England vann úrslitaleikinn í gær 2-1 eftir sigurmark Chloe Kelly í framlengingu og vann þar sem fyrsta stóra titil landsins í fótbolta frá því að karlaliðið vann HM árið 1966, eftir sigur á Vestur-Þýskalandi í úrslitum á gamla Wembley.
Elísabet segir árangur liðsins gera mikið fyrir ungar konur í landinu og hann muni hafa áhrif víðar en aðeins innan fótboltans í Bretlandi.
„Mínar hlýjustu hamingjuóskir, og frá fjölskyldu minni, til ykkar allra fyrir að vinna Evrópumót kvenna í fótbolta. Þetta er stórt afrek fyrir allt liðið, þar á meðal starfsfólk utan vallar.“
„Evrópumótið og frammistaða ykkar þar hefur réttilega hlotið lof. Hins vegar nær árangurinn langt umfram bikarinn sem þið hafið verðskuldað unnið.“
„Þið hafið allar sýnt gott fordæmi sem verður innblástur fyrir stúlkur og konur í dag og fyrir komandi kynslóðir. Það er von mín að þið verðið jafn stoltar af áhrifunum sem þið hafið haft á ykkar íþrótt, líkt og þið eruð af árangri dagsins.“ segir í yfirlýsingu frá drottningunni.