Bjartsýnn á farsæla niðurstöðu í Mílusölunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2022 06:32 Orri Hauksson, forstjóri Símans. Vísir/Arnar Kaup franska fyrirtækisins Ardian á Mílu frá Símanum eru í uppnámi þar sem skilyrði Samkeppniseftirlitsins fyrir kaupunum þykja of íþyngjandi. Forstjóri Símans segir mestu máli skipta hvaða áhrif salan á Mílu mun hafa á neytendur. Hann er bjartsýnn á að farsæl lausn finnist í málið. Í tilkynningu frá Símanum í fyrradag kom fram að Ardian, sem Síminn náði samkomulagi við um kaup á Mílu síðasta haust, teldi að tillögur Ardiana til að mæta skilyrðum til að mæta áhyggjum Samkeppniseftirlitsins væru íþyngjandi. Félagið væri því ekki tilbúið að ljúka viðskiptunum að óbreyttum kaupsamningi. Helstu áhyggjur Samkeppniseftirlitsins snúa að samningsbundum framtíðarviðskipti Mílu við Símann til margra ára. Eftir umsagnir eftirlitsaðila og keppinauta hafi Ardian og Símanum verið kynnt frummat eftirlitsins. „Aðilar hafa tækifæri til að bregðast við því og útskýra fyrir eftirlitinu hvort og að hvaða marki það frummat ætti að breytast,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Fyrir eftirlitinu liggi að fara yfir tillögur og sjónarmið aðila, en eftir sléttan mánuð ætti að liggja fyrir hvort kaupin verði heimiluð eða þeim hafnað. Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Aðsend Flókið eins og margt í lífinu Forstjóri Símans telur að salan á Mílu til Ardian yrði jákvæð fyrir samkeppni á íslenskum fjarksiptamarkaði. „Ég held að aðalmálið sé að líta á það hvaða áhrif kaup eins og þessi hafa á neytendur á Íslandi og landsmenn. Ég held að það að Míla verði öflugra félag, frjálst undan því að vera í eigu eins af fjarskiptafélögunum sjálfum muni leysa úr læðingi mikinn kraft,“ segir Orri Hauksson forstjóri. Hann sé bjartsýnn á að salan geti gengið eftir. „Við erum búin að fara í gegnum langt ferli á ýmsum sviðum með þessi kaup. Hingað til hefur það gengið eftir, þó að það hafi margt verið flókið. Þetta er líka flókið, eins og margt í lífinu, en við stefnum bara að því að láta þetta fá góða og farsæla lausn.“ Salan á Mílu Fjarskipti Samkeppnismál Síminn Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Í tilkynningu frá Símanum í fyrradag kom fram að Ardian, sem Síminn náði samkomulagi við um kaup á Mílu síðasta haust, teldi að tillögur Ardiana til að mæta skilyrðum til að mæta áhyggjum Samkeppniseftirlitsins væru íþyngjandi. Félagið væri því ekki tilbúið að ljúka viðskiptunum að óbreyttum kaupsamningi. Helstu áhyggjur Samkeppniseftirlitsins snúa að samningsbundum framtíðarviðskipti Mílu við Símann til margra ára. Eftir umsagnir eftirlitsaðila og keppinauta hafi Ardian og Símanum verið kynnt frummat eftirlitsins. „Aðilar hafa tækifæri til að bregðast við því og útskýra fyrir eftirlitinu hvort og að hvaða marki það frummat ætti að breytast,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Fyrir eftirlitinu liggi að fara yfir tillögur og sjónarmið aðila, en eftir sléttan mánuð ætti að liggja fyrir hvort kaupin verði heimiluð eða þeim hafnað. Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Aðsend Flókið eins og margt í lífinu Forstjóri Símans telur að salan á Mílu til Ardian yrði jákvæð fyrir samkeppni á íslenskum fjarksiptamarkaði. „Ég held að aðalmálið sé að líta á það hvaða áhrif kaup eins og þessi hafa á neytendur á Íslandi og landsmenn. Ég held að það að Míla verði öflugra félag, frjálst undan því að vera í eigu eins af fjarskiptafélögunum sjálfum muni leysa úr læðingi mikinn kraft,“ segir Orri Hauksson forstjóri. Hann sé bjartsýnn á að salan geti gengið eftir. „Við erum búin að fara í gegnum langt ferli á ýmsum sviðum með þessi kaup. Hingað til hefur það gengið eftir, þó að það hafi margt verið flókið. Þetta er líka flókið, eins og margt í lífinu, en við stefnum bara að því að láta þetta fá góða og farsæla lausn.“
Salan á Mílu Fjarskipti Samkeppnismál Síminn Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira