta er að Skipulagsstofunun hafi samþykkt breytinguna og hefur fréttinni verið breytt í samræmi. Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Dalabyggð Vindorka Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira
„Þarna er búið að setja fram og staðfesta stefnu sveitarfélags um stórkostlega grófa iðnaðarstarfsemi,“ segir Andrés Skúlason, verkefnastjóri hjá Landvernd, sem hefur fylgst lengi með málinu. Það hefur verið pólitískt hitamál í sveitarfélaginu lengi og Andrés segir þessa breytingu sveitarfélagsins þvert á vilja stórs hluta samfélagsins. „Það á að setja laga- og regluumgjörð um þetta á komandi þingvetri. Og í staðinn fyrir að bíða eftir því er sveitarfélagið búið að eyða mökk af fjármunum í að skipuleggja vindorkuver í slag við íbúana. Því samfélögin þarna eru klofin í herðar niður í kring um þessi mál,“ segir Andrés. Komu breytingunum loks í gegn Dalabyggð hefur áður reynt að koma breytingunum í gegn en Skipulagsstofnun ekki viljað samþykkja þær vegna ýmissa vankanta. Málinu var þá skotið til innviðaráðherra í vor sem hafnaði einnig breytingunum. Með breytingunum átti að breyta landbúnaðarsvæði í landi Sólheima og Hróðnýjarstaði í iðnaðarsvæði en með því að gera það einnig að svokölluðu varúðarsvæði komst málið í gegn um Skipulagsstofnun nú í lok júnímánaðar. Þetta er í fyrsta skipti sem slík breyting á aðalskipulagi er samþykkt undir vindorkuver fyrir almennan markað en það eru félögin Quadran og Storm Orka sem vilja reisa þar vindorkuver. Andrés kveðst viss um að pólitísk tengsl hafi greitt fyrir málinu en fjölskylda Ásmundar Einars Daðasonar, hefur verið stórtæk í jarðauppkaupum í Dölum síðustu ár. Stundin fjallaði ítarlega um þau árið 2018. „Innviðaráðherra átti náttúrulega enga aðra úrkosti en að fara eftir tillögu Skipulagsstofnunar og synja Dalabyggð fyrst um breytinguna, því hún var ekki í samræmi við lög. En það er algjörlega ljóst að eitthvað hefur gerst í millitíðinni sem verður þess valdandi að það liggur svona á að keyra þetta í gegn. Og þá skulum við ekkert horfa fram hjá því að þetta er fyrsta skipulagið sem er staðfest fyrir erlent orkufyrirtæki… Það er bara óvart í landi sem er ekki óskylt Framsóknarflokknum. Það er pólitísk nálykt af þessu,“ segir Andrés. Fólk átti sig ekki á áhrifunum Hann bendir á að á fjórða tug vindorkukosta hafi verið komnir inn í rammaáætlun. Um 90 prósent þeirra séu í erlendri eigu. „En öll þessi fyrirtæki eru með íslenska milliliði. Þetta eru fyrirtæki sem hafa lent í málaferlum vegna ágengni sinnar við nærsamfélögin erlendis. Og þá skulum við endilega reyna að draga þau sem bera enga virðingu fyrir samfélaginu þvert yfir landið!“ Andrés er eins og flestir sjá ansi mótfallinn uppbyggingu vindorkuvera hér á landi. Hann skýrir mál sitt; lítil sem engin atvinna fáist af þeim og þeir séu mun meira mengandi en almennt sé haldið fram í umræðunni. „Það vantar fyrirhyggju og framtíðarsýn hér. Það hefur ekki átt sér stað nein vitræn umræða um vindorkuver hér á Íslandi. Það má benda á það að samkvæmt þeim upplýsingum sem bestar eru hafðar í dag þá eru að puðrast út í loftið svona um 60 kíló af baneitruðu örplasti frá einni svona vindmyllu á ári,“ segir Andrés. Þá sé umhverfisþátturinn gríðarlegur. Mikið jarðrask hljótist af stórum vindorkuverum og Landvernd hefur áður lýst yfir gríðarlegum áhyggjum af áhrifum vindorkuvera á haförninn sem á einmitt heima í Dölunum. „Það er engin önnur tegund af orku sem mun hafa jafn skaðleg áhrif á íslenska náttúru og lífríki eins og þetta. Þetta eru náttúruspjöll af áður óþekktri stærðargráðu yrði þetta að veruleika,“ segir Andrés. Uppfært 8:28: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar stóð í inngangi að Umhverfisstofnun hafi samþykkt aðalskipulagsbreytingu sveitarfélagsins Dalabyggðar vegna vindorkuveranna. Hið rétta er að Skipulagsstofunun hafi samþykkt breytinguna og hefur fréttinni verið breytt í samræmi.
Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Dalabyggð Vindorka Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira