Erlendir miðlar fjalla um hýsingu haturssíðu á Íslandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júlí 2022 06:23 Skjáskot af síðunni. Miðlar í Bandaríkjunum og Ísrael fjölluðu í gær um beiðni sem samtökin Anti-Defamation League sendu stjórnvöldum á Íslandi á miðvikudag en þar eru þau hvött til að beita sér fyrir því að vefsíðu sem beinist gegn gyðingum og hýst er á Íslandi verði lokað. Um er að ræða vefsíðuna The Mapping Project, þar sem finna má gagnvirkt kort af Massachusetts þar sem merktar eru inn nærri 500 stofnanir sem eru sakaðar um aðkomu að ýmsum misgjörðum; þjóðernishreinsunum, nýlendustefnu og Zíonisma. Vefsíðan er hýst hjá fyrirtækinu 1984. Í bréfi ADL til utanríkisráðuneytisins segir meðal annars að samtökin hafi komið áhyggjum sínum á framfæri við sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og íslensk lögregluyfirvöld en hafi ekki fengið almennileg svör. Þá segjast samtökin harma áhugaleysi íslenskra embættismann gagnvart þessari ógn gegn gyðingum. Erlendir miðlar hafa eftir Sveini Guðmarssyni, fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins, að yfirvöld á Íslandi muni vinna með kollegum sínum í Bandaríkjunum ef þess verður óskað en stjórnvöld hafi ekki heimild til að rannsaka glæpi sem beinast gegn einstaklingum í öðrum ríkjum. Talsmaður Alríkislögreglunnar í Boston, sem hefur áður sagst hafa málið til rannsóknar, vildi ekki tjá sig við bandaríska miðla þegar eftir því var leitað í gær. Þá er vitnað til fyrri ummæla forsvarsmanna 1984 um að fyrirtækið hýsi ekki síður sem hvetja til ofbeldis, hryðjuverka eða haturs. Á umræddri vefsíðu, Mapping Project, segir að tilgangurinn með henni sé að öðlast dýpri skilning á stuðningi stofnana í Massachusett við „nýlenduvæðingu“ Palestínu og þann skaða sem hún hefur valdið. Þá er á síðunni haft í hótunum gegn umræddum stofnunum, undir rós. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ADL koma óánægju sinni á framfæri við yfirvöld á Íslandi en þau mótmæltu meðal annars harðlega frumvarpi sem bannaði umskurð drengja. Bandaríkin Ísrael Kynþáttafordómar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Um er að ræða vefsíðuna The Mapping Project, þar sem finna má gagnvirkt kort af Massachusetts þar sem merktar eru inn nærri 500 stofnanir sem eru sakaðar um aðkomu að ýmsum misgjörðum; þjóðernishreinsunum, nýlendustefnu og Zíonisma. Vefsíðan er hýst hjá fyrirtækinu 1984. Í bréfi ADL til utanríkisráðuneytisins segir meðal annars að samtökin hafi komið áhyggjum sínum á framfæri við sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og íslensk lögregluyfirvöld en hafi ekki fengið almennileg svör. Þá segjast samtökin harma áhugaleysi íslenskra embættismann gagnvart þessari ógn gegn gyðingum. Erlendir miðlar hafa eftir Sveini Guðmarssyni, fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins, að yfirvöld á Íslandi muni vinna með kollegum sínum í Bandaríkjunum ef þess verður óskað en stjórnvöld hafi ekki heimild til að rannsaka glæpi sem beinast gegn einstaklingum í öðrum ríkjum. Talsmaður Alríkislögreglunnar í Boston, sem hefur áður sagst hafa málið til rannsóknar, vildi ekki tjá sig við bandaríska miðla þegar eftir því var leitað í gær. Þá er vitnað til fyrri ummæla forsvarsmanna 1984 um að fyrirtækið hýsi ekki síður sem hvetja til ofbeldis, hryðjuverka eða haturs. Á umræddri vefsíðu, Mapping Project, segir að tilgangurinn með henni sé að öðlast dýpri skilning á stuðningi stofnana í Massachusett við „nýlenduvæðingu“ Palestínu og þann skaða sem hún hefur valdið. Þá er á síðunni haft í hótunum gegn umræddum stofnunum, undir rós. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ADL koma óánægju sinni á framfæri við yfirvöld á Íslandi en þau mótmæltu meðal annars harðlega frumvarpi sem bannaði umskurð drengja.
Bandaríkin Ísrael Kynþáttafordómar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira