Margfalt fleirum hafnað um nám í starfsnámi Snorri Másson skrifar 8. ágúst 2022 12:46 Framhaldsskólar hefjast innan nokkurra vikna og Menntamálastofnun hefur birt gögn um umsóknir í einstaka skóla. Vísir/Hanna Andrésdóttir Gögn frá Menntamálastofnun sýna að margfalt fleirum er hlutfallslega hafnað um skólavist í starfsnámi í framhaldsskóla en í bóknámi á Íslandi. Um þriðjungur umsækjenda í Tækniskólanum var hafnað í haust. Verzlunarskólinn er vinsælasti bóknámsskólinn, en hann er alveg sprunginn á plássi. Um 4.300 nýnemar sóttu um skólavist í framhaldsskóla í haust, um 83% þeirra komust inn í sitt fyrsta val, en um 13% í annað val. Mikill meirihluti þeirra sem var hafnað um skólavist í ár er fólk sem sótti um að fara í starfsnám. Tæpum 20% sem sóttu um starfsnám var hafnað um skólavist. Aðeins um 5 prósentum sem sótti um bóknám var hafnað um skólavist. Skýrast er hlutfallið í Tækniskólanum, þar sem kenndar eru greinar allt frá húsasmíði og tækniteiknun til vélvirkjunar og hársnyrtiiðnar. 1.278 sóttu um í Tækniskólanum og þar af var 399 umsóknum hafnað; tæpum þriðjungi umsókna. Versló trónir á toppnum Vinsælasti bóknámsskólinn var Verzlunarskólinn, sem eykur enn á forskot sitt frá fyrri árum. Guðrún Inga Sívertsen skólameistari segir skólaplássið alveg sprungið og að ekki sé á teikniborðinu að bæta við byggingum. „Við fengum alls 747 umsóknir síðastliðið vor, 569 nemendur sem völdu okkur sem fyrsta val og af þeim erum við að innrita 363 nemendur. Þannig að af því fæst séð að það fengu fjölmargir neitun frá okkur eða um rúmlega 200 nemendur. Það er alltaf leiðinlegt vegna þess að flestir áttu fullt erindi til að koma hingað og hefja nám,“ segir Guðrún í samtali við fréttastofu. Brotthvarf af framhaldsskóli hefur aldrei mælst minna.Vísir/Hanna Andrésdóttir Tekið er inn eftir einkunnum en einnig eftir kynjakvóta í Versló. Eitt kyn má aðeins fara upp í 60% nemenda. Stelpur eru í sextíu prósentum nú eins og fyrri ár. „Við gerum þetta bara upp á skólabraginn okkar og að hafa heilbrigt skólasamfélag að hafa hér sem jafnast hlutfall á milli kynjanna,“ segir Guðrún. Umsóknir um framhaldsskóla sem fyrsta val fyrir haustönn 2022.Menntamálastofnun Kvennaskólinn er næstvinsælasti bóknámsskólinn og hefur sótt töluvert á, frá því að hafa verið algengasti annars vals skólinn á árum áður. Staða MR versnar í samanburði; nú er svo komið, að hluti þeirra sem fara í MR, er fólk sem hefði helst viljað fara í Kvennó, en þarf að sætta sig við MR. Samkvæmt gögnum frá Menntamálastofnun sóttu næstum því jafnmargir um MR sem annað val og fyrsta val; 154 í fyrsta val, 144 í annað val. Skoða má nákvæm gögn frá Menntamálastofnun á þessari síðu hér. Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Brotthvarf á framhaldsskólastigi aldrei verið minna Hlutfall nemenda sem eru útskrifaðir úr námi fjórum árum eftir innritun í framhaldsskóla fer síhækkandi. Á sama tíma hefur brotthvarf af framhaldsskólastigi aldrei mælst minna. 28. júlí 2022 09:17 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Um 4.300 nýnemar sóttu um skólavist í framhaldsskóla í haust, um 83% þeirra komust inn í sitt fyrsta val, en um 13% í annað val. Mikill meirihluti þeirra sem var hafnað um skólavist í ár er fólk sem sótti um að fara í starfsnám. Tæpum 20% sem sóttu um starfsnám var hafnað um skólavist. Aðeins um 5 prósentum sem sótti um bóknám var hafnað um skólavist. Skýrast er hlutfallið í Tækniskólanum, þar sem kenndar eru greinar allt frá húsasmíði og tækniteiknun til vélvirkjunar og hársnyrtiiðnar. 1.278 sóttu um í Tækniskólanum og þar af var 399 umsóknum hafnað; tæpum þriðjungi umsókna. Versló trónir á toppnum Vinsælasti bóknámsskólinn var Verzlunarskólinn, sem eykur enn á forskot sitt frá fyrri árum. Guðrún Inga Sívertsen skólameistari segir skólaplássið alveg sprungið og að ekki sé á teikniborðinu að bæta við byggingum. „Við fengum alls 747 umsóknir síðastliðið vor, 569 nemendur sem völdu okkur sem fyrsta val og af þeim erum við að innrita 363 nemendur. Þannig að af því fæst séð að það fengu fjölmargir neitun frá okkur eða um rúmlega 200 nemendur. Það er alltaf leiðinlegt vegna þess að flestir áttu fullt erindi til að koma hingað og hefja nám,“ segir Guðrún í samtali við fréttastofu. Brotthvarf af framhaldsskóli hefur aldrei mælst minna.Vísir/Hanna Andrésdóttir Tekið er inn eftir einkunnum en einnig eftir kynjakvóta í Versló. Eitt kyn má aðeins fara upp í 60% nemenda. Stelpur eru í sextíu prósentum nú eins og fyrri ár. „Við gerum þetta bara upp á skólabraginn okkar og að hafa heilbrigt skólasamfélag að hafa hér sem jafnast hlutfall á milli kynjanna,“ segir Guðrún. Umsóknir um framhaldsskóla sem fyrsta val fyrir haustönn 2022.Menntamálastofnun Kvennaskólinn er næstvinsælasti bóknámsskólinn og hefur sótt töluvert á, frá því að hafa verið algengasti annars vals skólinn á árum áður. Staða MR versnar í samanburði; nú er svo komið, að hluti þeirra sem fara í MR, er fólk sem hefði helst viljað fara í Kvennó, en þarf að sætta sig við MR. Samkvæmt gögnum frá Menntamálastofnun sóttu næstum því jafnmargir um MR sem annað val og fyrsta val; 154 í fyrsta val, 144 í annað val. Skoða má nákvæm gögn frá Menntamálastofnun á þessari síðu hér.
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Brotthvarf á framhaldsskólastigi aldrei verið minna Hlutfall nemenda sem eru útskrifaðir úr námi fjórum árum eftir innritun í framhaldsskóla fer síhækkandi. Á sama tíma hefur brotthvarf af framhaldsskólastigi aldrei mælst minna. 28. júlí 2022 09:17 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Brotthvarf á framhaldsskólastigi aldrei verið minna Hlutfall nemenda sem eru útskrifaðir úr námi fjórum árum eftir innritun í framhaldsskóla fer síhækkandi. Á sama tíma hefur brotthvarf af framhaldsskólastigi aldrei mælst minna. 28. júlí 2022 09:17