Sjálfsalinn er á svo kölluðum Bóndastaðahálsi skammt frá Hrollaugsstöðum í Hjaltastaða Þingá. Sjálfsalinn notar sólarorku og rekur sig að mestu leyti sjálfur, Kiddi þarf jú að fylla á hann reglulega og sjá um fjármálin.
„Já, já, þetta gengur vel miðað við svona litið kríli þá myndi ég segja að þetta gangi ljómandi vel já en þetta er meira gert til gamans og að hafa gaman af því að tala við fólk,“ segir Kiddi en hann heitir fullu nafni Kristinn Kristmundsson.
Það eru miðar út um allt í sjálfsalanum og búið að skrifa heilmikið á panilinn.
„Þetta eru bara skilaboð, sem viðskiptavinirnir alls staðar af í heiminum eru að setja hérna upp, bæði þakklætis skilaboð, reyndar er ég ekki góður í mörgum tungumálum en ég á gott fólk, sem hefur sagt mér að hér séu falleg orð mæld á þessum miðum,“ segir Kiddi.
Kiddi er mjög vinsæll og skemmtilegur, ný orðinn 68 ára og kann svo sannarlega að njóta lífsins. Hann stofnaði vídeóleiguna Vídeóflugan á sínum tíma og smíðaði líkkistur í mörg ár svo eitthvað sé nefnt.

„Maður reynir sitt besta og reynir að standa sig í því, sem maður er að gera og það hefur stundum verið sagt um mig að það sem ég tek að mér reyni ég að passa vel og láta ganga, þannig að annað hvort er ég í því eða ekki,“ segir Kiddi enn fremur og er fljótur að bæta við.
„Mér finnst bara gaman að segja þjóðinni það að það er yndislegt og dásamlegt að vera svona þekktur að því að ég veit ekki til þess að ég hafi gert neinn skapaðan hlut af mér og þarf ekki að skammast mín fyrir neitt og hef reynt að standa mig í því, sem ég tek að mér.“
