„Valdakerfin okkar eru enn að bregðast þolendum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2022 19:39 Lísa Margrét Gunnarsdóttir er einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar sem fram fór í dag. Aðsend Druslugangan var gengin í dag í tíunda sinn eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs. Hundruð voru saman komin við Hallgrímskirkju til að ganga niður að Austurvelli til samstöðufundar. Fólk var með mismunandi ástæður fyrir mætingu sinni í gönguna en allir studdu þó sama málstað. „Þetta er svo þarft málefni og það þarf að vinna bug á þessari menningu sem hefur fengið að þrífast hér á Íslandi öll þessi ár,“ sagði Kristín Steinþórsdóttir, ein þeirra sem tóku þátt í göngunni, aðspurð hvers vegna það væri mikilvægt að mæta í gönguna. „Mig langar að sjá þessa samstöðu og kraftinn hjá fólkinu og vera til staðar og labba með,“ sagði Andrea Rói Sigurbjörns. „Af því að fatlað fólk á líka skilið að mæta á Druslugönguna af því að þau eru þolendur líka,“ sagði Dagmar Hákonardóttir og benti á mikilvæg skilaboð sem hún hafði skrifað á spjald sitt. „Það er ekki of seint að tjá sig, endilega tjáið ykkur.“ „Ég meina, ég hef þurft að kljást við þetta svo lengi og ég er ánægð með að styðja hvað sem er sem berst gegn kvenhatri. Allt þetta rugl og að kenna þolendum um og gera það erfiðara að ná fram réttlæti,“ sagði Eva Lucien Paz um hennar ástæðu fyrir þátttöku í göngunni. Það voru ekki allir gestir Druslugöngunnar sem vissu að hún væri til þegar þeir hófu göngu í dag. „Ég vissi ekki einu sinni að þetta væri til en þegar ég heyrði af þessu þá fannst mér þetta bara mjög góð hugmynd gott að vera að styðja,“ sagði Daníel Pétursson. „Mér finnst bara svo fáránlegt að þurfa að skammast mín sem kona,“ sagði María Sjöfn Tipton. Áhersla druslugöngunnar í ár er á valdaójafnvægi. „Þó að viss vitundarvakning hafi átt sér stað nú þegar hvað varðar háa tíðni kynferðisofbeldis í samfélaginu þá eru valdakerfin okkar enn að bregðast þolendum og þess vegna þurfum við enn að ganga,“ sagði Lísa Margrét Gunnarsdóttir, einn skipuleggjenda göngunnar í samtali við fréttastofu. Skipuleggjendur hafi viljað skapa vettvang fyrir jaðarsetta til að koma saman og tjá sig. Enn sé langt í land. „Fólk er hikandi við að leggja fram kæru og það er yfirleitt ekki dæmt þolendum í vil og fordómarnir sem eru til staðar hjá valdhöfum eru ástæðan fyrir því að við göngum enn,“ sagði Lísa. Landsbyggðin tekur líka þátt Auk göngunnar í Reykjavík var gengið á Borgarfirði eystra, Húsavík og Sauðárkróki í dag. „Þannig að það er gaman að sjá að landsbyggðin er líka öflug í að taka upp þennan málstað og taka þennan slag.“ Jafnréttismál Reykjavík Druslugangan MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Fólk var með mismunandi ástæður fyrir mætingu sinni í gönguna en allir studdu þó sama málstað. „Þetta er svo þarft málefni og það þarf að vinna bug á þessari menningu sem hefur fengið að þrífast hér á Íslandi öll þessi ár,“ sagði Kristín Steinþórsdóttir, ein þeirra sem tóku þátt í göngunni, aðspurð hvers vegna það væri mikilvægt að mæta í gönguna. „Mig langar að sjá þessa samstöðu og kraftinn hjá fólkinu og vera til staðar og labba með,“ sagði Andrea Rói Sigurbjörns. „Af því að fatlað fólk á líka skilið að mæta á Druslugönguna af því að þau eru þolendur líka,“ sagði Dagmar Hákonardóttir og benti á mikilvæg skilaboð sem hún hafði skrifað á spjald sitt. „Það er ekki of seint að tjá sig, endilega tjáið ykkur.“ „Ég meina, ég hef þurft að kljást við þetta svo lengi og ég er ánægð með að styðja hvað sem er sem berst gegn kvenhatri. Allt þetta rugl og að kenna þolendum um og gera það erfiðara að ná fram réttlæti,“ sagði Eva Lucien Paz um hennar ástæðu fyrir þátttöku í göngunni. Það voru ekki allir gestir Druslugöngunnar sem vissu að hún væri til þegar þeir hófu göngu í dag. „Ég vissi ekki einu sinni að þetta væri til en þegar ég heyrði af þessu þá fannst mér þetta bara mjög góð hugmynd gott að vera að styðja,“ sagði Daníel Pétursson. „Mér finnst bara svo fáránlegt að þurfa að skammast mín sem kona,“ sagði María Sjöfn Tipton. Áhersla druslugöngunnar í ár er á valdaójafnvægi. „Þó að viss vitundarvakning hafi átt sér stað nú þegar hvað varðar háa tíðni kynferðisofbeldis í samfélaginu þá eru valdakerfin okkar enn að bregðast þolendum og þess vegna þurfum við enn að ganga,“ sagði Lísa Margrét Gunnarsdóttir, einn skipuleggjenda göngunnar í samtali við fréttastofu. Skipuleggjendur hafi viljað skapa vettvang fyrir jaðarsetta til að koma saman og tjá sig. Enn sé langt í land. „Fólk er hikandi við að leggja fram kæru og það er yfirleitt ekki dæmt þolendum í vil og fordómarnir sem eru til staðar hjá valdhöfum eru ástæðan fyrir því að við göngum enn,“ sagði Lísa. Landsbyggðin tekur líka þátt Auk göngunnar í Reykjavík var gengið á Borgarfirði eystra, Húsavík og Sauðárkróki í dag. „Þannig að það er gaman að sjá að landsbyggðin er líka öflug í að taka upp þennan málstað og taka þennan slag.“
Jafnréttismál Reykjavík Druslugangan MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira