RÚV greinir frá þessu en þar kemur fram að útkall hafi komið vegna leitarinnar klukkan tuttugu mínútur í níu í kvöld.
Í samtali við fréttastofu staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, að leit standi yfir og að hún muni halda áfram í kvöld. Hann gat ekki gefið frekari upplýsingar og vísaði á lögregluna á Vesturlandi.
Ekki hefur náðst samband við lögregluna sem fer með umsjón yfir leitinni.
Uppfært klukkan 00:10: RÚV greinir frá því að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki lengur hluti af leitinni. Leit stendur þó enn yfir.
Uppfært klukkan 8:00: Lögreglan á Vesturlandi vill ekki veita upplýsingar um stöðu leitarinnar að svo stöddu.