„Ég varð að setjast niður og gráta“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. ágúst 2022 09:02 Mikill fjöldi lagði leið sína að gosinu í gær. Vísir/Eyþór Erlendir fjölmiðlar víða um um heim hafa fjallað um eldgosið við Meradali sem hófst í gær. Útgangspunkturinn hjá flestum virðist vera að gosið sé nærri Keflavíkurflugvelli og Reykjavík, þó tekið sé fram að engin hætta virðist vera á ferðum. Eldgosið við Fagradalsfjall á síðasta ári vakti mikla athygli erlendra fjölmiðla. Búast má við að það sama verði upp á teningnum nú. Á áberandi stað á forsíðu BBC má nálgast myndband frá gosstöðvunum þar sem meðal annars er rætt við tvo ferðamenn sem brugðu sér þangað í gærkvöldi. Viðtalið er tekið upp alveg við hraunbreiðuna og virtust miklar tilfinningar hafa gert vart við sig þegar þeir nálguðust eldgosið. „Ég varð að setjast niður og gráta því að þetta er svo fallegt,“ segir ferðamaðurinn við BBC. Líkt og fjallað var um á Vísi í gær og í morgun flykktust forvitnir ferðalangar að gosinu í gær. Var töluverður fjöldi við eldgosið og búast má við því að svo verði áfram næstu daga. Á vef Sky News er útgangspunkturinn að eldgosið sé nærri Keflavíkurflugvelli, þó tekið sé fram að líklega sé engin hætta á ferðum hvað varðara flug. Bretum er í fersku minni þegar eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 fór illa með flugumferð í Evrópu, enda er minnst á það í frétt Sky. VIDEO: People watch as lava spews out of a volcanic fissure in the Geldingadalir volcano in Iceland.The volcano erupted near the capital Reykjavik, spewing red hot lava and plumes of smoke out of a fissure in an uninhabited valley after several days of intense seismic activity pic.twitter.com/KFKqZXdoo7— AFP News Agency (@AFP) August 4, 2022 Bandaríska fréttastofan ABC News fjallar einnig um eldgosið og birtir myndir frá fréttaveitunni AP. Indverska fréttasíðan Zeenews fjallar einnig um gosið. Þar virðist útgangspunkturinn vera sá hversu mikill fjöldi skoðaði gosið strax í upphafi þess. Þar, eins og í frétt Sky News, eru lesendur fullvisaðir um að ólíklegt sé að gosið muni hafa áhrif á flugumferð í sama mæli og gosið í Eyjafjallajökli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn flykktust að eldgosinu Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum í Meradölum í gær til þess að freista þess að sjá eldgosið með eigin augum. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, sem fréttastofa ræddi við í gær, voru allir mjög spenntir. 4. ágúst 2022 07:38 Stöðugt streymi í gosinu í nótt Eldgosið í Meradölum hélt uppteknum hætti í nótt og breyttist lítið að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Þá er Norðvestanátt spáð og því ætti dreifing gass frá eldstöðinni að haldast óbreytt. 4. ágúst 2022 06:42 Dáðust að náttúrufegurðinni við gosið Ekki leið langur tími frá því að gos hófst að nýju nærri Fagradalsfjalli þar til fólk byrjaði að streyma að gosstöðvunum til að bera sjónarspilið augum. 3. ágúst 2022 20:51 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Eldgosið við Fagradalsfjall á síðasta ári vakti mikla athygli erlendra fjölmiðla. Búast má við að það sama verði upp á teningnum nú. Á áberandi stað á forsíðu BBC má nálgast myndband frá gosstöðvunum þar sem meðal annars er rætt við tvo ferðamenn sem brugðu sér þangað í gærkvöldi. Viðtalið er tekið upp alveg við hraunbreiðuna og virtust miklar tilfinningar hafa gert vart við sig þegar þeir nálguðust eldgosið. „Ég varð að setjast niður og gráta því að þetta er svo fallegt,“ segir ferðamaðurinn við BBC. Líkt og fjallað var um á Vísi í gær og í morgun flykktust forvitnir ferðalangar að gosinu í gær. Var töluverður fjöldi við eldgosið og búast má við því að svo verði áfram næstu daga. Á vef Sky News er útgangspunkturinn að eldgosið sé nærri Keflavíkurflugvelli, þó tekið sé fram að líklega sé engin hætta á ferðum hvað varðara flug. Bretum er í fersku minni þegar eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 fór illa með flugumferð í Evrópu, enda er minnst á það í frétt Sky. VIDEO: People watch as lava spews out of a volcanic fissure in the Geldingadalir volcano in Iceland.The volcano erupted near the capital Reykjavik, spewing red hot lava and plumes of smoke out of a fissure in an uninhabited valley after several days of intense seismic activity pic.twitter.com/KFKqZXdoo7— AFP News Agency (@AFP) August 4, 2022 Bandaríska fréttastofan ABC News fjallar einnig um eldgosið og birtir myndir frá fréttaveitunni AP. Indverska fréttasíðan Zeenews fjallar einnig um gosið. Þar virðist útgangspunkturinn vera sá hversu mikill fjöldi skoðaði gosið strax í upphafi þess. Þar, eins og í frétt Sky News, eru lesendur fullvisaðir um að ólíklegt sé að gosið muni hafa áhrif á flugumferð í sama mæli og gosið í Eyjafjallajökli
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn flykktust að eldgosinu Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum í Meradölum í gær til þess að freista þess að sjá eldgosið með eigin augum. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, sem fréttastofa ræddi við í gær, voru allir mjög spenntir. 4. ágúst 2022 07:38 Stöðugt streymi í gosinu í nótt Eldgosið í Meradölum hélt uppteknum hætti í nótt og breyttist lítið að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Þá er Norðvestanátt spáð og því ætti dreifing gass frá eldstöðinni að haldast óbreytt. 4. ágúst 2022 06:42 Dáðust að náttúrufegurðinni við gosið Ekki leið langur tími frá því að gos hófst að nýju nærri Fagradalsfjalli þar til fólk byrjaði að streyma að gosstöðvunum til að bera sjónarspilið augum. 3. ágúst 2022 20:51 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Ferðamenn flykktust að eldgosinu Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum í Meradölum í gær til þess að freista þess að sjá eldgosið með eigin augum. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, sem fréttastofa ræddi við í gær, voru allir mjög spenntir. 4. ágúst 2022 07:38
Stöðugt streymi í gosinu í nótt Eldgosið í Meradölum hélt uppteknum hætti í nótt og breyttist lítið að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Þá er Norðvestanátt spáð og því ætti dreifing gass frá eldstöðinni að haldast óbreytt. 4. ágúst 2022 06:42
Dáðust að náttúrufegurðinni við gosið Ekki leið langur tími frá því að gos hófst að nýju nærri Fagradalsfjalli þar til fólk byrjaði að streyma að gosstöðvunum til að bera sjónarspilið augum. 3. ágúst 2022 20:51
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent