Úkraína ætlar að útvega Evrópu rafmagn Heimir Már Pétursson skrifar 28. júlí 2022 21:47 Volodymyr Zelenskyy segir að búið sé að tengja raforkukerfi Úkraínu á methraða við raforkukerfi Evrópu. AP/Efrem Blavatsky Almenningur í Þýskalandi er byrjaður að undirbúa sig undir kaldan vetur vegna þess að Rússar hafa meira og minna skrúfað fyrir gasflutninga til landsins. Í Köln er hiti lækkaður í mörgum fjölbýlishúsum yfir nóttina til að spara gasið. Þá hefur víða verið hætt að hita upp sundlaugar og sundlaugargestir verða að taka kalda sturtu. Rússneska orkufyrirtækið Gazprom dró enn úr gasflutningum til Evrópu í gær og afhendir nú aðeins um 20 prósent af því sem samið var um. Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseti segir að verið sé að undirbúa útflutning á raforku til Evrópu. Rússar orkufyrirtækið Gazprom hefur smátt og smátt dregið úr streymi á jarðgasi til Þýskalands og annarra Evrópuríkja. Í gær skúrfaði fyrirtækið afhendinguna niður í aðeins 20 prósent af því sem því ber að afhenda samkvæmt samningum.AP/Michael Probst „Þrátt fyrir stríðið höfum við tryggt tengingu úkraínska orkunetsins við orkunet allrar Evrópu á mettíma. Útflutningur okkar gerir okkur ekki aðeins kleift að afla gjaldeyris heldur einnig að hjálpa félögum okkar að standast orkuþrýsting Rússa. Við munum smám saman gera Úkraínu að ábyrgðaraðila fyrir orkuöryggi Evrópu, þökk sé rafmagnsframleiðslu okkar innanlands,“ sagði forsetinn í daglegu ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkvöldi. Forsetinn greindi einnig frá því að hersveitum hans hefði tekist að eyðileggja þrjár brýr í Kerson héraði og þannig stöðvað birgðaflutninga Rússa að svæðinu. Brýrnar yrðu að sjálfsögðu endurbyggðar af Úkraínumönnum eftir að þeir hefðu náð svæðinu og samnefndri borg í suðurhluta landsins á sitt vald. 'ukraínsku stórskotaliðssveitum hefur tekist að einangra rússneskar hersveitir í Kerson héraði.AP/Evgeniy Maloletka „Hver sem áhrif Rússa eru þá munum við brjóta þau á bak aftur. Við munum frelsa landsvæði með hersveitum okkar, eftir diplómatískum leiðum og ráðum þar til við komum að löglegum landamærum Úkraínu,“ sagði Volodymir Zelenskyy. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Þýskaland Evrópusambandið Orkumál Tengdar fréttir Segir eldflaugum hafa verið skotið frá Hvíta-Rússlandi Héraðsstjórinn í Chernhiv, Viacheslav Chaus, segir eldflaugum hafa verið skotið á svæðið í morgun. Hann segir flaugarnar hafa komið frá Hvíta-Rússlandi. 28. júlí 2022 06:54 Úkraínuforseti segir 40 þúsund Rússa hafa fallið í innrásinni Úkraínuforseti segir að fjörutíu þúsund Rússneskir hermenn hafi fallið í innrásinni í Úkraínu. Her landsins hefur vaxið ásmegin eftir að hann fékk langdræg og nákvæm eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og Evrópuríkjum. Vonast er til að kornútflutningur geti hafist innan fárra daga. 27. júlí 2022 22:00 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Sjá meira
Þá hefur víða verið hætt að hita upp sundlaugar og sundlaugargestir verða að taka kalda sturtu. Rússneska orkufyrirtækið Gazprom dró enn úr gasflutningum til Evrópu í gær og afhendir nú aðeins um 20 prósent af því sem samið var um. Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseti segir að verið sé að undirbúa útflutning á raforku til Evrópu. Rússar orkufyrirtækið Gazprom hefur smátt og smátt dregið úr streymi á jarðgasi til Þýskalands og annarra Evrópuríkja. Í gær skúrfaði fyrirtækið afhendinguna niður í aðeins 20 prósent af því sem því ber að afhenda samkvæmt samningum.AP/Michael Probst „Þrátt fyrir stríðið höfum við tryggt tengingu úkraínska orkunetsins við orkunet allrar Evrópu á mettíma. Útflutningur okkar gerir okkur ekki aðeins kleift að afla gjaldeyris heldur einnig að hjálpa félögum okkar að standast orkuþrýsting Rússa. Við munum smám saman gera Úkraínu að ábyrgðaraðila fyrir orkuöryggi Evrópu, þökk sé rafmagnsframleiðslu okkar innanlands,“ sagði forsetinn í daglegu ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkvöldi. Forsetinn greindi einnig frá því að hersveitum hans hefði tekist að eyðileggja þrjár brýr í Kerson héraði og þannig stöðvað birgðaflutninga Rússa að svæðinu. Brýrnar yrðu að sjálfsögðu endurbyggðar af Úkraínumönnum eftir að þeir hefðu náð svæðinu og samnefndri borg í suðurhluta landsins á sitt vald. 'ukraínsku stórskotaliðssveitum hefur tekist að einangra rússneskar hersveitir í Kerson héraði.AP/Evgeniy Maloletka „Hver sem áhrif Rússa eru þá munum við brjóta þau á bak aftur. Við munum frelsa landsvæði með hersveitum okkar, eftir diplómatískum leiðum og ráðum þar til við komum að löglegum landamærum Úkraínu,“ sagði Volodymir Zelenskyy.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Þýskaland Evrópusambandið Orkumál Tengdar fréttir Segir eldflaugum hafa verið skotið frá Hvíta-Rússlandi Héraðsstjórinn í Chernhiv, Viacheslav Chaus, segir eldflaugum hafa verið skotið á svæðið í morgun. Hann segir flaugarnar hafa komið frá Hvíta-Rússlandi. 28. júlí 2022 06:54 Úkraínuforseti segir 40 þúsund Rússa hafa fallið í innrásinni Úkraínuforseti segir að fjörutíu þúsund Rússneskir hermenn hafi fallið í innrásinni í Úkraínu. Her landsins hefur vaxið ásmegin eftir að hann fékk langdræg og nákvæm eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og Evrópuríkjum. Vonast er til að kornútflutningur geti hafist innan fárra daga. 27. júlí 2022 22:00 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Sjá meira
Segir eldflaugum hafa verið skotið frá Hvíta-Rússlandi Héraðsstjórinn í Chernhiv, Viacheslav Chaus, segir eldflaugum hafa verið skotið á svæðið í morgun. Hann segir flaugarnar hafa komið frá Hvíta-Rússlandi. 28. júlí 2022 06:54
Úkraínuforseti segir 40 þúsund Rússa hafa fallið í innrásinni Úkraínuforseti segir að fjörutíu þúsund Rússneskir hermenn hafi fallið í innrásinni í Úkraínu. Her landsins hefur vaxið ásmegin eftir að hann fékk langdræg og nákvæm eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og Evrópuríkjum. Vonast er til að kornútflutningur geti hafist innan fárra daga. 27. júlí 2022 22:00