Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2022 12:10 Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. Verðbólgan mældist 9,9 prósent í júlí samkvæmt mælingum Hagstofunnar og hefur hún ekki verið hærri frá því í september 2009. Verðbólgan er nokkuð meiri en spár viðskiptabankanna gerður ráð fyrir, en þau höfðu spáð um 9,3 prósenta verðbólgu. Það sem af er ári hefur verðbólgan hækkað um rúm fjögur prósent en spár gera ráð fyrir að verðbólgan fari yfir tíu prósent í ágúst. „Ég held það sé mjög mikilvægt núna, þegar við erum farin að sjá þessar tölur að stjórnvöld grípi inn í vegna þess að það sem getur gerst er að þar sem þetta er tímabundinn vandi, sem er mögulega strúktúral vandi eða verðbólga vegna ytri aðstæðna, að hún getur undið upp á sig,“ segir Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Áhyggjurnar snúist fyrst og fremst að því að markaðurinn hér heima gæti farið að elta þessar verðbólgutölur. „Við erum auðvitað að horfa inn í frekar erfitt haust út af kjarasamningum og það liggur alveg fyrir að ef við erum ekki að fara að sjá launaverðbólgu fara upp og verðspíral fara af stað þá verða stjórnvöld að grípa inn í með ákveðnum mótvægisaðgerðum.“ Áratuga stefnuleysi í húsnæðismálum hjálpi ekki til Ekki megi gleyma að verðbólgan sé víða annars staðar mjög há. „Það er auðvitað engin réttlæting á þessari stöðu sem upp er komin. Hún er auðvitað fyrst og fremst í dag drifin áfram annars vegar af húsnæðisvandanum, sem er í rauninni afleiðing af pólitískum ákvörðunum bæði síðastliðinna áratuga og stefnuleysi í húsnæðismálum. Eins uppbyggingarmálum þegar kemur að þátttöku ríkissjóðs að vera með opinbert húsnæði og eins þátttöku almennt í fjármögnun,“ segir Kristrún. „En síðan líka ákveðnar aðgerðir sem ráðist var í í Covid þar sem það var tekin sú ákvörðun að örva hagkerfið á tímum covid með því að pumpa fjármagni inn á húsnæðismarkaðinn þannig að við erum að sjá áhrifin af því inn í verðbólguna í dag. Svo bætast við þessar ytri aðstæður út af þróuninni í alþjóðamálum.“ Vel geti verið að ástandið erlendis verði tímabundið en bregðast þurfi við innlenda vandanum, sem spili stóran þátt í verðbólgunni. „Þar bera stjórnvöld ábyrgð. Það þarf að stoppa þá þróun með almennilegum mótvægisaðgerðum og fjármögnun á þessum húsnæðistillögum sem hafa komið fram hjá ríkisstjórninni. Síðan þarf líka að grípa til sértækra mótvægisaðgerða fyrir viðkvæmustu hópana til að tryggja að verðspírallinn hérna innanlands fari ekki af stað,“ segir Kristrún. „Að mínu mati er ekkert óeðlilegt að Seðlabankinn vilji hækka vexti í svona ástandi en þá snýst þetta kannski fyrst og fremst um að koma vaxtastigi upp í eðlilegt vaxtastig. Undir eitt prósent vextir í tíu prósenta verðbólgu hefði ekki verið eðlilegt og þá erum við að tala um bara að ná vöxtum upp í eðlilegt ástand, fimm prósent eða eitthvað svoleiðis.“ Launahækkanir skammgóður verðmiði Vaxtahækkanir breyti þó ekki grunnstöðu húsnæðismarkaðarins og ytri aðstæðum. Stjórnvöld geti samt sem áður gripið inn í til að koma í veg fyrir verðspíral. „Sérstaklega í aðdraganda kjarasamninga. Það er hægt að fara í að beita tilfærslukerfunum - barnabætur og sértækar vaxtabætur - þannig að fólk sjái kjör sín batna til móts við verðbólguna án þess að grípa bara til launahækkanna. Það er skammgóður verðmiði ef stjórnvöld ætla að reyna að spara sér fjármagn þar en fá þetta svo í andlitið í launahækkunum í haust,“ segir Kristrún. „Svo þarf á móti að hafa í huga að það þarf að fjármagna þessar aðgeðrir. Tekjuhliðin hjá ríkissjóði hefur verið brostin undanfarin ár og það þarf að hafa í huga hvort það séu ákveðnar aðgerðir sem þarf einfaldlega að fjármagna beint til þess að vega á móti verðbólgunni.“ Verðlag Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Íslenska krónan Tengdar fréttir Vinnandi fólk í landinu sé látið bera byrðina þrátt fyrir tal um samstöðu Verðbólga nálgast nú tíu prósent og hefur ekki mælst hærri í þrettán ár. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir þróunina hafa gríðarleg áhrif fyrir komandi kjaraviðræður. Það komi ekki til greina að félagsmenn beri byrðina einir. 22. júlí 2022 19:09 Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39 Verðbólgan nálgast tveggja stafa tölu Verðbólga mældist 9,9 prósent í júlí og hækkaði um 1,17 prósentustig milli mánaða. Verðbólga hefur ekki verið hærri frá því í september árið 2009. 22. júlí 2022 09:45 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Verðbólgan mældist 9,9 prósent í júlí samkvæmt mælingum Hagstofunnar og hefur hún ekki verið hærri frá því í september 2009. Verðbólgan er nokkuð meiri en spár viðskiptabankanna gerður ráð fyrir, en þau höfðu spáð um 9,3 prósenta verðbólgu. Það sem af er ári hefur verðbólgan hækkað um rúm fjögur prósent en spár gera ráð fyrir að verðbólgan fari yfir tíu prósent í ágúst. „Ég held það sé mjög mikilvægt núna, þegar við erum farin að sjá þessar tölur að stjórnvöld grípi inn í vegna þess að það sem getur gerst er að þar sem þetta er tímabundinn vandi, sem er mögulega strúktúral vandi eða verðbólga vegna ytri aðstæðna, að hún getur undið upp á sig,“ segir Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Áhyggjurnar snúist fyrst og fremst að því að markaðurinn hér heima gæti farið að elta þessar verðbólgutölur. „Við erum auðvitað að horfa inn í frekar erfitt haust út af kjarasamningum og það liggur alveg fyrir að ef við erum ekki að fara að sjá launaverðbólgu fara upp og verðspíral fara af stað þá verða stjórnvöld að grípa inn í með ákveðnum mótvægisaðgerðum.“ Áratuga stefnuleysi í húsnæðismálum hjálpi ekki til Ekki megi gleyma að verðbólgan sé víða annars staðar mjög há. „Það er auðvitað engin réttlæting á þessari stöðu sem upp er komin. Hún er auðvitað fyrst og fremst í dag drifin áfram annars vegar af húsnæðisvandanum, sem er í rauninni afleiðing af pólitískum ákvörðunum bæði síðastliðinna áratuga og stefnuleysi í húsnæðismálum. Eins uppbyggingarmálum þegar kemur að þátttöku ríkissjóðs að vera með opinbert húsnæði og eins þátttöku almennt í fjármögnun,“ segir Kristrún. „En síðan líka ákveðnar aðgerðir sem ráðist var í í Covid þar sem það var tekin sú ákvörðun að örva hagkerfið á tímum covid með því að pumpa fjármagni inn á húsnæðismarkaðinn þannig að við erum að sjá áhrifin af því inn í verðbólguna í dag. Svo bætast við þessar ytri aðstæður út af þróuninni í alþjóðamálum.“ Vel geti verið að ástandið erlendis verði tímabundið en bregðast þurfi við innlenda vandanum, sem spili stóran þátt í verðbólgunni. „Þar bera stjórnvöld ábyrgð. Það þarf að stoppa þá þróun með almennilegum mótvægisaðgerðum og fjármögnun á þessum húsnæðistillögum sem hafa komið fram hjá ríkisstjórninni. Síðan þarf líka að grípa til sértækra mótvægisaðgerða fyrir viðkvæmustu hópana til að tryggja að verðspírallinn hérna innanlands fari ekki af stað,“ segir Kristrún. „Að mínu mati er ekkert óeðlilegt að Seðlabankinn vilji hækka vexti í svona ástandi en þá snýst þetta kannski fyrst og fremst um að koma vaxtastigi upp í eðlilegt vaxtastig. Undir eitt prósent vextir í tíu prósenta verðbólgu hefði ekki verið eðlilegt og þá erum við að tala um bara að ná vöxtum upp í eðlilegt ástand, fimm prósent eða eitthvað svoleiðis.“ Launahækkanir skammgóður verðmiði Vaxtahækkanir breyti þó ekki grunnstöðu húsnæðismarkaðarins og ytri aðstæðum. Stjórnvöld geti samt sem áður gripið inn í til að koma í veg fyrir verðspíral. „Sérstaklega í aðdraganda kjarasamninga. Það er hægt að fara í að beita tilfærslukerfunum - barnabætur og sértækar vaxtabætur - þannig að fólk sjái kjör sín batna til móts við verðbólguna án þess að grípa bara til launahækkanna. Það er skammgóður verðmiði ef stjórnvöld ætla að reyna að spara sér fjármagn þar en fá þetta svo í andlitið í launahækkunum í haust,“ segir Kristrún. „Svo þarf á móti að hafa í huga að það þarf að fjármagna þessar aðgeðrir. Tekjuhliðin hjá ríkissjóði hefur verið brostin undanfarin ár og það þarf að hafa í huga hvort það séu ákveðnar aðgerðir sem þarf einfaldlega að fjármagna beint til þess að vega á móti verðbólgunni.“
Verðlag Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Íslenska krónan Tengdar fréttir Vinnandi fólk í landinu sé látið bera byrðina þrátt fyrir tal um samstöðu Verðbólga nálgast nú tíu prósent og hefur ekki mælst hærri í þrettán ár. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir þróunina hafa gríðarleg áhrif fyrir komandi kjaraviðræður. Það komi ekki til greina að félagsmenn beri byrðina einir. 22. júlí 2022 19:09 Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39 Verðbólgan nálgast tveggja stafa tölu Verðbólga mældist 9,9 prósent í júlí og hækkaði um 1,17 prósentustig milli mánaða. Verðbólga hefur ekki verið hærri frá því í september árið 2009. 22. júlí 2022 09:45 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Vinnandi fólk í landinu sé látið bera byrðina þrátt fyrir tal um samstöðu Verðbólga nálgast nú tíu prósent og hefur ekki mælst hærri í þrettán ár. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir þróunina hafa gríðarleg áhrif fyrir komandi kjaraviðræður. Það komi ekki til greina að félagsmenn beri byrðina einir. 22. júlí 2022 19:09
Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39
Verðbólgan nálgast tveggja stafa tölu Verðbólga mældist 9,9 prósent í júlí og hækkaði um 1,17 prósentustig milli mánaða. Verðbólga hefur ekki verið hærri frá því í september árið 2009. 22. júlí 2022 09:45