Báðir skjálftar fundust vel á Suðurlandsbraut, þaðan sem þessi frétt er skrifuð og víðar á höfuðborgarsvæðinu.
Fyrstu mælingum ber þó að taka með fyrirvara þar sem þær geta verið ónákvæmar hvað varðar stærð og staðsetningu. Líklegast munu upplýsingar um minni skjálftann, sem var upprunalega talinn stærri, breytast eftir yfirferð gagna þar sem gæði þeirrar tilteknu mælingar eru um fimmtíu stig en þurfa að vera um 99 til að vera nákvæm.
Skjálftarnir tveir riðu yfir aðeins korteri eftir að snarpur skjálfti að stærð 4,1 reið yfir klukkan 23:15, um 5,6 kílómetra norðnorðaustur af Krýsuvík. Sá fannst einnig víða á höfuðborgarsvæðinu. Fleiri skjálftar fygldu svo um og upp úr miðnætti.
Meira en tíu þúsund skjálftar hafa riðið yfir í núverandi jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Skjálftavirknin er farin að færast ofar en hún gerði í fyrstu vegna kvikuhlaups sem er að brjóta sér leið upp á yfirborðið.
Fréttin var síðast uppfærð 01:27 en frekari frétta og upplýsinga um skjálftana má vænta í fyrramálið.