Vilja fá Guðna forseta aftur á liðshótelið ef þær vinna leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2022 08:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra, sjást hér með Söru Björk Gunnardóttur, fyrirliða liðsins, og Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanni KSÍ. Með Guðna eru börn hans. Twitter: @footballiceland Þorsteinn Halldórsson og Dagný Brynjarsdóttir voru ánægð með heimsóknina sem íslenska kvennalandsliðið fékk á liðshótelið sitt í gær en þar birtust þá Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra. Íslenska stelpurnar áttu þar hádegisfund með forsetanum og ráðherranum. „Það er alltaf gaman að fá inn ný andlit þegar við erum farin að horfa í andlitið á hverju öðru í marga daga. Það var ágætis tilbreyting að fá þetta fólk til okkar. Þetta eru flottir fulltrúar okkar,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi í gær. Þjálfarinn vill fá Guðna forseta aftur á hótelið ef að þessi heimsókna skilar sigri á móti Ítalíu í dag. „Gaman að fá þau og börnin þeirra með og aðeins að fá létt andrúmsloft inn í þetta. Það var gaman að hitta Guðna og Lilju. Vonandi þurfum við að boða hann aftur ef við vinnum leikinn,“ sagði Þorsteinn Halldórsson. Dagný Brynjarsdóttir var líka sátt með þessa heimsókn. En hvað var forseti Íslands að segja við stelpurnar. „Hann var bara að peppa okkur og segja okkur hvað hann væri stoltur af okkur eins og allir heima á Íslandi. Hann sagði að við værum með mikinn stuðning við bakið á okkur. Auðvitað er ótrúlega gaman að heyra það og hann gaf okkur smá hvatningarorð,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. We got a special visit today. The president of Iceland, Mr. Guðni Th. Jóhannesson and Lilja Alfreðsdóttir, Minister of Culture and Business Affairs had lunch with the team!They will be in the stands tomorrow when we play Italy in our second game in the group stage #dottir pic.twitter.com/iRNYKHuU4a— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 13, 2022 Hvernig var það fyrir Dagnýju að sjá áhuga ráðamanna þjóðarinnar hafi áhuga á þeim. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra kom á fyrsta leikinn og nú Guðni og Lilja. „Þetta er ótrúlegt gott pepp. Gaman að sjá að þeim er annt um okkur og annt um íþróttirnar. Eins og þau sögðu þá erum við miklar fyrirmyndir fyrir alla hvort sem það eru börn eða fullorðnir,“ sagði Dagný. „Við tökum því hlutverki líka alvarlega og viljum vera góðar fyrirmyndir. Það er frábært að fá stuðning frá þeim. Þó að við vitum að við erum með mikinn stuðning heima þá er gaman að heyra það líka frá þeim,“ sagði Dagný. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Sjá meira
Íslenska stelpurnar áttu þar hádegisfund með forsetanum og ráðherranum. „Það er alltaf gaman að fá inn ný andlit þegar við erum farin að horfa í andlitið á hverju öðru í marga daga. Það var ágætis tilbreyting að fá þetta fólk til okkar. Þetta eru flottir fulltrúar okkar,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi í gær. Þjálfarinn vill fá Guðna forseta aftur á hótelið ef að þessi heimsókna skilar sigri á móti Ítalíu í dag. „Gaman að fá þau og börnin þeirra með og aðeins að fá létt andrúmsloft inn í þetta. Það var gaman að hitta Guðna og Lilju. Vonandi þurfum við að boða hann aftur ef við vinnum leikinn,“ sagði Þorsteinn Halldórsson. Dagný Brynjarsdóttir var líka sátt með þessa heimsókn. En hvað var forseti Íslands að segja við stelpurnar. „Hann var bara að peppa okkur og segja okkur hvað hann væri stoltur af okkur eins og allir heima á Íslandi. Hann sagði að við værum með mikinn stuðning við bakið á okkur. Auðvitað er ótrúlega gaman að heyra það og hann gaf okkur smá hvatningarorð,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. We got a special visit today. The president of Iceland, Mr. Guðni Th. Jóhannesson and Lilja Alfreðsdóttir, Minister of Culture and Business Affairs had lunch with the team!They will be in the stands tomorrow when we play Italy in our second game in the group stage #dottir pic.twitter.com/iRNYKHuU4a— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 13, 2022 Hvernig var það fyrir Dagnýju að sjá áhuga ráðamanna þjóðarinnar hafi áhuga á þeim. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra kom á fyrsta leikinn og nú Guðni og Lilja. „Þetta er ótrúlegt gott pepp. Gaman að sjá að þeim er annt um okkur og annt um íþróttirnar. Eins og þau sögðu þá erum við miklar fyrirmyndir fyrir alla hvort sem það eru börn eða fullorðnir,“ sagði Dagný. „Við tökum því hlutverki líka alvarlega og viljum vera góðar fyrirmyndir. Það er frábært að fá stuðning frá þeim. Þó að við vitum að við erum með mikinn stuðning heima þá er gaman að heyra það líka frá þeim,“ sagði Dagný.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Sjá meira