Leigja út parhús á 352 þúsund á mánuði á Fáskrúðsfirði Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 20. júlí 2022 21:00 Mynd af parhúsinu, fengin af heimasíðu leigufélagsins. Myndin er samsett. Leigufélagið Bríet, Vísir/Vilhelm Leigufélagið Bríet býður til leigu tvö parhús á Fáskrúðsfirði sem kosta 352 þúsund krónur á mánuði án hita og rafmagns. Á heimasíðu félagsins kemur fram að félagið sé óhagnaðardrifið. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir verðið mjög hátt. Parhúsin sem um ræðir eru 174,3 fermetrar en frekari myndir af annarri eigninni má sjá hér. Framkvæmdastýra leigufélagsins, Drífa Valdimarsdóttir segir verð eignarinnar vera það sem þurfi til þess að kostnaður félagsins sé á núlli. Hún segist skilja að erfitt sé fyrir fólk að trúa því að félagið sé óhagnaðardrifið miðað við leiguverðið. Aðspurð hvort hún telji að eignin verði tekin á leigu segir hún það verða að koma í ljós. Myndir af parhúsinu frá leigufélaginu.Leigufélagið Bríet „Ef að það fæst ekki fólk til að leigja þetta á þessu verði þá verðum við að endurskoða það,“ segir Drífa. Hún segir verðlækkun verða til þess að eignin yrði rekin með tapi. „Venjulega erum við að kaupa minni eignir sem að við getum leigt á svona viðráðanlegra verði fyrir, skulum við segja, venjulegt fólk það er okkar markmið,“ segir Drífa. Hún útilokar ekki að verðið verði lækkað. Eignin verði ekki látin standa tóm ef leigjendur fáist ekki. Meira leiguhúsnæði vanti Aðspurður hvað honum finnist um verðlagningu eignarinnar segir Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri Fjarðabyggðar í samtali við fréttastofu að hann eigi eftir að ræða við Drífu, framkvæmdastýru leigufélagsins. „Þetta er mjög há leiga,“ segir Jón Björn. Sveitarfélagið Fjarðabyggð er hluthafi í leigufélaginu. Myndir af parhúsinu frá leigufélaginu.Leigufélagið Bríet „Okkur vantar meiri fjölbreytni og meira leiguhúsnæði og það er meðal annars það sem við erum að gera með því að fara inn í Bríet,“ segir Jón Björn. Hann bætir því við að Bríet eigi íbúðir sem sveitarfélagið lagði inn í félagið sem séu af mismunandi stærðum og gerðum en nauðsynlegt sé að byggja upp meira úrval. Aðspurður hvort honum finnist leiguverðið vera í takt við leiguverð á svæðinu segir Jón Björn, „ég myndi nú segja að þetta væri í hærri kantinum.“ Fjarðabyggð Húsnæðismál Verðlag Leigumarkaður Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Parhúsin sem um ræðir eru 174,3 fermetrar en frekari myndir af annarri eigninni má sjá hér. Framkvæmdastýra leigufélagsins, Drífa Valdimarsdóttir segir verð eignarinnar vera það sem þurfi til þess að kostnaður félagsins sé á núlli. Hún segist skilja að erfitt sé fyrir fólk að trúa því að félagið sé óhagnaðardrifið miðað við leiguverðið. Aðspurð hvort hún telji að eignin verði tekin á leigu segir hún það verða að koma í ljós. Myndir af parhúsinu frá leigufélaginu.Leigufélagið Bríet „Ef að það fæst ekki fólk til að leigja þetta á þessu verði þá verðum við að endurskoða það,“ segir Drífa. Hún segir verðlækkun verða til þess að eignin yrði rekin með tapi. „Venjulega erum við að kaupa minni eignir sem að við getum leigt á svona viðráðanlegra verði fyrir, skulum við segja, venjulegt fólk það er okkar markmið,“ segir Drífa. Hún útilokar ekki að verðið verði lækkað. Eignin verði ekki látin standa tóm ef leigjendur fáist ekki. Meira leiguhúsnæði vanti Aðspurður hvað honum finnist um verðlagningu eignarinnar segir Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri Fjarðabyggðar í samtali við fréttastofu að hann eigi eftir að ræða við Drífu, framkvæmdastýru leigufélagsins. „Þetta er mjög há leiga,“ segir Jón Björn. Sveitarfélagið Fjarðabyggð er hluthafi í leigufélaginu. Myndir af parhúsinu frá leigufélaginu.Leigufélagið Bríet „Okkur vantar meiri fjölbreytni og meira leiguhúsnæði og það er meðal annars það sem við erum að gera með því að fara inn í Bríet,“ segir Jón Björn. Hann bætir því við að Bríet eigi íbúðir sem sveitarfélagið lagði inn í félagið sem séu af mismunandi stærðum og gerðum en nauðsynlegt sé að byggja upp meira úrval. Aðspurður hvort honum finnist leiguverðið vera í takt við leiguverð á svæðinu segir Jón Björn, „ég myndi nú segja að þetta væri í hærri kantinum.“
Fjarðabyggð Húsnæðismál Verðlag Leigumarkaður Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira