Það vakti athygli fyrir leikinn að þær Sveindís og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir héldu á treyju Cecilíu á liðsmyndinni fyrir leikinn.
Sveindís Jane var valinn maður leiksins af UEFA og mætti á blaðamannafund eftir leikinn. En hver átti hugmyndina.
„Ég. Ég og Cessa erum mjög nánar,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir en þetta eru tvær af efnilegustu knattspyrnukonum landsins og báðar komnar á samning hjá þýskum stórliðum.
„Það er ógeðslega leiðinlegt að hún verði ekki með. Hún var orðin mjög spennt fyrir þessu. Hún á nóg eftir og tekur bara næsta mót í staðinn,“ sagði Sveindís Jane.