Stóð af sér vatnavextina Eiður Þór Árnason skrifar 28. júlí 2022 10:51 Svona var staðan við brúnna yfir Jökulsá á Sólheimasandi í gær. Vegagerðin Ekki þurfti að loka bráðabirgðabrúnni yfir Jökulsá á Sólheimasandi þrátt fyrir mikla vatnavexti síðustu sólarhringa en á þriðjudag varaði Vegagerðin við því að óljóst væri hvort brúin myndi standa af sér vatnsflauminn. Bjargaði það brúnni að grafa djúpa rás í árfarveginn þannig að meira vatn kæmist undir brúnna en ráðist var í þær aðgerðir þegar ljóst var í hvað stefndi. Mikil úrkoma hefur verið á sunnanverðu landinu og gaf Veðurstofan úr gula viðvörun vegna þessa. Þá var Vegagerðin með sérstakt eftirlit með brúm og vegum á hringveginum. Gríðarlega mikið vatn var í ám á öllu Suðurlandi, meðal annars í Jökulsá, Bakkakotsá og Svaðbælisá. Að sögn Vegagerðarinnar hefði vatnið í Jökulsá ekki mátt hækka mikið meira áður en að grípa hefði þurft til frekari aðgerða. „Hefði farvegurinn ekki verið dýpkaður má ætla að hækkunin hefði haldið áfram með sama hraða og rjúfa hefði þurft veginn beggja vegna bráðabirgðabrúarinnar. Til þess kom ekki og er ástandið nú orðið eðlilegt,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Um klukkan 16 þann 26. júlí má sjá lækkunina sem var tilkomin vegna þess að árfarvegurinn var dýpkaður. Síðan hækkar jafnt og þétt þar til það verður skörp hækkun að morgni 27. júlí. Lítið lón fyrir framan sporð Sólheimajökuls tempraði hækkunina lítilega og tafði hana.Vegagerðin Unnið er að smíði nýrrar brúar við Jökulsá á Sólheimasandi og á meðan er umferð beint um hjáleið og umrædda bráðabirgðabrú. Bráðabirgðabrúin er reist á 12 metra löngum stálstaurum sem reknir eru niður í árfarveginn og var því gott svigrúm til að dýpka undir miðri brúnni. Veður Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Tengdar fréttir Óljóst hvort brúin við Jökulsá standi af sér vatnsflauminn Búast má við miklum vatnavöxtum á sunnanverðu landinu í dag vegna mikillar rigningar og er óljóst hvort bráðabirgðabrú við Jökulsá á Sólheimasandi standi af sér vatnsflauminn. 27. júlí 2022 10:11 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
Bjargaði það brúnni að grafa djúpa rás í árfarveginn þannig að meira vatn kæmist undir brúnna en ráðist var í þær aðgerðir þegar ljóst var í hvað stefndi. Mikil úrkoma hefur verið á sunnanverðu landinu og gaf Veðurstofan úr gula viðvörun vegna þessa. Þá var Vegagerðin með sérstakt eftirlit með brúm og vegum á hringveginum. Gríðarlega mikið vatn var í ám á öllu Suðurlandi, meðal annars í Jökulsá, Bakkakotsá og Svaðbælisá. Að sögn Vegagerðarinnar hefði vatnið í Jökulsá ekki mátt hækka mikið meira áður en að grípa hefði þurft til frekari aðgerða. „Hefði farvegurinn ekki verið dýpkaður má ætla að hækkunin hefði haldið áfram með sama hraða og rjúfa hefði þurft veginn beggja vegna bráðabirgðabrúarinnar. Til þess kom ekki og er ástandið nú orðið eðlilegt,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Um klukkan 16 þann 26. júlí má sjá lækkunina sem var tilkomin vegna þess að árfarvegurinn var dýpkaður. Síðan hækkar jafnt og þétt þar til það verður skörp hækkun að morgni 27. júlí. Lítið lón fyrir framan sporð Sólheimajökuls tempraði hækkunina lítilega og tafði hana.Vegagerðin Unnið er að smíði nýrrar brúar við Jökulsá á Sólheimasandi og á meðan er umferð beint um hjáleið og umrædda bráðabirgðabrú. Bráðabirgðabrúin er reist á 12 metra löngum stálstaurum sem reknir eru niður í árfarveginn og var því gott svigrúm til að dýpka undir miðri brúnni.
Veður Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Tengdar fréttir Óljóst hvort brúin við Jökulsá standi af sér vatnsflauminn Búast má við miklum vatnavöxtum á sunnanverðu landinu í dag vegna mikillar rigningar og er óljóst hvort bráðabirgðabrú við Jökulsá á Sólheimasandi standi af sér vatnsflauminn. 27. júlí 2022 10:11 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
Óljóst hvort brúin við Jökulsá standi af sér vatnsflauminn Búast má við miklum vatnavöxtum á sunnanverðu landinu í dag vegna mikillar rigningar og er óljóst hvort bráðabirgðabrú við Jökulsá á Sólheimasandi standi af sér vatnsflauminn. 27. júlí 2022 10:11