Að vera eitt í kærleikanum Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar 8. júlí 2022 11:31 Þakklæti er mikilvægur eiginleiki í okkar daglega lífi. Að þakka það sem vel er gert og eins að þakka fyrir það sem maður hefur í stað þess að einbeita sér aðeins að því sem maður hefur ekki. Það getur auðvitað oft verið hægara sagt en gert að huga að þakklætinu sérstaklega ef um er að ræða aðstæður sem eru krefjandi og erfiðar. Þakklætið er þó þess eðlis að ef sjónum er beint að því þá framkallast tilfinningar sem færa með sér ákveðna vellíðan, sátt og gleði. Við getum fundið hvernig okkur líður betur ef við erum fær um að þakka og ganga með því hugarfari til verkefna daganna. Oftar en ekki höfum við margt að þakka fyrir og það þarf kannski ekki stundum annað en að við veljum að koma auga á það og beina sjónum okkar að því. Það getur verið nóg að við spyrjum okkur þeirra spurninga hvað það er sem við getum þakkað fyrir á degi hverjum, hvert þakklæti okkar eigi að beinast eða hver það eru sem við þökkum fyrir að séu hluti af lífi okkar. Nýlega eða laugardaginn 25. júní var haldinn viðburður í Skálholti sem var hluti af samvinnuverkefni þjóðkirkjunnar og Samtakanna ´78 sem nefnist Ein saga – eitt skref. Markmið verkefnisins er að safna frásögum hinsegin fólks af misrétti sem það hefur orðið fyrir af hálfu kirkjunnar. Tilgangurinn er m.a. að læra af mistökum fortíðarinnar og ganga sameiginlega inn til nýrrar framtíðar. Það er skemmst frá því að segja að ég átti því láni að fagna að vera viðstödd þennan einstaka viðburð sem hófst í Skálholtsdómkirkju með messu. Stundin í kirkjunni var mjög sterk. Þar ríkti samhugur, mikil einlægni sem og djörfung og hugrekki. Í töluðu máli og tónlist var hægt að finna alvöruna og þungann í því sem miðlað var og allt talaði það beint til hjartans. Þessi stund snart mig djúpt og ég meðtók það sem fram fór. Ég fann áþreifanlega fyrir þjáningu hinsegin fólks í samskiptum þess við okkur í kirkjunni. Ég fann sem ég hef verið meðvituð um hversu illa við í kirkjunni höfum komið fram og ég var döpur en um leið óendanlega þakklát. Þakklát fyrir samvinnuverkefnið Ein saga – eitt skref og þakklát fyrir öll þau sem hafa látið sig varða baráttu hinsegin samfélagsins í gegnum tíðina. Á þessum vettvangi vil ég einnig þakka þeim sem standa að verkefninu Ein saga – eitt skref og halda utan um það. Ég ber þá von í brjósti að með þessu verkefni sem og viðburðinum í Skálholti hafi verið tekið mikilvægt skref og að fleiri skref verði farin í framhaldinu. Skref sem öll lúta að því að benda á að við manneskjurnar erum öll eitt í kærleikanum og það er það sem skiptir mestu máli. Ég vil hvetja fólk til að kynna sér frásögur hinsegin fólks sem birtar eru á vef kirkjunnar kirkjan.is undir yfirskriftinni Ein saga – eitt skref. Frásögurnar eru að mínu mati stór gjöf sem ég met mikils og þakka af alhug fyrir. Höfundur er sjúkrahúsprestur þjóðkirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Trúmál Hinsegin Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þakklæti er mikilvægur eiginleiki í okkar daglega lífi. Að þakka það sem vel er gert og eins að þakka fyrir það sem maður hefur í stað þess að einbeita sér aðeins að því sem maður hefur ekki. Það getur auðvitað oft verið hægara sagt en gert að huga að þakklætinu sérstaklega ef um er að ræða aðstæður sem eru krefjandi og erfiðar. Þakklætið er þó þess eðlis að ef sjónum er beint að því þá framkallast tilfinningar sem færa með sér ákveðna vellíðan, sátt og gleði. Við getum fundið hvernig okkur líður betur ef við erum fær um að þakka og ganga með því hugarfari til verkefna daganna. Oftar en ekki höfum við margt að þakka fyrir og það þarf kannski ekki stundum annað en að við veljum að koma auga á það og beina sjónum okkar að því. Það getur verið nóg að við spyrjum okkur þeirra spurninga hvað það er sem við getum þakkað fyrir á degi hverjum, hvert þakklæti okkar eigi að beinast eða hver það eru sem við þökkum fyrir að séu hluti af lífi okkar. Nýlega eða laugardaginn 25. júní var haldinn viðburður í Skálholti sem var hluti af samvinnuverkefni þjóðkirkjunnar og Samtakanna ´78 sem nefnist Ein saga – eitt skref. Markmið verkefnisins er að safna frásögum hinsegin fólks af misrétti sem það hefur orðið fyrir af hálfu kirkjunnar. Tilgangurinn er m.a. að læra af mistökum fortíðarinnar og ganga sameiginlega inn til nýrrar framtíðar. Það er skemmst frá því að segja að ég átti því láni að fagna að vera viðstödd þennan einstaka viðburð sem hófst í Skálholtsdómkirkju með messu. Stundin í kirkjunni var mjög sterk. Þar ríkti samhugur, mikil einlægni sem og djörfung og hugrekki. Í töluðu máli og tónlist var hægt að finna alvöruna og þungann í því sem miðlað var og allt talaði það beint til hjartans. Þessi stund snart mig djúpt og ég meðtók það sem fram fór. Ég fann áþreifanlega fyrir þjáningu hinsegin fólks í samskiptum þess við okkur í kirkjunni. Ég fann sem ég hef verið meðvituð um hversu illa við í kirkjunni höfum komið fram og ég var döpur en um leið óendanlega þakklát. Þakklát fyrir samvinnuverkefnið Ein saga – eitt skref og þakklát fyrir öll þau sem hafa látið sig varða baráttu hinsegin samfélagsins í gegnum tíðina. Á þessum vettvangi vil ég einnig þakka þeim sem standa að verkefninu Ein saga – eitt skref og halda utan um það. Ég ber þá von í brjósti að með þessu verkefni sem og viðburðinum í Skálholti hafi verið tekið mikilvægt skref og að fleiri skref verði farin í framhaldinu. Skref sem öll lúta að því að benda á að við manneskjurnar erum öll eitt í kærleikanum og það er það sem skiptir mestu máli. Ég vil hvetja fólk til að kynna sér frásögur hinsegin fólks sem birtar eru á vef kirkjunnar kirkjan.is undir yfirskriftinni Ein saga – eitt skref. Frásögurnar eru að mínu mati stór gjöf sem ég met mikils og þakka af alhug fyrir. Höfundur er sjúkrahúsprestur þjóðkirkjunnar.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun