Afla meiri raforku úr Svartsengi þrátt fyrir óróann undir Þorbirni Kristján Már Unnarsson skrifar 10. júlí 2022 06:50 Orkuver HS Orku í Svartsengi hvílir undir fjallinu Þorbirni. Vilhelm Gunnarsson Ráðamenn HS Orku stefna að því að auka raforkuframleiðslu í Svartsengi um þrjátíu til fjörutíu megavött á næstu þremur árum, aðallega með endurnýjun vélbúnaðar. Þeir óttast ekki fjárfestingar svo nálægt óróafjallinu Þorbirni. Fjallað var um áformin í fréttum Stöðvar 2. Það var upp úr 1970 sem boranir hófust í Svartsengi eftir jarðgufu, sem fljótlega var farið að nýta, fyrst til hitaveitu en síðar einnig til raforkuframleiðslu. Meira en hálfri öld síðar sjá menn enn tækifæri þar til orkuframleiðslu. Tómas Már Sigurðsson er forstjóri HS Orku. Viðtalið er tekið framan við Reykjanesvirkjun.Egill Aðalsteinsson „Svartsengi er geysilega gott jarðhitasvæði. Við höfum nýtt það mjög vel í gegnum tíðina og það er greinilega mikil aukaorka þar,“ segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku. Þar eru þó ekki áformað að bora meira heldur að fá betri vélbúnað. „Við erum með gamlar vélar sem við þurfum að skipta út. Og við teljum að við getum þar aukið framleiðsluna um þrjátíu megavött, án þess í raun að bora nýja holu heldur bara taka út gamlan búnað og setja nýjan búnað í staðinn.“ Frá orkuveri HS Orku í Svartsengi kemur bæði raforka og heitt vatn til húsahitunar.Stöð 2/Skjáskot Gufuorka Svartsengis nýtist bæði til raforkuframleiðslu sem og til upphitunar á ferskvatni til að kynda hús Suðurnesjamanna. Betri nýting þeirrar gufu gefur einnig færi á frekari vexti. „Breyta sem sagt hitaveitunni í varmaveitu og taka út gufu og framleiða rafmagn með henni. Þannig að við sjáum alveg fyrir okkur þrjátíu til fjörutíu megavött á næstu þremur árum til viðbótar í Svartsengi,“ segir Tómas. Raforkuframleiðslan færi þannig úr um 67 megavöttum í um 100 megavött, sem yrði um fimmtíu prósenta aukning. Úr vélasal í Svartsengi.Skjáskot/Stöð 2 Orkuverið í Svartsengi hvílir norðan undir fjallinu Þorbirni, sem verið hefur miðja jarðhræringanna á Reykjanesskaga undanfarin ár. Ráðamenn HS segjast þó ekki smeykir við að fjárfesta meira í Svartsengi. „Við höfum ekki verið það, nei. Vissulega er þetta nálægt þessu svæði. En Reykjanesið er allt eins og það er. Og vísindamenn spá nokkuð nákvæmlega fyrir, eins og sýndist í Geldingadölum, hvar kvikan kemur upp. Þannig að fyrst og fremst hugar maður náttúrlega bara að öryggi fólks. En við erum náttúrlega á eldvirku svæði og erum að nýta það sem það gefur okkur. Og við verðum að geta tekið þá áhættu líka,“ svarar forstjóri HS Orku. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árið 2014 fjallaði Stöð 2 um Auðlindagarðinn á Suðurnesjum í þættinum Um land allt, sem sjá má hér: Orkumál Jarðhiti Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Ná þrjátíu megavöttum með betri nýtingu á varma Reykjanesvirkjunar Mestu virkjanaframkvæmdir landsins um þessar mundir standa yfir á Reykjanesi en þar er verið að stækka jarðgufuvirkjun HS Orku um þrjátíu megavött. Ekki þarf þó að borar nýjar holur á svæðinu til orkuöflunar heldur er ætlunin að nýta betur þann jarðvarma sem þegar er til staðar. 29. júní 2022 22:22 Hvalárvirkjun aftur á dagskrá og tvö ár gætu verið í framkvæmdir Framkvæmdir við Hvalárvirkjun á Ströndum gætu hafist eftir tvö ár, að mati forstjóra HS Orku. Það er þó háð því að tilskilin leyfi verði fengin fyrir nauðsynlegum háspennulínum. 2. júlí 2022 07:07 Hanna varnir fyrir Svartsengi, Grindavík og Reykjanesbraut Eldgosið í Fagradalsfjalli tók kipp í gærkvöldi með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins. Byrjað er að hanna varnarmannvirki til að verja Grindavík, Svartsengi og Reykjanesbraut. 30. júní 2021 22:57 Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. 19. maí 2021 22:44 Hræringarnar búnar að auka orku Svartsengis Umbrotahrinan á Reykjanesskaga hefur fært aukinn kraft í jarðhitakerfi Svartsengis, sem skilar núna meiri gufu til orkuframleiðslu hjá HS Orku. 15. apríl 2021 23:10 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Fjallað var um áformin í fréttum Stöðvar 2. Það var upp úr 1970 sem boranir hófust í Svartsengi eftir jarðgufu, sem fljótlega var farið að nýta, fyrst til hitaveitu en síðar einnig til raforkuframleiðslu. Meira en hálfri öld síðar sjá menn enn tækifæri þar til orkuframleiðslu. Tómas Már Sigurðsson er forstjóri HS Orku. Viðtalið er tekið framan við Reykjanesvirkjun.Egill Aðalsteinsson „Svartsengi er geysilega gott jarðhitasvæði. Við höfum nýtt það mjög vel í gegnum tíðina og það er greinilega mikil aukaorka þar,“ segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku. Þar eru þó ekki áformað að bora meira heldur að fá betri vélbúnað. „Við erum með gamlar vélar sem við þurfum að skipta út. Og við teljum að við getum þar aukið framleiðsluna um þrjátíu megavött, án þess í raun að bora nýja holu heldur bara taka út gamlan búnað og setja nýjan búnað í staðinn.“ Frá orkuveri HS Orku í Svartsengi kemur bæði raforka og heitt vatn til húsahitunar.Stöð 2/Skjáskot Gufuorka Svartsengis nýtist bæði til raforkuframleiðslu sem og til upphitunar á ferskvatni til að kynda hús Suðurnesjamanna. Betri nýting þeirrar gufu gefur einnig færi á frekari vexti. „Breyta sem sagt hitaveitunni í varmaveitu og taka út gufu og framleiða rafmagn með henni. Þannig að við sjáum alveg fyrir okkur þrjátíu til fjörutíu megavött á næstu þremur árum til viðbótar í Svartsengi,“ segir Tómas. Raforkuframleiðslan færi þannig úr um 67 megavöttum í um 100 megavött, sem yrði um fimmtíu prósenta aukning. Úr vélasal í Svartsengi.Skjáskot/Stöð 2 Orkuverið í Svartsengi hvílir norðan undir fjallinu Þorbirni, sem verið hefur miðja jarðhræringanna á Reykjanesskaga undanfarin ár. Ráðamenn HS segjast þó ekki smeykir við að fjárfesta meira í Svartsengi. „Við höfum ekki verið það, nei. Vissulega er þetta nálægt þessu svæði. En Reykjanesið er allt eins og það er. Og vísindamenn spá nokkuð nákvæmlega fyrir, eins og sýndist í Geldingadölum, hvar kvikan kemur upp. Þannig að fyrst og fremst hugar maður náttúrlega bara að öryggi fólks. En við erum náttúrlega á eldvirku svæði og erum að nýta það sem það gefur okkur. Og við verðum að geta tekið þá áhættu líka,“ svarar forstjóri HS Orku. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árið 2014 fjallaði Stöð 2 um Auðlindagarðinn á Suðurnesjum í þættinum Um land allt, sem sjá má hér:
Orkumál Jarðhiti Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Ná þrjátíu megavöttum með betri nýtingu á varma Reykjanesvirkjunar Mestu virkjanaframkvæmdir landsins um þessar mundir standa yfir á Reykjanesi en þar er verið að stækka jarðgufuvirkjun HS Orku um þrjátíu megavött. Ekki þarf þó að borar nýjar holur á svæðinu til orkuöflunar heldur er ætlunin að nýta betur þann jarðvarma sem þegar er til staðar. 29. júní 2022 22:22 Hvalárvirkjun aftur á dagskrá og tvö ár gætu verið í framkvæmdir Framkvæmdir við Hvalárvirkjun á Ströndum gætu hafist eftir tvö ár, að mati forstjóra HS Orku. Það er þó háð því að tilskilin leyfi verði fengin fyrir nauðsynlegum háspennulínum. 2. júlí 2022 07:07 Hanna varnir fyrir Svartsengi, Grindavík og Reykjanesbraut Eldgosið í Fagradalsfjalli tók kipp í gærkvöldi með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins. Byrjað er að hanna varnarmannvirki til að verja Grindavík, Svartsengi og Reykjanesbraut. 30. júní 2021 22:57 Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. 19. maí 2021 22:44 Hræringarnar búnar að auka orku Svartsengis Umbrotahrinan á Reykjanesskaga hefur fært aukinn kraft í jarðhitakerfi Svartsengis, sem skilar núna meiri gufu til orkuframleiðslu hjá HS Orku. 15. apríl 2021 23:10 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Ná þrjátíu megavöttum með betri nýtingu á varma Reykjanesvirkjunar Mestu virkjanaframkvæmdir landsins um þessar mundir standa yfir á Reykjanesi en þar er verið að stækka jarðgufuvirkjun HS Orku um þrjátíu megavött. Ekki þarf þó að borar nýjar holur á svæðinu til orkuöflunar heldur er ætlunin að nýta betur þann jarðvarma sem þegar er til staðar. 29. júní 2022 22:22
Hvalárvirkjun aftur á dagskrá og tvö ár gætu verið í framkvæmdir Framkvæmdir við Hvalárvirkjun á Ströndum gætu hafist eftir tvö ár, að mati forstjóra HS Orku. Það er þó háð því að tilskilin leyfi verði fengin fyrir nauðsynlegum háspennulínum. 2. júlí 2022 07:07
Hanna varnir fyrir Svartsengi, Grindavík og Reykjanesbraut Eldgosið í Fagradalsfjalli tók kipp í gærkvöldi með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins. Byrjað er að hanna varnarmannvirki til að verja Grindavík, Svartsengi og Reykjanesbraut. 30. júní 2021 22:57
Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. 19. maí 2021 22:44
Hræringarnar búnar að auka orku Svartsengis Umbrotahrinan á Reykjanesskaga hefur fært aukinn kraft í jarðhitakerfi Svartsengis, sem skilar núna meiri gufu til orkuframleiðslu hjá HS Orku. 15. apríl 2021 23:10