Úkraína ætlar að útvega Evrópu rafmagn Heimir Már Pétursson skrifar 28. júlí 2022 21:47 Volodymyr Zelenskyy segir að búið sé að tengja raforkukerfi Úkraínu á methraða við raforkukerfi Evrópu. AP/Efrem Blavatsky Almenningur í Þýskalandi er byrjaður að undirbúa sig undir kaldan vetur vegna þess að Rússar hafa meira og minna skrúfað fyrir gasflutninga til landsins. Í Köln er hiti lækkaður í mörgum fjölbýlishúsum yfir nóttina til að spara gasið. Þá hefur víða verið hætt að hita upp sundlaugar og sundlaugargestir verða að taka kalda sturtu. Rússneska orkufyrirtækið Gazprom dró enn úr gasflutningum til Evrópu í gær og afhendir nú aðeins um 20 prósent af því sem samið var um. Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseti segir að verið sé að undirbúa útflutning á raforku til Evrópu. Rússar orkufyrirtækið Gazprom hefur smátt og smátt dregið úr streymi á jarðgasi til Þýskalands og annarra Evrópuríkja. Í gær skúrfaði fyrirtækið afhendinguna niður í aðeins 20 prósent af því sem því ber að afhenda samkvæmt samningum.AP/Michael Probst „Þrátt fyrir stríðið höfum við tryggt tengingu úkraínska orkunetsins við orkunet allrar Evrópu á mettíma. Útflutningur okkar gerir okkur ekki aðeins kleift að afla gjaldeyris heldur einnig að hjálpa félögum okkar að standast orkuþrýsting Rússa. Við munum smám saman gera Úkraínu að ábyrgðaraðila fyrir orkuöryggi Evrópu, þökk sé rafmagnsframleiðslu okkar innanlands,“ sagði forsetinn í daglegu ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkvöldi. Forsetinn greindi einnig frá því að hersveitum hans hefði tekist að eyðileggja þrjár brýr í Kerson héraði og þannig stöðvað birgðaflutninga Rússa að svæðinu. Brýrnar yrðu að sjálfsögðu endurbyggðar af Úkraínumönnum eftir að þeir hefðu náð svæðinu og samnefndri borg í suðurhluta landsins á sitt vald. 'ukraínsku stórskotaliðssveitum hefur tekist að einangra rússneskar hersveitir í Kerson héraði.AP/Evgeniy Maloletka „Hver sem áhrif Rússa eru þá munum við brjóta þau á bak aftur. Við munum frelsa landsvæði með hersveitum okkar, eftir diplómatískum leiðum og ráðum þar til við komum að löglegum landamærum Úkraínu,“ sagði Volodymir Zelenskyy. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Þýskaland Evrópusambandið Orkumál Tengdar fréttir Segir eldflaugum hafa verið skotið frá Hvíta-Rússlandi Héraðsstjórinn í Chernhiv, Viacheslav Chaus, segir eldflaugum hafa verið skotið á svæðið í morgun. Hann segir flaugarnar hafa komið frá Hvíta-Rússlandi. 28. júlí 2022 06:54 Úkraínuforseti segir 40 þúsund Rússa hafa fallið í innrásinni Úkraínuforseti segir að fjörutíu þúsund Rússneskir hermenn hafi fallið í innrásinni í Úkraínu. Her landsins hefur vaxið ásmegin eftir að hann fékk langdræg og nákvæm eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og Evrópuríkjum. Vonast er til að kornútflutningur geti hafist innan fárra daga. 27. júlí 2022 22:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Þá hefur víða verið hætt að hita upp sundlaugar og sundlaugargestir verða að taka kalda sturtu. Rússneska orkufyrirtækið Gazprom dró enn úr gasflutningum til Evrópu í gær og afhendir nú aðeins um 20 prósent af því sem samið var um. Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseti segir að verið sé að undirbúa útflutning á raforku til Evrópu. Rússar orkufyrirtækið Gazprom hefur smátt og smátt dregið úr streymi á jarðgasi til Þýskalands og annarra Evrópuríkja. Í gær skúrfaði fyrirtækið afhendinguna niður í aðeins 20 prósent af því sem því ber að afhenda samkvæmt samningum.AP/Michael Probst „Þrátt fyrir stríðið höfum við tryggt tengingu úkraínska orkunetsins við orkunet allrar Evrópu á mettíma. Útflutningur okkar gerir okkur ekki aðeins kleift að afla gjaldeyris heldur einnig að hjálpa félögum okkar að standast orkuþrýsting Rússa. Við munum smám saman gera Úkraínu að ábyrgðaraðila fyrir orkuöryggi Evrópu, þökk sé rafmagnsframleiðslu okkar innanlands,“ sagði forsetinn í daglegu ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkvöldi. Forsetinn greindi einnig frá því að hersveitum hans hefði tekist að eyðileggja þrjár brýr í Kerson héraði og þannig stöðvað birgðaflutninga Rússa að svæðinu. Brýrnar yrðu að sjálfsögðu endurbyggðar af Úkraínumönnum eftir að þeir hefðu náð svæðinu og samnefndri borg í suðurhluta landsins á sitt vald. 'ukraínsku stórskotaliðssveitum hefur tekist að einangra rússneskar hersveitir í Kerson héraði.AP/Evgeniy Maloletka „Hver sem áhrif Rússa eru þá munum við brjóta þau á bak aftur. Við munum frelsa landsvæði með hersveitum okkar, eftir diplómatískum leiðum og ráðum þar til við komum að löglegum landamærum Úkraínu,“ sagði Volodymir Zelenskyy.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Þýskaland Evrópusambandið Orkumál Tengdar fréttir Segir eldflaugum hafa verið skotið frá Hvíta-Rússlandi Héraðsstjórinn í Chernhiv, Viacheslav Chaus, segir eldflaugum hafa verið skotið á svæðið í morgun. Hann segir flaugarnar hafa komið frá Hvíta-Rússlandi. 28. júlí 2022 06:54 Úkraínuforseti segir 40 þúsund Rússa hafa fallið í innrásinni Úkraínuforseti segir að fjörutíu þúsund Rússneskir hermenn hafi fallið í innrásinni í Úkraínu. Her landsins hefur vaxið ásmegin eftir að hann fékk langdræg og nákvæm eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og Evrópuríkjum. Vonast er til að kornútflutningur geti hafist innan fárra daga. 27. júlí 2022 22:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Segir eldflaugum hafa verið skotið frá Hvíta-Rússlandi Héraðsstjórinn í Chernhiv, Viacheslav Chaus, segir eldflaugum hafa verið skotið á svæðið í morgun. Hann segir flaugarnar hafa komið frá Hvíta-Rússlandi. 28. júlí 2022 06:54
Úkraínuforseti segir 40 þúsund Rússa hafa fallið í innrásinni Úkraínuforseti segir að fjörutíu þúsund Rússneskir hermenn hafi fallið í innrásinni í Úkraínu. Her landsins hefur vaxið ásmegin eftir að hann fékk langdræg og nákvæm eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og Evrópuríkjum. Vonast er til að kornútflutningur geti hafist innan fárra daga. 27. júlí 2022 22:00