Hlægilegar refsingar, klúður og miklar hræringar á degi eitt á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2022 08:01 Björgvin Karl Guðmundsson náði öðrum besta árangrinum í einni grein af þremur í gær en er í sjöunda sæti. Instagram/@bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson er efstur íslensku keppendanna eftir fyrsta daginn á heimsleikunum í CrossFit en hlutirnir fóru ekki alveg eins og skipuleggjendur höfðu séð fyrir sér á degi eitt á sextándu heimsleikunum. Það var bæði klúður keppnishaldara og veðurguðirnir sem settu mikinn svip á þennan upphafsdag keppninnar. Klúður í fyrstu grein Klúðrið var strax í fyrstu keppni þegar Finninn Jonne Koski virtist vera á góðri leið með að vinna öruggan sigur þegar tveir keppendur, Spencer Panchik og Lazar Dukić, voru allt í einu búnir langt á undan honum. Það var ljóst frá upphafi að þarna var eitthvað gruggugt í gangi og svo var líka raunin því þeir Panchik og Dukić slepptu því að hjóla einn hringinn. Þeir voru ekki þeir einu því stelpurnar Danielle Brandon og Elena Carratala Sanahuja urðu sekar um slíkt líka. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Refsingin var hins vegar hlægileg í keppni þar sem keppendur þurfa að spara orkuna fyrir langa keppni. Þessi fjögur kláruðu aldrei en kláruðu samt. Keppnishaldarar ákváðu að taka tímann á slakasta hringnum þeirra og bæta honum við lokatímann. Frekar ósanngjarnt að mati margra en greinilegt að dómararnir hafa tekið stóran hlut klúðursins á sig. Veðurguðirnir til leiðinda Það tók við annað vesen strax á eftir því í miðri fyrstu grein hjá liðunum þá tóku veðurguðirnir í taumana og mikil rigning sá til þess að seinni hópur liðanna þurfti að bíða lengi eftir því að keppa. Við þetta riðlaðist líka framhald keppninnar og mótshaldarar fóru að færa til greinar. Dagurinn í dag átti að vera frídagur hjá einstaklingum og liðum en eftir þessar frestanir og tilfærslur verður keppt í dag. Greinar sem áttu að fara fram á föstudag voru allt í einu komnar á dagskrá í gær og önnur greinin hefur enn ekki farið fram. Hafa átt betri daga En af íslenska keppnisfólkinu sem hefur átt betri daga en í gær. Björgvin Karl Guðmundsson er í sjöunda sæti eftir þrjár greinar í karlaflokki en hann er nú með 211 stig sem er þó bara 26 stigum frá verðlaunapalli en 59 stigum á eftir Ástralanum Ricky Garard sem er efstur. Björgvin Karl varð sjöundi í fyrstu grein, í 25. sæti í annarri grein en endaði síðan daginn á því að ná öðru sætinu í þriðju og síðustu grein dagsins. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Ricky Garard er skjólstæðingur Snorra Baróns Jónssonar og hefur Garard byrjað frábærlega í endurkomu sinni eftir tveggja ára bann vegna ólöglegrar lyfjanotkunar. Hann vann meðal annars fyrstu grein keppninnar. Þuríður Erla Helgadóttir er í sautjánda sæti í kvennakeppninni með 161 stig en efst er hin unga Mallory O'Brien með 270 stig. Mallory er átján ára en í öðru sæti er síðan hin sautján ára Emma Lawson. Emma er reyndar 27 stigum á eftir en hún er líka skjólstæðingur Snorra Baróns. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Þuríður Erla náði best áttunda sæti í annarri grein en varð í 23. og 19. sæti í hinum tveimur. Hin íslenska konan í einstaklingskeppninni, Sólveig Sigurðardóttir, er í 36. sæti eftir þessar fyrstu þrjár greinar en þrjátíu efstu komast í gegnum niðurskurðinn á laugardaginn. Tia-Clair Toomey á óvæntum stað Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey er síðan aðeins í áttunda sætinu með 209 stig en það kemur mikið á óvart. Tia varð í öðru sæti í fyrstu grein en síðan aðeins í 23. sæti í annarri greininni. Íslenska liðið, CrossFit Reykjavíkur, er ekki að byrja vel en Anníe Mist Þórisdóttir og félagar eru aðeins í sautjánda sæti eftir að hafa náð bara þrítugasta sætinu í seinni grein dagsins. Þau lentu í því að þurfa bíða lengi eftir því að keppa í fyrstu grein og það hafði örugglega mikil áhrif. CrossFit Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Sjá meira
Það var bæði klúður keppnishaldara og veðurguðirnir sem settu mikinn svip á þennan upphafsdag keppninnar. Klúður í fyrstu grein Klúðrið var strax í fyrstu keppni þegar Finninn Jonne Koski virtist vera á góðri leið með að vinna öruggan sigur þegar tveir keppendur, Spencer Panchik og Lazar Dukić, voru allt í einu búnir langt á undan honum. Það var ljóst frá upphafi að þarna var eitthvað gruggugt í gangi og svo var líka raunin því þeir Panchik og Dukić slepptu því að hjóla einn hringinn. Þeir voru ekki þeir einu því stelpurnar Danielle Brandon og Elena Carratala Sanahuja urðu sekar um slíkt líka. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Refsingin var hins vegar hlægileg í keppni þar sem keppendur þurfa að spara orkuna fyrir langa keppni. Þessi fjögur kláruðu aldrei en kláruðu samt. Keppnishaldarar ákváðu að taka tímann á slakasta hringnum þeirra og bæta honum við lokatímann. Frekar ósanngjarnt að mati margra en greinilegt að dómararnir hafa tekið stóran hlut klúðursins á sig. Veðurguðirnir til leiðinda Það tók við annað vesen strax á eftir því í miðri fyrstu grein hjá liðunum þá tóku veðurguðirnir í taumana og mikil rigning sá til þess að seinni hópur liðanna þurfti að bíða lengi eftir því að keppa. Við þetta riðlaðist líka framhald keppninnar og mótshaldarar fóru að færa til greinar. Dagurinn í dag átti að vera frídagur hjá einstaklingum og liðum en eftir þessar frestanir og tilfærslur verður keppt í dag. Greinar sem áttu að fara fram á föstudag voru allt í einu komnar á dagskrá í gær og önnur greinin hefur enn ekki farið fram. Hafa átt betri daga En af íslenska keppnisfólkinu sem hefur átt betri daga en í gær. Björgvin Karl Guðmundsson er í sjöunda sæti eftir þrjár greinar í karlaflokki en hann er nú með 211 stig sem er þó bara 26 stigum frá verðlaunapalli en 59 stigum á eftir Ástralanum Ricky Garard sem er efstur. Björgvin Karl varð sjöundi í fyrstu grein, í 25. sæti í annarri grein en endaði síðan daginn á því að ná öðru sætinu í þriðju og síðustu grein dagsins. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Ricky Garard er skjólstæðingur Snorra Baróns Jónssonar og hefur Garard byrjað frábærlega í endurkomu sinni eftir tveggja ára bann vegna ólöglegrar lyfjanotkunar. Hann vann meðal annars fyrstu grein keppninnar. Þuríður Erla Helgadóttir er í sautjánda sæti í kvennakeppninni með 161 stig en efst er hin unga Mallory O'Brien með 270 stig. Mallory er átján ára en í öðru sæti er síðan hin sautján ára Emma Lawson. Emma er reyndar 27 stigum á eftir en hún er líka skjólstæðingur Snorra Baróns. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Þuríður Erla náði best áttunda sæti í annarri grein en varð í 23. og 19. sæti í hinum tveimur. Hin íslenska konan í einstaklingskeppninni, Sólveig Sigurðardóttir, er í 36. sæti eftir þessar fyrstu þrjár greinar en þrjátíu efstu komast í gegnum niðurskurðinn á laugardaginn. Tia-Clair Toomey á óvæntum stað Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey er síðan aðeins í áttunda sætinu með 209 stig en það kemur mikið á óvart. Tia varð í öðru sæti í fyrstu grein en síðan aðeins í 23. sæti í annarri greininni. Íslenska liðið, CrossFit Reykjavíkur, er ekki að byrja vel en Anníe Mist Þórisdóttir og félagar eru aðeins í sautjánda sæti eftir að hafa náð bara þrítugasta sætinu í seinni grein dagsins. Þau lentu í því að þurfa bíða lengi eftir því að keppa í fyrstu grein og það hafði örugglega mikil áhrif.
CrossFit Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Sjá meira