Markastífla og gul spjöld gætu skilað Íslandi í 8-liða úrslit í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 18. júlí 2022 08:30 Vonandi geta Íslendingar fagnað svona í kvöld þegar riðlakeppninni á EM lýkur. VÍSIR/VILHELM Það eru fleiri en ein leið til þess að Ísland komist áfram í 8-liða úrslit á EM kvenna í fótbolta í Englandi í kvöld. Komist liðið þangað bíður þess leikur við Svía á föstudagskvöld. Ísland er með örlögin í eigin höndum því sigur gegn Frökkum í Rotherham í kvöld kemur liðinu áfram í 8-liða úrslit. En jafnvel þó að Ísland tapaði 10-0 eða stærra gegn Frökkum kæmist Ísland í 8-liða úrslit ef að leik Ítalíu og Belgíu, sem mætast klukkan 19 líkt og Ísland og Frakkland, lyki með markalausu jafntefli. Íslendingar ættu því allir að vonast eftir algjörri markastíflu í Manchester í kvöld, þar sem leikur Belgíu og Ítalíu fer fram. Sá möguleiki er einnig til staðar, þó hann sé vissulega ekki mjög stór, að prúðmennska íslenska liðsins skili liðinu áfram í útsláttarkeppnina. Það er vegna þess að ef Ísland tapar nákvæmlega 2-1 gegn Frakklandi, en Ítalía og Belgía gera 1-1 jafntefli, mun fjöldi gulra og rauðra spjalda ráða því hvort Ísland eða Belgía kemst áfram. Staðan og leikirnir í riðli Íslands á EM. Endi lið jöfn ráða innbyrðis leikir röðun þeirra. Staðan í riðlinum er sem sagt þannig að Frakkland er þegar öruggt áfram í leik gegn Evrópumeisturum Hollands í 8-liða úrslitum. Frakkar unnu Ítalíu 4-1 og Belgíu 2-1, á meðan að Ísland gerði 1-1 jafntefli við bæði Belgíu og Ítalíu. Ef að Belgía eða Ítalía vinnur leik liðanna í kvöld verður Ísland að vinna leik sinn við Frakkland til að komast áfram. Það er því líklegt að Ísland þurfi að sækja til sigurs í kvöld. Málin flækjast með tapi Íslands og jafntefli hjá Belgíu og Ítalíu Það er aðeins ef að Belgía og Ítalía gera jafntefli sem að málin flækjast, og möguleikar Íslands á að komast áfram aukast. Ef að Belgía og Ítalía gera jafntefli myndi það duga Íslandi að gera jafntefli við Frakka til að komast áfram. Ef að Ísland tapar hins vegar gegn Frökkum, og Belgía og Ítalía gera jafntefli, enda Ísland, Belgía og Ítalía öll með 2 stig. Þá myndi skipta máli hvernig jafntefli Belgía og Ítalía gerðu, og ef þau gerðu 1-1 jafntefli myndi einnig skipta máli hvernig tap Íslands gegn Frakklandi yrði. Hvað ræður röðun liða sem verða jöfn að stigum? Stig úr innbyrðis leikjum liðanna. Markamunur í innbyrðis leikjum liðanna. Skoruð mörk í innbyrðis leikjum liðanna. Heildarmarkatala í riðlinum. Skoruð mörk í riðlinum. Refsistig vegna gulra (1 stig) og rauðra (3 stig) spjalda. Ef Ísland tapar gegn Frakklandi myndi því 0-0 jafntefli hjá Belgíu og Ítalíu skila Íslandi áfram. Þá væru Ísland, Belgía og Ítalía með 2 stig hvert, og Ísland hefði skorað flest mörk (2) í innbyrðis leikjum liðanna þriggja. Ef Ísland tapar gegn Frakklandi en Belgía og Ítalía gera 2-2, 3-3, 4-4 eða markameira jafntefli kemst Belgía í 8-liða úrslitin. Belgía og Ítalía hefðu þá skorað fleiri mörk en Ísland í innbyrðis leikjum liðanna þriggja og Belgía væri með betri heildarmarkatölu í riðlinum en Ítalía. Gæti þurft að líta til gulra og rauðra spjalda Loks er það svo þannig að ef að Ísland tapar gegn Frakklandi en Belgía og Ítalía gera 1-1 jafntefli þá mun skipta máli hvernig tap Ísland gegn Frakklandi verður. Belgar kæmust þannig áfram ef að tap Íslands gegn Frakklandi yrði með meira en einu marki og einnig ef það yrði 1-0 tap, en Ísland færi áfram ef til dæmis um 3-2 eða 4-3 tap yrði að ræða. Ef að Ísland tapaði 2-1 gegn Frakklandi myndu svo gul og rauð spjöld ráða því hvort Ísland eða Belgía færi áfram. Belgar eru komnir með fjögur gul spjöld og eitt rautt á meðan Ísland er án spjalda. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
Ísland er með örlögin í eigin höndum því sigur gegn Frökkum í Rotherham í kvöld kemur liðinu áfram í 8-liða úrslit. En jafnvel þó að Ísland tapaði 10-0 eða stærra gegn Frökkum kæmist Ísland í 8-liða úrslit ef að leik Ítalíu og Belgíu, sem mætast klukkan 19 líkt og Ísland og Frakkland, lyki með markalausu jafntefli. Íslendingar ættu því allir að vonast eftir algjörri markastíflu í Manchester í kvöld, þar sem leikur Belgíu og Ítalíu fer fram. Sá möguleiki er einnig til staðar, þó hann sé vissulega ekki mjög stór, að prúðmennska íslenska liðsins skili liðinu áfram í útsláttarkeppnina. Það er vegna þess að ef Ísland tapar nákvæmlega 2-1 gegn Frakklandi, en Ítalía og Belgía gera 1-1 jafntefli, mun fjöldi gulra og rauðra spjalda ráða því hvort Ísland eða Belgía kemst áfram. Staðan og leikirnir í riðli Íslands á EM. Endi lið jöfn ráða innbyrðis leikir röðun þeirra. Staðan í riðlinum er sem sagt þannig að Frakkland er þegar öruggt áfram í leik gegn Evrópumeisturum Hollands í 8-liða úrslitum. Frakkar unnu Ítalíu 4-1 og Belgíu 2-1, á meðan að Ísland gerði 1-1 jafntefli við bæði Belgíu og Ítalíu. Ef að Belgía eða Ítalía vinnur leik liðanna í kvöld verður Ísland að vinna leik sinn við Frakkland til að komast áfram. Það er því líklegt að Ísland þurfi að sækja til sigurs í kvöld. Málin flækjast með tapi Íslands og jafntefli hjá Belgíu og Ítalíu Það er aðeins ef að Belgía og Ítalía gera jafntefli sem að málin flækjast, og möguleikar Íslands á að komast áfram aukast. Ef að Belgía og Ítalía gera jafntefli myndi það duga Íslandi að gera jafntefli við Frakka til að komast áfram. Ef að Ísland tapar hins vegar gegn Frökkum, og Belgía og Ítalía gera jafntefli, enda Ísland, Belgía og Ítalía öll með 2 stig. Þá myndi skipta máli hvernig jafntefli Belgía og Ítalía gerðu, og ef þau gerðu 1-1 jafntefli myndi einnig skipta máli hvernig tap Íslands gegn Frakklandi yrði. Hvað ræður röðun liða sem verða jöfn að stigum? Stig úr innbyrðis leikjum liðanna. Markamunur í innbyrðis leikjum liðanna. Skoruð mörk í innbyrðis leikjum liðanna. Heildarmarkatala í riðlinum. Skoruð mörk í riðlinum. Refsistig vegna gulra (1 stig) og rauðra (3 stig) spjalda. Ef Ísland tapar gegn Frakklandi myndi því 0-0 jafntefli hjá Belgíu og Ítalíu skila Íslandi áfram. Þá væru Ísland, Belgía og Ítalía með 2 stig hvert, og Ísland hefði skorað flest mörk (2) í innbyrðis leikjum liðanna þriggja. Ef Ísland tapar gegn Frakklandi en Belgía og Ítalía gera 2-2, 3-3, 4-4 eða markameira jafntefli kemst Belgía í 8-liða úrslitin. Belgía og Ítalía hefðu þá skorað fleiri mörk en Ísland í innbyrðis leikjum liðanna þriggja og Belgía væri með betri heildarmarkatölu í riðlinum en Ítalía. Gæti þurft að líta til gulra og rauðra spjalda Loks er það svo þannig að ef að Ísland tapar gegn Frakklandi en Belgía og Ítalía gera 1-1 jafntefli þá mun skipta máli hvernig tap Ísland gegn Frakklandi verður. Belgar kæmust þannig áfram ef að tap Íslands gegn Frakklandi yrði með meira en einu marki og einnig ef það yrði 1-0 tap, en Ísland færi áfram ef til dæmis um 3-2 eða 4-3 tap yrði að ræða. Ef að Ísland tapaði 2-1 gegn Frakklandi myndu svo gul og rauð spjöld ráða því hvort Ísland eða Belgía færi áfram. Belgar eru komnir með fjögur gul spjöld og eitt rautt á meðan Ísland er án spjalda.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn