Þýska blaðið Bild slær því upp að þýsku stelpurnar þurfa ekki aðeins að svekkja sig yfir tapinu eftir þennan spennandi úrslitaleik heldur einnig yfir nýju svindli enskra á Wembley leikvanginum.
Fyrir 56 árum síðan vann karlalið Englands líka sigur á Þjóðverjum í framlengdum úrslitaleik. Markið sem kom enska liðinu yfir í framlengingunni er eitt umdeildasta mark allra tíma.
Sir Geoff Hurst átti þá skot sem fór í slá og niður á marklínuna. Línuvörðurinn dæmdi mark en ljósmyndir og sjónvarpsmyndir af atvikinu hafa ekki geta sannað að boltinn hafi farið yfir línuna.
Atvikið sem Þjóðverjar kalla nýtt Wembley svindl er þegar fyrirliði enska landsliðsins, Leah Williamson, bjargaði tvisvar sinnum á marklínu með nokkra sekúndna millibili.
Í annað skiptið leit út fyrir að Leah hafi notað hendina til að koma í veg fyrir að boltinn færi yfir marklínuna.
Und wieder Wembley-Betrug - trotz VAR! Das hat das DFB-Team nicht verdient! pic.twitter.com/BmSalH4nui
— Henning Feindt (@Karlo_Kolumna) July 31, 2022
Atvikið var skoðað af myndbandsdómurum leiksins en Varsjáin sá ekkert athugavert við þessa björgun Williamson.
Blaðamaður Bild skrifar um þetta nýja Wembley svindl og birtir myndir af þessum tveimur umdeildu atvikum á Wembley sem gerðust með 56 ára millibili.
„Aftur svindl á Wembley og það þrátt fyrir Var. Þýska liðið átti þetta ekki skilið,“ skrifaði þýski blaðamaðurinn Henning Feindt eins og sjá má hér fyrir neðan.