„Vil bara að þau séu sett til hliðar“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. ágúst 2022 19:28 Arndís komst ekki leiðar sinnar í gær vegna Hopp-hjóls sem búið var að leggja yfir þvera gangstéttina. Skjáskot Arndís Hrund Guðmarsdóttir notar hjólastól og hefur upp á síðkastið lent í því í að komast ekki ferðar sinnar vegna rafhlaupahjóla sem búið er að leggja þvert yfir gangstéttina. Hún hefur ekkert á móti hjólunum sjálfum en telur menningarbreytingar þörf svo fólk leggi hjólunum betur. Eiginmaður Arndísar, Árni Ragnheiðar Salómonsson, birti mynd á Facebook í gær af Arndísi og hundi þeirra, Ísari, fyrir framan Hopp-hjól sem búið var að leggja rammskökku á miðri gangstéttinni þannig að þau komust ekki leiðar sinn. Í færslunni skrifaði hann „Við Arndís, Ísar og Árni erum ekki á móti leiguhlaupahjólum en þegar menningin er að leggja þeim svona þá...“ og skrifaði svo til viðbótar „bætum menninguna og leggjum þeim til hliðar!“ Fólk sem notar hjólastóla, er á hækjum eða með barnavagna verði fyrir áhrifum Blaðamaður heyrði í Arndísi til að spyrja út í atvikið og lagningu rafhlaupahjóla. Arndís segist ekki lenda oft í því að komast ekki leiðar sinnar vegna hjóla á miðjum gangstéttum en það komi fyrir og hún hafi jafnframt heyrt frá mörgum vinum sínum sem hafi lent í sambærilegum atvikum. Hún bætir við að þetta hafi aukist eftir að Hopp-hjólin og önnur leigurafhjól komu til sögunnar. Það sleppi þegar hún hafi einhvern með sér til að færa hjólið en ef hún er ein á ferð getur hún ekkert gert nema að gera sér langa lykkju. Arndís telur að breyti þurfi menningunni svo notendur leigurafhjóla leggi hjólum sínum betur og fólk komist leiðar sinnar.Skjáskot. Það séu hins vegar ekki bara rafhlaupahjólin sem geta valdið þessu heldur gerist þetta einnig þegar fólk leggur bílum sínum upp á stétt. „Þetta er óþægilegt af því stundum hef ég lent í því að þurfa að fara lengst til baka niður götuna og eftir krókaleiðum til að komast fram hjá og aftur upp á gangstéttina,“ segir Arndís. Þá segir Arndís að það sé ekki bara fólk sem notar hjólastóla sem lendi í vandræðum með að komast leiðar sinnar vegna þessa heldur líka fólk með barnavagna og fólk á hækjum. Arndís segist samt alls ekki vera á móti hjólunum, hún vill „bara að þau séu sett til hliðar“ og telur að það þurfi að skapa menningu fyrir því að fólk leggi hjólunum sínum betur svo fólk komist leiðar sinnar. Jafnréttismál Samgöngur Rafhlaupahjól Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Sjá meira
Eiginmaður Arndísar, Árni Ragnheiðar Salómonsson, birti mynd á Facebook í gær af Arndísi og hundi þeirra, Ísari, fyrir framan Hopp-hjól sem búið var að leggja rammskökku á miðri gangstéttinni þannig að þau komust ekki leiðar sinn. Í færslunni skrifaði hann „Við Arndís, Ísar og Árni erum ekki á móti leiguhlaupahjólum en þegar menningin er að leggja þeim svona þá...“ og skrifaði svo til viðbótar „bætum menninguna og leggjum þeim til hliðar!“ Fólk sem notar hjólastóla, er á hækjum eða með barnavagna verði fyrir áhrifum Blaðamaður heyrði í Arndísi til að spyrja út í atvikið og lagningu rafhlaupahjóla. Arndís segist ekki lenda oft í því að komast ekki leiðar sinnar vegna hjóla á miðjum gangstéttum en það komi fyrir og hún hafi jafnframt heyrt frá mörgum vinum sínum sem hafi lent í sambærilegum atvikum. Hún bætir við að þetta hafi aukist eftir að Hopp-hjólin og önnur leigurafhjól komu til sögunnar. Það sleppi þegar hún hafi einhvern með sér til að færa hjólið en ef hún er ein á ferð getur hún ekkert gert nema að gera sér langa lykkju. Arndís telur að breyti þurfi menningunni svo notendur leigurafhjóla leggi hjólum sínum betur og fólk komist leiðar sinnar.Skjáskot. Það séu hins vegar ekki bara rafhlaupahjólin sem geta valdið þessu heldur gerist þetta einnig þegar fólk leggur bílum sínum upp á stétt. „Þetta er óþægilegt af því stundum hef ég lent í því að þurfa að fara lengst til baka niður götuna og eftir krókaleiðum til að komast fram hjá og aftur upp á gangstéttina,“ segir Arndís. Þá segir Arndís að það sé ekki bara fólk sem notar hjólastóla sem lendi í vandræðum með að komast leiðar sinnar vegna þessa heldur líka fólk með barnavagna og fólk á hækjum. Arndís segist samt alls ekki vera á móti hjólunum, hún vill „bara að þau séu sett til hliðar“ og telur að það þurfi að skapa menningu fyrir því að fólk leggi hjólunum sínum betur svo fólk komist leiðar sinnar.
Jafnréttismál Samgöngur Rafhlaupahjól Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Sjá meira