Hælspyrnuhetjan og fleiri um markið ótrúlega: Ég get ekki útskýrt hvað gerðist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2022 09:30 Alessia Russo fagnar hér markinu sínu í gær. Getty/James Gill Ensku ljónynjurnar eru á góðri leið með að vinna langþráðan titil fyrir enska landsliðið í knattspyrnu en þær unnu frábæran 4-0 sigur á Svíum í undanúrslitaleik Evrópumótsins í gær. Af þessum fjórum mörkum eru auðvitað flestir að tala um þriðja markið sem varamaðurinn Alessia Russo skoraði með eftirminnilegri hælspyrnu. Russo hefur skorað fjögur mörk á mótinu eftir að hafa komið inn á sem varamaður og það er ekki oft sem ein af stjörnum stórmóts sé leikmaður sem kemst ekki í byrjunarlið. Alessia Russo og fleiri leikmenn enska liðsins voru spurðar út í þetta magnaða mark eftir leikinn. Váááá! Russo með ótrúlegt mark. Hællinn var það! Englendingar komnir í 3-0 og Russo með sitt fjórða mark á mótinu - öll af bekknum pic.twitter.com/hgnhUmYVdy— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 26, 2022 „Eftir að ég hafði klúðrað dauðafærinu þá hugsaði ég: Ég verð að gera eitthvað í þessu. Hælspyrnan var fljótasta leiðin til að koma boltanum í markið. Þetta féll vel fyrir mig og ég hafði heppnina með mér því boltinn fór í markið,“ sagði Alessia Russo sjálf og bætti við: „Ég get ekki útskýrt hvað gerðist á þessum tímapunkti. Ég hugsaði bara ég verð að reyna að skjóta og boltinn fór inn. Ég var ánægð með það,“ sagði Russo. „Svakalegt. Ég var auðvitað hoppandi eins og allar hinar því þetta var bara ótrúlegt. Ég er svo stolt af henni og ferðalaginu hennar. Hún mun bara verða betri og betri. Það eru svo mikil forréttindi fyrir mig að vera í þessum hóp með alla hæfileikaríku leikmennina sem við höfum og Alessia hefur verið stórkostlegt,“ sagði Ellen White, sem Russo leysti af hólmi í gær. „Dónalegt, já mjög dónalegt. Ég man eftir því að hafa öskrað á hana því hún átti að skora úr fyrra færinu en svo bætti hún fyrir það með þessu. Hrós á hana því hún hefur átt ótrúlegt mót. Ég held að hún sé með klikkaða tölfræði yfir það hversu mörg mörk og stoðsendingar hún býr til á mínútu spilaðar en hún hefur átt ótrúlegt mót,“ sagði Georgia Stanway. Hér fyrir neðan má sjá hvað þær og fleiri höfðu að segja um hælspyrnumarkið eftirminnilega. Klippa: Markið hjá Alessiu Russo EM 2022 í Englandi Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira
Af þessum fjórum mörkum eru auðvitað flestir að tala um þriðja markið sem varamaðurinn Alessia Russo skoraði með eftirminnilegri hælspyrnu. Russo hefur skorað fjögur mörk á mótinu eftir að hafa komið inn á sem varamaður og það er ekki oft sem ein af stjörnum stórmóts sé leikmaður sem kemst ekki í byrjunarlið. Alessia Russo og fleiri leikmenn enska liðsins voru spurðar út í þetta magnaða mark eftir leikinn. Váááá! Russo með ótrúlegt mark. Hællinn var það! Englendingar komnir í 3-0 og Russo með sitt fjórða mark á mótinu - öll af bekknum pic.twitter.com/hgnhUmYVdy— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 26, 2022 „Eftir að ég hafði klúðrað dauðafærinu þá hugsaði ég: Ég verð að gera eitthvað í þessu. Hælspyrnan var fljótasta leiðin til að koma boltanum í markið. Þetta féll vel fyrir mig og ég hafði heppnina með mér því boltinn fór í markið,“ sagði Alessia Russo sjálf og bætti við: „Ég get ekki útskýrt hvað gerðist á þessum tímapunkti. Ég hugsaði bara ég verð að reyna að skjóta og boltinn fór inn. Ég var ánægð með það,“ sagði Russo. „Svakalegt. Ég var auðvitað hoppandi eins og allar hinar því þetta var bara ótrúlegt. Ég er svo stolt af henni og ferðalaginu hennar. Hún mun bara verða betri og betri. Það eru svo mikil forréttindi fyrir mig að vera í þessum hóp með alla hæfileikaríku leikmennina sem við höfum og Alessia hefur verið stórkostlegt,“ sagði Ellen White, sem Russo leysti af hólmi í gær. „Dónalegt, já mjög dónalegt. Ég man eftir því að hafa öskrað á hana því hún átti að skora úr fyrra færinu en svo bætti hún fyrir það með þessu. Hrós á hana því hún hefur átt ótrúlegt mót. Ég held að hún sé með klikkaða tölfræði yfir það hversu mörg mörk og stoðsendingar hún býr til á mínútu spilaðar en hún hefur átt ótrúlegt mót,“ sagði Georgia Stanway. Hér fyrir neðan má sjá hvað þær og fleiri höfðu að segja um hælspyrnumarkið eftirminnilega. Klippa: Markið hjá Alessiu Russo
EM 2022 í Englandi Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira