Markastífla og gul spjöld gætu skilað Íslandi í 8-liða úrslit í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 18. júlí 2022 08:30 Vonandi geta Íslendingar fagnað svona í kvöld þegar riðlakeppninni á EM lýkur. VÍSIR/VILHELM Það eru fleiri en ein leið til þess að Ísland komist áfram í 8-liða úrslit á EM kvenna í fótbolta í Englandi í kvöld. Komist liðið þangað bíður þess leikur við Svía á föstudagskvöld. Ísland er með örlögin í eigin höndum því sigur gegn Frökkum í Rotherham í kvöld kemur liðinu áfram í 8-liða úrslit. En jafnvel þó að Ísland tapaði 10-0 eða stærra gegn Frökkum kæmist Ísland í 8-liða úrslit ef að leik Ítalíu og Belgíu, sem mætast klukkan 19 líkt og Ísland og Frakkland, lyki með markalausu jafntefli. Íslendingar ættu því allir að vonast eftir algjörri markastíflu í Manchester í kvöld, þar sem leikur Belgíu og Ítalíu fer fram. Sá möguleiki er einnig til staðar, þó hann sé vissulega ekki mjög stór, að prúðmennska íslenska liðsins skili liðinu áfram í útsláttarkeppnina. Það er vegna þess að ef Ísland tapar nákvæmlega 2-1 gegn Frakklandi, en Ítalía og Belgía gera 1-1 jafntefli, mun fjöldi gulra og rauðra spjalda ráða því hvort Ísland eða Belgía kemst áfram. Staðan og leikirnir í riðli Íslands á EM. Endi lið jöfn ráða innbyrðis leikir röðun þeirra. Staðan í riðlinum er sem sagt þannig að Frakkland er þegar öruggt áfram í leik gegn Evrópumeisturum Hollands í 8-liða úrslitum. Frakkar unnu Ítalíu 4-1 og Belgíu 2-1, á meðan að Ísland gerði 1-1 jafntefli við bæði Belgíu og Ítalíu. Ef að Belgía eða Ítalía vinnur leik liðanna í kvöld verður Ísland að vinna leik sinn við Frakkland til að komast áfram. Það er því líklegt að Ísland þurfi að sækja til sigurs í kvöld. Málin flækjast með tapi Íslands og jafntefli hjá Belgíu og Ítalíu Það er aðeins ef að Belgía og Ítalía gera jafntefli sem að málin flækjast, og möguleikar Íslands á að komast áfram aukast. Ef að Belgía og Ítalía gera jafntefli myndi það duga Íslandi að gera jafntefli við Frakka til að komast áfram. Ef að Ísland tapar hins vegar gegn Frökkum, og Belgía og Ítalía gera jafntefli, enda Ísland, Belgía og Ítalía öll með 2 stig. Þá myndi skipta máli hvernig jafntefli Belgía og Ítalía gerðu, og ef þau gerðu 1-1 jafntefli myndi einnig skipta máli hvernig tap Íslands gegn Frakklandi yrði. Hvað ræður röðun liða sem verða jöfn að stigum? Stig úr innbyrðis leikjum liðanna. Markamunur í innbyrðis leikjum liðanna. Skoruð mörk í innbyrðis leikjum liðanna. Heildarmarkatala í riðlinum. Skoruð mörk í riðlinum. Refsistig vegna gulra (1 stig) og rauðra (3 stig) spjalda. Ef Ísland tapar gegn Frakklandi myndi því 0-0 jafntefli hjá Belgíu og Ítalíu skila Íslandi áfram. Þá væru Ísland, Belgía og Ítalía með 2 stig hvert, og Ísland hefði skorað flest mörk (2) í innbyrðis leikjum liðanna þriggja. Ef Ísland tapar gegn Frakklandi en Belgía og Ítalía gera 2-2, 3-3, 4-4 eða markameira jafntefli kemst Belgía í 8-liða úrslitin. Belgía og Ítalía hefðu þá skorað fleiri mörk en Ísland í innbyrðis leikjum liðanna þriggja og Belgía væri með betri heildarmarkatölu í riðlinum en Ítalía. Gæti þurft að líta til gulra og rauðra spjalda Loks er það svo þannig að ef að Ísland tapar gegn Frakklandi en Belgía og Ítalía gera 1-1 jafntefli þá mun skipta máli hvernig tap Ísland gegn Frakklandi verður. Belgar kæmust þannig áfram ef að tap Íslands gegn Frakklandi yrði með meira en einu marki og einnig ef það yrði 1-0 tap, en Ísland færi áfram ef til dæmis um 3-2 eða 4-3 tap yrði að ræða. Ef að Ísland tapaði 2-1 gegn Frakklandi myndu svo gul og rauð spjöld ráða því hvort Ísland eða Belgía færi áfram. Belgar eru komnir með fjögur gul spjöld og eitt rautt á meðan Ísland er án spjalda. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Sjá meira
