Annar öflugur jarðskjálfti mældist rétt eftir klukkan átta í morgun en sá var 4,2 að stærð og mældist um 3,8 kílómetra norðaustur af Krýsuvík.
Stöðug skjálftavirkni hefur verið í nótt og ríflega sjö hundruð skjálftar hafa mælst frá miðnætti, þar af fjórir yfir 4,0 að stærð. Nokkuð öflugur skjálfti reið yfir klukkan korter í þrjú í nótt en hann mældist 4,3 á Richter.

Stærsti skjálftinn til þessa í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir klukkan tólf mínútur í sex í gærkvöldi og var 5,4 að stærð. Skjálftarnir hafa verið að mælast á grynnra dýpi sem sérfræðingur segir benda til kvikuhlaups.
Fréttin hefur verið uppfærð.