Ekki tilefni til að grípa til harðari aðgerða vegna apabólu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2022 12:10 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki tilefni til að grípa til hertra aðgerða vegna apabólu. Vísir/Vilhelm Ekki er tilefni til að grípa til harðari aðgerða vegna apabólunnar að mati sóttvarnalæknis. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti í gær yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna sjúkdómsins. „Þetta breytir í sjálfu sér ekki þeim viðbrögðum sem við erum með hér. Það sem við erum að gera hér í samræmi við það sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur verið að mælast til. Við erum að vinna með grasrótarsamtökum og erum að vinna með þessa hvatningu og benda á í hverju áhættan felst í því að smitast,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hingað komi bóluefni í haust sem gefið verður þeim sem eru í mestri áhættu og byrjað á þeim sem eru þegar í fyrirbyggjandi meðferð gegn HIV. Bólusett verður uppi á göngudeild smitsjúkdóma á Landspítalanum. „Við erum að fá bóluefni þessa fjörutíu skammta og það verður kannski erfitt að útdeila þeim alveg á réttlátan máta en það er mikilvægt að byrja að bólusetja sem fyrst og síðan fáum við í framhaldi af því 1400 skammta sem er búið að lofa okkkur frá Evrópusamabandinu. Ég vona bara að þeir komi fljótlega,“ segir Þórólfur. „Við munum beina sjónum okkar að [þeim sem eru í fyrirbyggjandi meðferð við HIV] fyrst og teljum að þeir séu kannski í mestri áhættu af að smitast. Það getur vel komið til að það þurfi að útvíkka það eitthvað, það er óljóst á þessum tíma,“ segir Þórólfur. Ekki sé ástæða til að grípa til hertra aðgerða. „Það er ekki ástæða til í sjálfu sér til að beita einhverjum lokunum eða takmörkunum, ekki á þessu stigi. Ég held við ættum að geta náð þessu, alla vega látið á það reyna fyllilega fyrst og sem betur fer er þetta ekki alvarlegur sjúkdómur, þannig að fólk er ekki að veikjast alvarlega. Þeir níu sem hafa veikst hér hafa ekki veikst alvarlega og geta verið heima en þetta getur verið mjög hvimleiður sjúdómur.“ Heilbrigðismál Apabóla Tengdar fréttir Lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna apabólu Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna útbreiðslu apabólu. Þetta var tilkynnt í dag í kjölfar annars fundar neyðarnefndar vegna málsins. 23. júlí 2022 16:13 Níu greinst með apabólu og það styttist í bólusetningu Alls hafa níu manns greinst með apabólu hér á landi. Þeir smituðu eru karlmenn á miðjum aldri, helmingur þeirra er með tengsl við útlönd og helmingur ekki. 21. júlí 2022 12:45 Bóluefni gegn apabólu væntanlegt í júlí Bóluefni gegn apabólu er væntanlegt til Íslands í lok júlí. Íslenskt stjórnvöld tryggðu sér birgðir af bóluefninu Jynneos með þátttöku í Evrópusamstarfinu HERA og EU4health. 30. júní 2022 17:29 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Sjá meira
„Þetta breytir í sjálfu sér ekki þeim viðbrögðum sem við erum með hér. Það sem við erum að gera hér í samræmi við það sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur verið að mælast til. Við erum að vinna með grasrótarsamtökum og erum að vinna með þessa hvatningu og benda á í hverju áhættan felst í því að smitast,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hingað komi bóluefni í haust sem gefið verður þeim sem eru í mestri áhættu og byrjað á þeim sem eru þegar í fyrirbyggjandi meðferð gegn HIV. Bólusett verður uppi á göngudeild smitsjúkdóma á Landspítalanum. „Við erum að fá bóluefni þessa fjörutíu skammta og það verður kannski erfitt að útdeila þeim alveg á réttlátan máta en það er mikilvægt að byrja að bólusetja sem fyrst og síðan fáum við í framhaldi af því 1400 skammta sem er búið að lofa okkkur frá Evrópusamabandinu. Ég vona bara að þeir komi fljótlega,“ segir Þórólfur. „Við munum beina sjónum okkar að [þeim sem eru í fyrirbyggjandi meðferð við HIV] fyrst og teljum að þeir séu kannski í mestri áhættu af að smitast. Það getur vel komið til að það þurfi að útvíkka það eitthvað, það er óljóst á þessum tíma,“ segir Þórólfur. Ekki sé ástæða til að grípa til hertra aðgerða. „Það er ekki ástæða til í sjálfu sér til að beita einhverjum lokunum eða takmörkunum, ekki á þessu stigi. Ég held við ættum að geta náð þessu, alla vega látið á það reyna fyllilega fyrst og sem betur fer er þetta ekki alvarlegur sjúkdómur, þannig að fólk er ekki að veikjast alvarlega. Þeir níu sem hafa veikst hér hafa ekki veikst alvarlega og geta verið heima en þetta getur verið mjög hvimleiður sjúdómur.“
Heilbrigðismál Apabóla Tengdar fréttir Lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna apabólu Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna útbreiðslu apabólu. Þetta var tilkynnt í dag í kjölfar annars fundar neyðarnefndar vegna málsins. 23. júlí 2022 16:13 Níu greinst með apabólu og það styttist í bólusetningu Alls hafa níu manns greinst með apabólu hér á landi. Þeir smituðu eru karlmenn á miðjum aldri, helmingur þeirra er með tengsl við útlönd og helmingur ekki. 21. júlí 2022 12:45 Bóluefni gegn apabólu væntanlegt í júlí Bóluefni gegn apabólu er væntanlegt til Íslands í lok júlí. Íslenskt stjórnvöld tryggðu sér birgðir af bóluefninu Jynneos með þátttöku í Evrópusamstarfinu HERA og EU4health. 30. júní 2022 17:29 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Sjá meira
Lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna apabólu Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna útbreiðslu apabólu. Þetta var tilkynnt í dag í kjölfar annars fundar neyðarnefndar vegna málsins. 23. júlí 2022 16:13
Níu greinst með apabólu og það styttist í bólusetningu Alls hafa níu manns greinst með apabólu hér á landi. Þeir smituðu eru karlmenn á miðjum aldri, helmingur þeirra er með tengsl við útlönd og helmingur ekki. 21. júlí 2022 12:45
Bóluefni gegn apabólu væntanlegt í júlí Bóluefni gegn apabólu er væntanlegt til Íslands í lok júlí. Íslenskt stjórnvöld tryggðu sér birgðir af bóluefninu Jynneos með þátttöku í Evrópusamstarfinu HERA og EU4health. 30. júní 2022 17:29