Ísland er með örlögin í eigin höndum því sigur gegn Frökkum í Rotherham í kvöld kemur liðinu áfram í 8-liða úrslit. En jafnvel þó að Ísland tapaði 10-0 eða stærra gegn Frökkum kæmist Ísland í 8-liða úrslit ef að leik Ítalíu og Belgíu, sem mætast klukkan 19 líkt og Ísland og Frakkland, lyki með markalausu jafntefli. Íslendingar ættu því allir að vonast eftir algjörri markastíflu í Manchester í kvöld, þar sem leikur Belgíu og Ítalíu fer fram. Sá möguleiki er einnig til staðar, þó hann sé vissulega ekki mjög stór, að prúðmennska íslenska liðsins skili liðinu áfram í útsláttarkeppnina. Það er vegna þess að ef Ísland tapar nákvæmlega 2-1 gegn Frakklandi, en Ítalía og Belgía gera 1-1 jafntefli, mun fjöldi gulra og rauðra spjalda ráða því hvort Ísland eða Belgía kemst áfram. Staðan og leikirnir í riðli Íslands á EM. Endi lið jöfn ráða innbyrðis leikir röðun þeirra. Staðan í riðlinum er sem sagt þannig að Frakkland er þegar öruggt áfram í leik gegn Evrópumeisturum Hollands í 8-liða úrslitum. Frakkar unnu Ítalíu 4-1 og Belgíu 2-1, á meðan að Ísland gerði 1-1 jafntefli við bæði Belgíu og Ítalíu. Ef að Belgía eða Ítalía vinnur leik liðanna í kvöld verður Ísland að vinna leik sinn við Frakkland til að komast áfram. Það er því líklegt að Ísland þurfi að sækja til sigurs í kvöld. Málin flækjast með tapi Íslands og jafntefli hjá Belgíu og Ítalíu Það er aðeins ef að Belgía og Ítalía gera jafntefli sem að málin flækjast, og möguleikar Íslands á að komast áfram aukast. Ef að Belgía og Ítalía gera jafntefli myndi það duga Íslandi að gera jafntefli við Frakka til að komast áfram. Ef að Ísland tapar hins vegar gegn Frökkum, og Belgía og Ítalía gera jafntefli, enda Ísland, Belgía og Ítalía öll með 2 stig. Þá myndi skipta máli hvernig jafntefli Belgía og Ítalía gerðu, og ef þau gerðu 1-1 jafntefli myndi einnig skipta máli hvernig tap Íslands gegn Frakklandi yrði. Hvað ræður röðun liða sem verða jöfn að stigum? Stig úr innbyrðis leikjum liðanna. Markamunur í innbyrðis leikjum liðanna. Skoruð mörk í innbyrðis leikjum liðanna. Heildarmarkatala í riðlinum. Skoruð mörk í riðlinum. Refsistig vegna gulra (1 stig) og rauðra (3 stig) spjalda. Ef Ísland tapar gegn Frakklandi myndi því 0-0 jafntefli hjá Belgíu og Ítalíu skila Íslandi áfram. Þá væru Ísland, Belgía og Ítalía með 2 stig hvert, og Ísland hefði skorað flest mörk (2) í innbyrðis leikjum liðanna þriggja. Ef Ísland tapar gegn Frakklandi en Belgía og Ítalía gera 2-2, 3-3, 4-4 eða markameira jafntefli kemst Belgía í 8-liða úrslitin. Belgía og Ítalía hefðu þá skorað fleiri mörk en Ísland í innbyrðis leikjum liðanna þriggja og Belgía væri með betri heildarmarkatölu í riðlinum en Ítalía. Gæti þurft að líta til gulra og rauðra spjalda Loks er það svo þannig að ef að Ísland tapar gegn Frakklandi en Belgía og Ítalía gera 1-1 jafntefli þá mun skipta máli hvernig tap Ísland gegn Frakklandi verður. Belgar kæmust þannig áfram ef að tap Íslands gegn Frakklandi yrði með meira en einu marki og einnig ef það yrði 1-0 tap, en Ísland færi áfram ef til dæmis um 3-2 eða 4-3 tap yrði að ræða. Ef að Ísland tapaði 2-1 gegn Frakklandi myndu svo gul og rauð spjöld ráða því hvort Ísland eða Belgía færi áfram. Belgar eru komnir með fjögur gul spjöld og eitt rautt á meðan Ísland er án spjalda.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Sjá meira