Vilja lífrænar jólaskreytingar á leiðin í kirkjugörðum Reykjavíkur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. júlí 2022 20:04 Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkur og Helena Sif með lífrænar jólaskreytingar eins og þau vilja sjá á leiðum um næstu jól. Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsmenn kirkjugarð Reykjavíkur eru farnir að huga að jólaskreytingum á leiðin fyrir næstu jól því þeir vilja að aðstandendur komi með lífrænar jólaskreytingar með eplum og appelsínum á leiðin. Þeir hafa búið til nokkrar þannig prufu skreytingar. Starfsfólk kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma hefur fengið sig fullsadda af þeim jólaskreytingum, sem aðstandendur hafa komið með á leiði síns fólks í gegnum árin því það er svo mikið af kúlum, seríum, vírum og fleiru á skreytingunum, sem starfsmennirnir þurfa alltaf að klippa af eftir jólin og flokka með tilheyrandi vinnu og kostnaði fyrir kirkjugarðana. Nú vilja þeir umbreyta öllu og biðja fólk hér eftir að koma með lífrænar jólaskreytingar eins og Helena verkstjóri í Gufuneskirkjugarði hefur verið að búa til. Á milli 15 og 20 þúsund leiði eru í garðinum. „Við erum svona aðeins að reyna að undirbúa jólin og hvetja fólk til að búa til lífrænar jólaskreytingar. Þetta er bara mjög einfalt, epli og appelsína, Hörborði og voða fallegt,“ segir Helena Sif Þorgeirsdóttir, verkstjóri í Gufuneskirkjugarði. Hún segir mjög dýrt fyrir kirkjugarðana að farga jólaskreytingum af leiðum eftir hver jól. „Já, þetta er mest megnis plast og vír, sem er á þessum greinum. Þetta þurfum við allt að flokka og senda frá okkur í Sorpu og það er bara orðið ofboðslega dýrt og þetta tekur ofboðslega langan tíma, tíma sem við gætum annars notað í að hirða leiðin og hirða garðinn,“ segir Helena. næstu jól. Helena Sif hefur verið að prófa nokkrar mismunandi útgáfur af skreytingunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helena segir líka mjög leiðinlegt að sjá hvernig fólk hunsar merkingar í kirkjugarðinum, þar sem stendur til dæms að bara megi fara lífrænt ofan í, eru fullt af ruslapokum og öðru plasti, sem má alls ekki fara í "Fólk er mjög óduglegt að hjálpa okkur við að flokka.“ Helena er ánægð með hvernig lífrænu jólaskreytingarnar koma út á leiðunum. „Þetta kemur bara virkilega vel út og svona vil ég að þetta verði um næstu jól. Ég er viss um að fólk hlustar og fer eftir þessum tilmælum okkar,“ segir Helena að síðustu. Hörborði, epli, appelsína og mandarína á greina er það sem starfsfólk kirkjugarðanna vill sjá á leiðum kirkjugarða Reykjavíkur framvegis um jólin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Kirkjugarðar Jól Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Starfsfólk kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma hefur fengið sig fullsadda af þeim jólaskreytingum, sem aðstandendur hafa komið með á leiði síns fólks í gegnum árin því það er svo mikið af kúlum, seríum, vírum og fleiru á skreytingunum, sem starfsmennirnir þurfa alltaf að klippa af eftir jólin og flokka með tilheyrandi vinnu og kostnaði fyrir kirkjugarðana. Nú vilja þeir umbreyta öllu og biðja fólk hér eftir að koma með lífrænar jólaskreytingar eins og Helena verkstjóri í Gufuneskirkjugarði hefur verið að búa til. Á milli 15 og 20 þúsund leiði eru í garðinum. „Við erum svona aðeins að reyna að undirbúa jólin og hvetja fólk til að búa til lífrænar jólaskreytingar. Þetta er bara mjög einfalt, epli og appelsína, Hörborði og voða fallegt,“ segir Helena Sif Þorgeirsdóttir, verkstjóri í Gufuneskirkjugarði. Hún segir mjög dýrt fyrir kirkjugarðana að farga jólaskreytingum af leiðum eftir hver jól. „Já, þetta er mest megnis plast og vír, sem er á þessum greinum. Þetta þurfum við allt að flokka og senda frá okkur í Sorpu og það er bara orðið ofboðslega dýrt og þetta tekur ofboðslega langan tíma, tíma sem við gætum annars notað í að hirða leiðin og hirða garðinn,“ segir Helena. næstu jól. Helena Sif hefur verið að prófa nokkrar mismunandi útgáfur af skreytingunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helena segir líka mjög leiðinlegt að sjá hvernig fólk hunsar merkingar í kirkjugarðinum, þar sem stendur til dæms að bara megi fara lífrænt ofan í, eru fullt af ruslapokum og öðru plasti, sem má alls ekki fara í "Fólk er mjög óduglegt að hjálpa okkur við að flokka.“ Helena er ánægð með hvernig lífrænu jólaskreytingarnar koma út á leiðunum. „Þetta kemur bara virkilega vel út og svona vil ég að þetta verði um næstu jól. Ég er viss um að fólk hlustar og fer eftir þessum tilmælum okkar,“ segir Helena að síðustu. Hörborði, epli, appelsína og mandarína á greina er það sem starfsfólk kirkjugarðanna vill sjá á leiðum kirkjugarða Reykjavíkur framvegis um jólin.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Kirkjugarðar Jól Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira