Þetta kemur fram í tilkynningu frá spítalanum. Sjúkrahúsið á Akureyri var í fréttum fyrr í þessum mánuði vegna gagnrýni hjúkrunarfræðinga á barnadeild sem sögðu í yfirlýsingu að öryggi bæði sjúklinga og starfsfólks væri ógnað með innlögnum fullorðinna sjúklinga á barnadeild, sem gert hefði verið í auknum mæli.
Í tilkynningu á vef sjúkrahússins á Akureyri segir að álagið hafi farið vaxandi undanfarnar vikur, sem eigi sér einkum skýringar í fjölgun innlagna og viðvarandi manneklu. Staðan verður endurmetin daglega. Stjórnendur sjúkrahússins hafa kallað inn starfsmenn úr sumarleyfum til að bregðast við mönnunarvandanum í sumar.