Hætt við fund því boðun kom einni mínútu of seint Bjarki Sigurðsson skrifar 15. júlí 2022 07:01 Fulltrúar meirihlutans í Hveragerði er skrifað var undir samstarfssáttmála. Aðsend Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar sleit fundi sínum í gær eftir að bókun barst frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins þess efnis að fundarboð hafi borist of seint og fundurinn því ólögmætur. Allt sem hefði verið samþykkt á fundinum hefði því ekki verið gilt. Fundarboð barst bæjarfulltrúum Hveragerðisbæjar klukkan 17:01 á þriðjudaginn 12. júlí síðastliðinn. Boðað var á fund sem átti að hefjast klukkan 17:00 tveimur dögum síðar en samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal boða til fundar með að minnsta kosti 48 klukkustunda fyrirvara. Fundarboðið kom því nákvæmlega einni mínútu of seint. Ekki stætt að halda fundinn Í samtali við fréttastofu segir Friðrik Sigurbjörnsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, að hann hafi ekki viljað mæta á fund ef ákvarðanir þaðan yrðu að lokum ólögmætar. Friðrik Sigurbjörnsson er bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hveragerði. Aðsend „Þegar við mætum, þá erum við tilbúin með okkar bókun þar sem við bendum á þetta, að okkur sé ekki stætt að halda þennan fund þar sem til hans var ekki boðað með löglegum fyrirvara,“ segir Friðrik. Aflýsa fundi fyrir tittlingaskít Hann segir að fulltrúar meirihlutans, sem skipaður er fulltrúum Framsóknarflokksins og O-listans Okkar Hveragerði, hafi ekki tekið vel í bókunina. „Í kjölfarið voru þau mjög ósátt, að ég hafi komið með þetta. Sem er mjög skrítið því þetta er bara ólöglegt. Einn bæjarfulltrúinn spurði hvers vegna við værum að aflýsa þessum fundi fyrir einhvern svona tittlingaskít, sem er auðvitað mjög ómálefnalegt. Sami bæjarfulltrúi hefur síðustu ár gagnrýnt vinnubrögð D-listans þegar við vorum í meirihluta í sextán ár. En nú þegar það á að gagnrýna þau þá má það ekki,“ segir Friðrik. Á fundinum átti að greina frá ráðningu bæjarstjóra Hveragerðisbæjar sem og leggja fram tillögur varðandi hönnunarhóp vegna uppbyggingar á Hamarshöllinni. Nú þegar er búið að boða til fundar og fer hann fram mánudaginn 18. júlí næstkomandi. Verið var að vanda til verka Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar, segir að vegna mikilla anna hafi fundarboðið því miður borist aðeins of seint. Verið var að vanda til verka í mikilli tímaþröng. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Hveragerðisbæ.Aðsend Þá sé þetta sé ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist í bæjarstjórn bæjarins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi gerst sekir um sama verknað þegar flokkurinn var í meirihluta. Henni þykir það leitt að þurfa að boða til nýs fundar. „Hann bara benti á þetta og ég sem forseti bæjarstjórnar steig strax í pontu og þakkaði fyrir þessa ábendingu. Því var ekkert annað en að slíta fundi, sem var ekki í rauninni fundur því hann er ekki til. Hann telst sem ólögmætur,“ segir Jóhanna. Allir velja sínar eigin baráttur Hún vonast þó til þess að samstarfið milli meiri- og minnihluta verði gott restina af kjörtímabilinu þrátt fyrir þessa hraðahindrun. Nýr meirihluti ætli þó að einbeita sér meira að því að vinna að hagsmunum bæjarins. „Nýr meirihluti vill starfa í samstarfi við alla bæjarstjórn, við starfsfólk bæjarins og vinna að góðum verkum fyrir Hveragerðisbæ. Auðvitað þurfa allir að velja sínar baráttur. Við stýrum ekki þeim baráttum sem Sjálfstæðisflokkurinn velur sér. En við viljum vinna að hagsmunum bæjarins. Vinna fyrir fólkið, þjónusta það. Þá þarftu alltaf sem bæjarfulltrúi að hafa það í huga hvað í þínum gjörðum það er sem þjónar þínu fólki í bæjarfélaginu.“ Hveragerði Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Sjá meira
Fundarboð barst bæjarfulltrúum Hveragerðisbæjar klukkan 17:01 á þriðjudaginn 12. júlí síðastliðinn. Boðað var á fund sem átti að hefjast klukkan 17:00 tveimur dögum síðar en samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal boða til fundar með að minnsta kosti 48 klukkustunda fyrirvara. Fundarboðið kom því nákvæmlega einni mínútu of seint. Ekki stætt að halda fundinn Í samtali við fréttastofu segir Friðrik Sigurbjörnsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, að hann hafi ekki viljað mæta á fund ef ákvarðanir þaðan yrðu að lokum ólögmætar. Friðrik Sigurbjörnsson er bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hveragerði. Aðsend „Þegar við mætum, þá erum við tilbúin með okkar bókun þar sem við bendum á þetta, að okkur sé ekki stætt að halda þennan fund þar sem til hans var ekki boðað með löglegum fyrirvara,“ segir Friðrik. Aflýsa fundi fyrir tittlingaskít Hann segir að fulltrúar meirihlutans, sem skipaður er fulltrúum Framsóknarflokksins og O-listans Okkar Hveragerði, hafi ekki tekið vel í bókunina. „Í kjölfarið voru þau mjög ósátt, að ég hafi komið með þetta. Sem er mjög skrítið því þetta er bara ólöglegt. Einn bæjarfulltrúinn spurði hvers vegna við værum að aflýsa þessum fundi fyrir einhvern svona tittlingaskít, sem er auðvitað mjög ómálefnalegt. Sami bæjarfulltrúi hefur síðustu ár gagnrýnt vinnubrögð D-listans þegar við vorum í meirihluta í sextán ár. En nú þegar það á að gagnrýna þau þá má það ekki,“ segir Friðrik. Á fundinum átti að greina frá ráðningu bæjarstjóra Hveragerðisbæjar sem og leggja fram tillögur varðandi hönnunarhóp vegna uppbyggingar á Hamarshöllinni. Nú þegar er búið að boða til fundar og fer hann fram mánudaginn 18. júlí næstkomandi. Verið var að vanda til verka Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar, segir að vegna mikilla anna hafi fundarboðið því miður borist aðeins of seint. Verið var að vanda til verka í mikilli tímaþröng. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Hveragerðisbæ.Aðsend Þá sé þetta sé ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist í bæjarstjórn bæjarins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi gerst sekir um sama verknað þegar flokkurinn var í meirihluta. Henni þykir það leitt að þurfa að boða til nýs fundar. „Hann bara benti á þetta og ég sem forseti bæjarstjórnar steig strax í pontu og þakkaði fyrir þessa ábendingu. Því var ekkert annað en að slíta fundi, sem var ekki í rauninni fundur því hann er ekki til. Hann telst sem ólögmætur,“ segir Jóhanna. Allir velja sínar eigin baráttur Hún vonast þó til þess að samstarfið milli meiri- og minnihluta verði gott restina af kjörtímabilinu þrátt fyrir þessa hraðahindrun. Nýr meirihluti ætli þó að einbeita sér meira að því að vinna að hagsmunum bæjarins. „Nýr meirihluti vill starfa í samstarfi við alla bæjarstjórn, við starfsfólk bæjarins og vinna að góðum verkum fyrir Hveragerðisbæ. Auðvitað þurfa allir að velja sínar baráttur. Við stýrum ekki þeim baráttum sem Sjálfstæðisflokkurinn velur sér. En við viljum vinna að hagsmunum bæjarins. Vinna fyrir fólkið, þjónusta það. Þá þarftu alltaf sem bæjarfulltrúi að hafa það í huga hvað í þínum gjörðum það er sem þjónar þínu fólki í bæjarfélaginu.“
Hveragerði Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Sjá meira