Amahl Pellegrino skoraði bæði mörk Bodø/Glimt á 77. og 82. mínútu.
Bodø/Glimt var ekki fjarri því að detta úr forkeppni Meistaradeild Evrópu gegn færeyska liðinu KÍ Klaksvík síðasta miðvikudag en náðu að vinna einvígið með einu marki.
Sigurinn í kvöld er annar sigurleikurinn í röð hjá Bodø/Glimt í norsku úrvalsdeildinni og fara meistararnir því upp í þriðja sæti deildarinnar með 25 stig, fimm stigum á eftir toppliði Molde. Ham-Kam er hins vegar í tíunda sæti með 17 stig, fjórum stigum frá fallsvæðinu.
Næsti leikur Alfons og félaga er í forkeppni Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir Linfield frá Norður-Írlandi næsta þriðjudag. Linfield sló lið New Saints út í síðustu umferð forkeppninnar en New Saints mæta Víkingi næsta fimmtudag í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.