Þetta varð ljóst eftir jafntefli Norður-Makedóníu og Svíþjóðar í seinni leik dagsins annarri umferð í milliriðli íslenska liðsins á mótinu. Ísland hafði betur gegn Íran í fyrri leiknum í dag en íslenska liðið er taplaust á mótinu til þessa.
Fram kemur í umfjöllun handboltasambands Íslands um áfangann að um sögulegan árangur sé að ræða þar sem ekkert íslenskt kvennalandslið í nokkrum aldursflokki hafi áður komist í útsláttarkeppni stórmóts.
Ísland mætir Norður-Makedóníu í lokaumferð milliriðilsins á föstudaginn en á föstudagskvöldið kemur í ljós hver verður andstæðingur íslenska liðsins í átta liða úrslitum mótsins.
