Stærsta verkefnið: Verðbólga Lilja Alfreðsdóttir skrifar 25. júlí 2022 13:01 Óumflýjanlegar efnahagsaðgerðir stjórnvalda um heim allan á Covid-19 tímanum sem snéru að auknum umsvifum hins opinbera og rýmri peningastefnu hafa ýtt undir hækkun á vöru og þjónustu. Þessu til viðbótar hefur innrás Rússlands í Úkraínu haft mikil áhrif á verðbólgu á heimsvísu. Verð á nauðsynlegum hrávörum, orku og matvöru hefur hækkað verulega og eru afleiðingarnar afar neikvæðar fyrir heimsbúskapinn. Á sama tíma eru mjög ríki enn að fást við farsóttina og hefur það lamandi áhrif framleiðslukeðju heimsins. Ofan á þetta bætist að skortur á vinnuafli í mörgum helstu hagkerfum heimsins. Þetta er staðan sem við glímum við. Seðlabankar víða um heiminn hafa hækkað stýrivexti sína með það fyrir augum að draga úr verðbólguvæntingum. Verðbólga í Bandaríkjunum í maí mældist 9,1% á ársgrundvelli og er sú mesta í yfir 40 ár. Verð á hveiti á heimsvísu hefur hækkað um 56% og mjólkurafurðir um 17%. Þá hefur verð á helíum hækkað um 135% á síðustu tveimur árum vegna erfiðleika í verksmiðjum í Rússlandi og Bandaríkjunum. Frumefnið er til að mynda mikilvægur þáttur í framleiðslu ljósleiðaraglers og skortur á því ógnar framþróun stafræna hagkerfisins. Verðbólgan á evrusvæðinu mældist 8,6% í júní. Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti um 0,5% í gær í fyrsta sinn frá árinu 2011. Eftir hækkunina eru stýrivextir bankans komnir í 0%. Vísbendingar er þó um það á evrusvæðinu að snarpur samdráttur sé í vændum þar sem framleiðsla og nýjar pantanir drógust saman í fyrsta sinn eftir Covid-19. Ísland hefur ekki farið varhluta af þessari þróun. Verðbólgan mælist 9,9% en án húsnæðisliðarins er hún 7,5%. Verðbólguvæntingar hafa einnig aukist. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði um 4,9% árið 2023 og 3,3% árið 2024. Skortur hefur verið á vinnumarkaði og mikil eftirspurn eftir vinnuafli. Hækkun húsnæðisliðar vísitölu neysluverðs hefur haft mest áhrif á þróun verðlags undanfarin misseri. Meginverkefni allra hagkerfa verður að ná utan um verðbólguvæntingar og ráðleggur Alþjóðagreiðslubankinn seðlabönkum að vera ófeimnir að bregðast hratt við til skamms tíma með það að leiðarljósi að til lengri tíma verði búið að ná verðbólgunni niður. Seðlabanki Íslands hefur hækkað stýrivexti í nokkrum skrefum frá maí 2021 eða úr 0,75% í 4,75%. Íslensk stjórnvöld hafa þegar ráðist í mótvægisaðgerðir sem felast í því að bætur almannatrygginga hafa verið hækkaðar, ráðist var í sérstakan barnabótaauka og húsnæðisbætur voru hækkaðar. Farið verður í 27 milljarða aðhaldsaðgerðir hjá ríkissjóði til að draga úr verðbólguþrýstingi. Samkeppniseftirlitið hóf upplýsingaöflun um þróun verðlags á helstu mörkuðum í apríl til að meta hvort verðlagshækkanir kunni að stafa af ónægu samkeppnislegu aðhaldi eða óeðlilegum hvötum. Sérstök áhersla er lögð á dagvörumarkað, eldsneytismarkað og byggingarvörumarkað. Það gerir Samkeppniseftirlitinu auðveldara um vik að greina óhagstæð ytri áhrif á verðþróun eða greina hvort verðhækkanir kunni að stafa af mögulegum samkeppnisbresti á viðkomandi mörkuðum. Að auki hefur verið skipaður vinnuhópur til að greina gjaldtöku og arðsemi bankanna. Stór hluti af útgjöldum heimilanna rennur til bankanna, í formi afborgana af húsnæðis-, bíla- og neyslulánum auk vaxta- og þjónustugjalda. Markmiðið er að kanna hvort íslensk heimili greiði meira fyrir almenna viðskiptabankaþjónustu en heimili í hinum norrænu ríkjunum. Það er verk að vinna til að ná tökum á verðbólgu. Stærsta verkefni hagstjórnarinnar verður að koma böndum á verðbólguna til heilla fyrir allt samfélagið. Brýnt er að sjá hvernig þessar aðgerðir stjórnvalda koma til með að hafa áhrif. Ljóst er þó að lækki verðbólgan ekki nokkuð á næstu mánuðum, þá er aðkallandi að fara í frekari aðgerðir til að kveða verðbólgudrauginn í kútinn. Ávallt verða stjórnvöld að huga mest að þeim sem eru í viðkvæmri efnahagslegri stöðu. Höfundur er ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verðlag Lilja Alfreðsdóttir Alþingi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Óumflýjanlegar efnahagsaðgerðir stjórnvalda um heim allan á Covid-19 tímanum sem snéru að auknum umsvifum hins opinbera og rýmri peningastefnu hafa ýtt undir hækkun á vöru og þjónustu. Þessu til viðbótar hefur innrás Rússlands í Úkraínu haft mikil áhrif á verðbólgu á heimsvísu. Verð á nauðsynlegum hrávörum, orku og matvöru hefur hækkað verulega og eru afleiðingarnar afar neikvæðar fyrir heimsbúskapinn. Á sama tíma eru mjög ríki enn að fást við farsóttina og hefur það lamandi áhrif framleiðslukeðju heimsins. Ofan á þetta bætist að skortur á vinnuafli í mörgum helstu hagkerfum heimsins. Þetta er staðan sem við glímum við. Seðlabankar víða um heiminn hafa hækkað stýrivexti sína með það fyrir augum að draga úr verðbólguvæntingum. Verðbólga í Bandaríkjunum í maí mældist 9,1% á ársgrundvelli og er sú mesta í yfir 40 ár. Verð á hveiti á heimsvísu hefur hækkað um 56% og mjólkurafurðir um 17%. Þá hefur verð á helíum hækkað um 135% á síðustu tveimur árum vegna erfiðleika í verksmiðjum í Rússlandi og Bandaríkjunum. Frumefnið er til að mynda mikilvægur þáttur í framleiðslu ljósleiðaraglers og skortur á því ógnar framþróun stafræna hagkerfisins. Verðbólgan á evrusvæðinu mældist 8,6% í júní. Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti um 0,5% í gær í fyrsta sinn frá árinu 2011. Eftir hækkunina eru stýrivextir bankans komnir í 0%. Vísbendingar er þó um það á evrusvæðinu að snarpur samdráttur sé í vændum þar sem framleiðsla og nýjar pantanir drógust saman í fyrsta sinn eftir Covid-19. Ísland hefur ekki farið varhluta af þessari þróun. Verðbólgan mælist 9,9% en án húsnæðisliðarins er hún 7,5%. Verðbólguvæntingar hafa einnig aukist. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði um 4,9% árið 2023 og 3,3% árið 2024. Skortur hefur verið á vinnumarkaði og mikil eftirspurn eftir vinnuafli. Hækkun húsnæðisliðar vísitölu neysluverðs hefur haft mest áhrif á þróun verðlags undanfarin misseri. Meginverkefni allra hagkerfa verður að ná utan um verðbólguvæntingar og ráðleggur Alþjóðagreiðslubankinn seðlabönkum að vera ófeimnir að bregðast hratt við til skamms tíma með það að leiðarljósi að til lengri tíma verði búið að ná verðbólgunni niður. Seðlabanki Íslands hefur hækkað stýrivexti í nokkrum skrefum frá maí 2021 eða úr 0,75% í 4,75%. Íslensk stjórnvöld hafa þegar ráðist í mótvægisaðgerðir sem felast í því að bætur almannatrygginga hafa verið hækkaðar, ráðist var í sérstakan barnabótaauka og húsnæðisbætur voru hækkaðar. Farið verður í 27 milljarða aðhaldsaðgerðir hjá ríkissjóði til að draga úr verðbólguþrýstingi. Samkeppniseftirlitið hóf upplýsingaöflun um þróun verðlags á helstu mörkuðum í apríl til að meta hvort verðlagshækkanir kunni að stafa af ónægu samkeppnislegu aðhaldi eða óeðlilegum hvötum. Sérstök áhersla er lögð á dagvörumarkað, eldsneytismarkað og byggingarvörumarkað. Það gerir Samkeppniseftirlitinu auðveldara um vik að greina óhagstæð ytri áhrif á verðþróun eða greina hvort verðhækkanir kunni að stafa af mögulegum samkeppnisbresti á viðkomandi mörkuðum. Að auki hefur verið skipaður vinnuhópur til að greina gjaldtöku og arðsemi bankanna. Stór hluti af útgjöldum heimilanna rennur til bankanna, í formi afborgana af húsnæðis-, bíla- og neyslulánum auk vaxta- og þjónustugjalda. Markmiðið er að kanna hvort íslensk heimili greiði meira fyrir almenna viðskiptabankaþjónustu en heimili í hinum norrænu ríkjunum. Það er verk að vinna til að ná tökum á verðbólgu. Stærsta verkefni hagstjórnarinnar verður að koma böndum á verðbólguna til heilla fyrir allt samfélagið. Brýnt er að sjá hvernig þessar aðgerðir stjórnvalda koma til með að hafa áhrif. Ljóst er þó að lækki verðbólgan ekki nokkuð á næstu mánuðum, þá er aðkallandi að fara í frekari aðgerðir til að kveða verðbólgudrauginn í kútinn. Ávallt verða stjórnvöld að huga mest að þeim sem eru í viðkvæmri efnahagslegri stöðu. Höfundur er ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar