Breytingaskeiðið er ekki sjúkdómur Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 11. júlí 2022 17:00 Þegar stúlkubörn fæðast þá eru þær með eggjastokka sem innihalda egg sem síðar geta frjóvgast og orðið að einstaklingi. Á unglingsaldri kemur kynþroskinn, þá byrja blæðingar og hormónaframleiðsla eggjastokka veldur því að hárvöxtur eykst og brjóstin stækka. Þetta er eðlilegur gangur lífsins. Þegar breytingaskeiðið sem nú hefur verið mikið í umræðunni gengur yfir, þá minnkar hormónaframleiðsla eggjastokkanna og því fylgir oft vanlíðan sem er breytileg eftir konum. Sumar finna hita/svitakóf og svefntruflanir. Skapbreytingar allt frá vanlíðan, pirringi eða jafnvel depurð og kvíða. Liðverkir og hjartsláttartruflanir hrjá sumar konur á meðan aðrar finna sáralítið fyrir þessu aldursskeiði. Kynhvötin minnkar sem er í sjálfu sér eðlilegt þegar frjósemi er ekki lengur til staðar. Þetta skýrist af minnkandi styrk testósteróns. Rannsóknir sýna að þær konur sem eru í kjörþyngd, hreyfa sig reglulega og huga að mataræði sínu fara auðveldar í gegnum breytingaskeiðið. Á tímum samfélagsmiðla hafa nú skapast miklar umræður um breytingaskeiðið, þar sem sjálfskipaðir sérfræðingar tjá sig og gefa ráð eins og þau séu glæný. Gefið er í skyn að hingað til hafi ekki verið hlustað á konur og meðferð við einkennum breytingaskeiðs sé ný af nálinni, hvaða hormón séu betri en önnur og hverjir séu bestir í að meðhöndla þessi einkenni. Jafnvel liggur við að segja að það sé verið að markaðsvæða eðlilegt aldursskeið kvenna. Í áratugi hafa heimilislæknar og kvensjúkdómalæknar hlustað á kvartanir kvenna um líðan þeirra. Metið þörfina fyrir hormónameðferð, hvaða tegund, skammta og áhættumat fyrir hverja konu á blóðtappa, brjóstakrabbameini ofl. eins og læknar jafnan gera þegar lyfjagjöf er hafin. Þess vegna er samtal hverrar konu við lækni mikilvægt og meðferð metin hverju sinni. Læknar fagna að sjálfsögðu allri fræðslu um kynheilbrigði og jákvæðri umræðu sem leiðir til góðs. Það sem veldur mér ugg i brjósti er að sjá færslur þar sem konur lýsa því að þær kaupi hormónalyf erlendis og fari langt yfir leyfilega skammta en líður ekkert betur þrátt fyrir það. Ekki jafnvel og vinkonum i saumaklúbbnum. Það er nefnilega ekki það einfalt að eitthvað eitt gildi fyrir alla. Hormónameðferð hefur verið notuð hérlendis með góðum árangri í langan tíma sem byggir á læknisfræðilegu mati á einkennum og áhættu á aukaverkunum af lyfjagjöf. Við notum samsetta uppbótarmeðferð hjá konum með leg í töfluformi, plástrum eða geli til að minnka einkenni sem trufla daglegt líf. Estrogen eingöngu má nota ef leg hefur verið fjarlægt eða ný hormónalykkja sé til staðar. Testosteron forðahylki voru notuð með góðum árangri til að auka kynhvöt en nú eru þau ófáanleg og þá er notað gel sem er borið á húðina. Þessi meðferð er hugsuð í nokkur ár og svo trappað niður. Margar enda svo á því að nota staðbundna meðferð í leggöng til að varna þurrki og vanlíðan. Mikilvægt er að hver kona hugi vel að heilsu sinni og hlusti á sinn kropp. Taki D vítamín og borði kalk til að viðhalda beinmassa og hindra beinþynningu. Geri styrktaræfingar og hugi að andlegri líðan. Mæti i skimun fyrir brjóstakrabbameini og þreifi brjóst sín reglulega. Leghálsskimun eftir boðun og risilspeglun er mikilvæg eftir 50 ára aldur. Á okkar tímum sem við lifum á þar sem æskudýrkun virðist skipta öllu máli og sjálfsmynd margra fer eftir tíðni kommenta á samfélagsmiðlunum, er mikilvægt að skilja gang lífsins. Það er eðlilegt að eldast og það má gera það fallega án lyfja. Gráu hárin, hrukkurnar og búkonuhárin fylgja þessum aldri og þess vegna kannski sjáum við ekki jafn vel og áður. Kynhvötin minnkar eðlilega en ekki hætta að stunda kynlíf kæru kynsystur. Brennslan minnkar og vöxturinn breytist og því þarf að huga vel að hollu mataræði. Tökum vel á móti gömlu konunni stelpur, fáum samtal og viðeigandi hormónameðferð hjá lækni ef þörf er á. Ekki trúa öllu sem sagt eða skrifað er, það sem virkar fyrir vinkonu þína virkar e.t.v ekki fyrir þig. Munum að margar konur geta ekki notað hormóna. Verum skynsamar og látum ekki sölumennsku eða múgsefjun stjórna okkur. Tökum upplýsta ákvörðun með okkar lækni ef þörf er á meðferð við einkennum breytingaskeiðs. Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir skrifar Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson skrifar Skoðun Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sameinandi afl í skotgröfunum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen skrifar Skoðun VR og eldra fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Sjá meira
Þegar stúlkubörn fæðast þá eru þær með eggjastokka sem innihalda egg sem síðar geta frjóvgast og orðið að einstaklingi. Á unglingsaldri kemur kynþroskinn, þá byrja blæðingar og hormónaframleiðsla eggjastokka veldur því að hárvöxtur eykst og brjóstin stækka. Þetta er eðlilegur gangur lífsins. Þegar breytingaskeiðið sem nú hefur verið mikið í umræðunni gengur yfir, þá minnkar hormónaframleiðsla eggjastokkanna og því fylgir oft vanlíðan sem er breytileg eftir konum. Sumar finna hita/svitakóf og svefntruflanir. Skapbreytingar allt frá vanlíðan, pirringi eða jafnvel depurð og kvíða. Liðverkir og hjartsláttartruflanir hrjá sumar konur á meðan aðrar finna sáralítið fyrir þessu aldursskeiði. Kynhvötin minnkar sem er í sjálfu sér eðlilegt þegar frjósemi er ekki lengur til staðar. Þetta skýrist af minnkandi styrk testósteróns. Rannsóknir sýna að þær konur sem eru í kjörþyngd, hreyfa sig reglulega og huga að mataræði sínu fara auðveldar í gegnum breytingaskeiðið. Á tímum samfélagsmiðla hafa nú skapast miklar umræður um breytingaskeiðið, þar sem sjálfskipaðir sérfræðingar tjá sig og gefa ráð eins og þau séu glæný. Gefið er í skyn að hingað til hafi ekki verið hlustað á konur og meðferð við einkennum breytingaskeiðs sé ný af nálinni, hvaða hormón séu betri en önnur og hverjir séu bestir í að meðhöndla þessi einkenni. Jafnvel liggur við að segja að það sé verið að markaðsvæða eðlilegt aldursskeið kvenna. Í áratugi hafa heimilislæknar og kvensjúkdómalæknar hlustað á kvartanir kvenna um líðan þeirra. Metið þörfina fyrir hormónameðferð, hvaða tegund, skammta og áhættumat fyrir hverja konu á blóðtappa, brjóstakrabbameini ofl. eins og læknar jafnan gera þegar lyfjagjöf er hafin. Þess vegna er samtal hverrar konu við lækni mikilvægt og meðferð metin hverju sinni. Læknar fagna að sjálfsögðu allri fræðslu um kynheilbrigði og jákvæðri umræðu sem leiðir til góðs. Það sem veldur mér ugg i brjósti er að sjá færslur þar sem konur lýsa því að þær kaupi hormónalyf erlendis og fari langt yfir leyfilega skammta en líður ekkert betur þrátt fyrir það. Ekki jafnvel og vinkonum i saumaklúbbnum. Það er nefnilega ekki það einfalt að eitthvað eitt gildi fyrir alla. Hormónameðferð hefur verið notuð hérlendis með góðum árangri í langan tíma sem byggir á læknisfræðilegu mati á einkennum og áhættu á aukaverkunum af lyfjagjöf. Við notum samsetta uppbótarmeðferð hjá konum með leg í töfluformi, plástrum eða geli til að minnka einkenni sem trufla daglegt líf. Estrogen eingöngu má nota ef leg hefur verið fjarlægt eða ný hormónalykkja sé til staðar. Testosteron forðahylki voru notuð með góðum árangri til að auka kynhvöt en nú eru þau ófáanleg og þá er notað gel sem er borið á húðina. Þessi meðferð er hugsuð í nokkur ár og svo trappað niður. Margar enda svo á því að nota staðbundna meðferð í leggöng til að varna þurrki og vanlíðan. Mikilvægt er að hver kona hugi vel að heilsu sinni og hlusti á sinn kropp. Taki D vítamín og borði kalk til að viðhalda beinmassa og hindra beinþynningu. Geri styrktaræfingar og hugi að andlegri líðan. Mæti i skimun fyrir brjóstakrabbameini og þreifi brjóst sín reglulega. Leghálsskimun eftir boðun og risilspeglun er mikilvæg eftir 50 ára aldur. Á okkar tímum sem við lifum á þar sem æskudýrkun virðist skipta öllu máli og sjálfsmynd margra fer eftir tíðni kommenta á samfélagsmiðlunum, er mikilvægt að skilja gang lífsins. Það er eðlilegt að eldast og það má gera það fallega án lyfja. Gráu hárin, hrukkurnar og búkonuhárin fylgja þessum aldri og þess vegna kannski sjáum við ekki jafn vel og áður. Kynhvötin minnkar eðlilega en ekki hætta að stunda kynlíf kæru kynsystur. Brennslan minnkar og vöxturinn breytist og því þarf að huga vel að hollu mataræði. Tökum vel á móti gömlu konunni stelpur, fáum samtal og viðeigandi hormónameðferð hjá lækni ef þörf er á. Ekki trúa öllu sem sagt eða skrifað er, það sem virkar fyrir vinkonu þína virkar e.t.v ekki fyrir þig. Munum að margar konur geta ekki notað hormóna. Verum skynsamar og látum ekki sölumennsku eða múgsefjun stjórna okkur. Tökum upplýsta ákvörðun með okkar lækni ef þörf er á meðferð við einkennum breytingaskeiðs. Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir.
Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar