22 ára og rekur einn vinsælasta veitingastaðinn á Ströndum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. júlí 2022 14:05 Guðrún Ásla eigandi Café Riis á Hólmavík að vinna inn í eldhúsi staðarins með einum af starfsmanni veitingastaðarins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún er ekki nema tuttugu og tveggja ára en á og rekur einn vinsælasta veitingastað á Ströndum, Café Riis á Hólmavík. Hér erum við að tala um Guðrúnu Áslu Atladóttur, sem hefur auk þessa lokið BA-gráðu í arkitektúr. Guðrún Ásla keypti og tók við rekstri Café Riis um síðustu áramót af frændfólki sínu, þeim Báru Karlsdóttur og Kristjáni Jóhannssyni, sem ráku Café Riis frá 2005. Café Riis er í elsta húsinu á Hólmavík, byggt árið 1897 en var gert upp árið 1995 og því breytt í veitingastað. Nýi eigandinn hefur fengið mjög góðar viðtökur og það er oft brjálað að gera á staðnum enda staðurinn rómaður fyrir frábærar pizzur svo eitthvað sé nefnt. Fjölskylda Guðrúnar og vinir og vandamenn hafa verið duglegir að hjálpa henni. „Ég varð bara brjáluð fyrir þessum stað, ég hugsaði bara hvenær væri hægt að halda áfram að vera með þennan frábæra stað. Þetta er mjög mikilvægur staður fyrir samfélagið,“ segir Guðrún og bætir við. „Jú, ég er svolítið ung fyrir þetta en þá er maður með meiri orku og maður er að læra mjög mikið mjög fljótt.“ Staðurinn er til dæmis rómaður fyrir frábærar pizzur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún segist vera mjög opin fyrir nýjum hugmyndum með rekstur staðarins, breyting á matseðli, óvæntar uppákomu og fleira og fleira, hún sjái tækifæri í hverju horni. En hvernig viðbrögð hefur hún fengið við staðnum eftir að hún tók við ? „Allt mjög jákvætt, það er allavega það sem ég er búin að heyra.“ Heimasíða staðarins Fréttin hefur verið leiðrétt. Í upprunalegri útgáfu sagði að Guðrún væri arkitekt en hún hefur lokið BA-gráðu í arkitektúr. Strandabyggð Veitingastaðir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent Fleiri fréttir Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Sjá meira
Guðrún Ásla keypti og tók við rekstri Café Riis um síðustu áramót af frændfólki sínu, þeim Báru Karlsdóttur og Kristjáni Jóhannssyni, sem ráku Café Riis frá 2005. Café Riis er í elsta húsinu á Hólmavík, byggt árið 1897 en var gert upp árið 1995 og því breytt í veitingastað. Nýi eigandinn hefur fengið mjög góðar viðtökur og það er oft brjálað að gera á staðnum enda staðurinn rómaður fyrir frábærar pizzur svo eitthvað sé nefnt. Fjölskylda Guðrúnar og vinir og vandamenn hafa verið duglegir að hjálpa henni. „Ég varð bara brjáluð fyrir þessum stað, ég hugsaði bara hvenær væri hægt að halda áfram að vera með þennan frábæra stað. Þetta er mjög mikilvægur staður fyrir samfélagið,“ segir Guðrún og bætir við. „Jú, ég er svolítið ung fyrir þetta en þá er maður með meiri orku og maður er að læra mjög mikið mjög fljótt.“ Staðurinn er til dæmis rómaður fyrir frábærar pizzur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún segist vera mjög opin fyrir nýjum hugmyndum með rekstur staðarins, breyting á matseðli, óvæntar uppákomu og fleira og fleira, hún sjái tækifæri í hverju horni. En hvernig viðbrögð hefur hún fengið við staðnum eftir að hún tók við ? „Allt mjög jákvætt, það er allavega það sem ég er búin að heyra.“ Heimasíða staðarins Fréttin hefur verið leiðrétt. Í upprunalegri útgáfu sagði að Guðrún væri arkitekt en hún hefur lokið BA-gráðu í arkitektúr.
Strandabyggð Veitingastaðir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent Fleiri fréttir Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Sjá meira