Undarlegt ár að baki hjá verkalýðshreyfingunni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. ágúst 2022 12:29 Magnús Pétursson gegndi starfi ríkissáttasemjara árin 2008 til 2013. MYND/STEFÁN Fyrrverandi ríkissáttasemjari segir það mjög óvenjulegt að forseti Alþýðusambandsins segi af sér vegna deilna inna verkalýðshreyfingarinnar. Átökin hafi verið óvenju opinber síðasta árið. Sviptingarnar gætu haft nokkur áhrif á gerð kjarasamninga í haust. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, sagði af sér í gærmorgun. Talaði hún þá mjög opinskátt um deilur tveggja blokka sem hafa myndast innan hreyfingarinnar og sagðist ekki geta hugsað sér að starfa áfram undir árásum annarrar þeirra. Magnús Pétursson gegndi starfi ríkissáttasemjara árin 2008 til 2013. „Ég held að það verði nú að teljast mjög óvenjulegt að forseti Alþýðusambandsins segi af sér með þeim hætti sem hér á sér stað. Fyrri forsetar hafa náttúrulega setið nokkurn tíma áður og alltaf tekist að lægja öldur innan hreyfingarinnar,“ segir hann. Það þurfi þó engan að undra að mismunandi skoðanir og deilur séu uppi innan Alþýðusambandsins, það sé ekki nýtt. Hins vegar hafi deilurnar síðasta árið verið nokkuð einkennilegar. „Það er einkennandi fyrir síðastliðin eitt, tvö ár hvað átökin innan hreyfingarinnar hafa verið opinber. Menn hafa talað mjög opinskátt á báða bóga fyrir málum. Það er óvenjulegt finnst mér,“ segir Magnús Pétursson. Einstök félög hafi ekki náð eyrum stjórnvalda Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að afsögn Drífu myndi ekki hafa nein áhrif á komandi kjarasamningsviðræður í nóvember. Aðildarfélögin fari sjálf með samningsumboð - ekki Alþýðusambandið. Magnús segir málið þó ekki alveg svo einfalt. Sambandið geti spilað stórt hlutverk í kjarasamningsgerð. „Reynslan er nú sú að ef það reynir á ríkisvaldið að koma að kjarasamningum þá hefur náttúrulega rödd Alþýðusambandsins, sameiginleg, skipt mjög miklu máli. Vegna þess að einstök félög hafa kannski ekki náð eyrum ríkisvaldsins svo mjög þegar kemur að svona ýmsum félagslegum hlutum. Og ég held að það muni hafa áhrif í haust hvernig á því verður haldið,“ segir Magnús. Nýr forseti sambandsins verður kjörinn á næsta ársfundi þess sem verður haldinn í haust. Þar telur Magnús að ráðist hvernig spilist úr framtíð verkalýðshreyfingarinnar næstu árin. Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður ASÍ Tengdar fréttir Tjáir sig lítið um sjónarmið Drífu en vill stilla saman strengi Kristján Þórður Snæbjarnarson hefur tekið við forsetaembætti Alþýðusambands Íslands, í kjölfar afsagnar Drífu Snædal í morgun. Hann gegnir því embætti að minnsta kosti fram að aðalþingi ASÍ um miðjan október. Hann vill ekki gefa það upp hvort hann stefni á kosningabaráttu í haust en segir sóknarfæri felast í því að stilla saman strengi innan hreyfingarinnar. 10. ágúst 2022 11:36 Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, sagði af sér í gærmorgun. Talaði hún þá mjög opinskátt um deilur tveggja blokka sem hafa myndast innan hreyfingarinnar og sagðist ekki geta hugsað sér að starfa áfram undir árásum annarrar þeirra. Magnús Pétursson gegndi starfi ríkissáttasemjara árin 2008 til 2013. „Ég held að það verði nú að teljast mjög óvenjulegt að forseti Alþýðusambandsins segi af sér með þeim hætti sem hér á sér stað. Fyrri forsetar hafa náttúrulega setið nokkurn tíma áður og alltaf tekist að lægja öldur innan hreyfingarinnar,“ segir hann. Það þurfi þó engan að undra að mismunandi skoðanir og deilur séu uppi innan Alþýðusambandsins, það sé ekki nýtt. Hins vegar hafi deilurnar síðasta árið verið nokkuð einkennilegar. „Það er einkennandi fyrir síðastliðin eitt, tvö ár hvað átökin innan hreyfingarinnar hafa verið opinber. Menn hafa talað mjög opinskátt á báða bóga fyrir málum. Það er óvenjulegt finnst mér,“ segir Magnús Pétursson. Einstök félög hafi ekki náð eyrum stjórnvalda Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að afsögn Drífu myndi ekki hafa nein áhrif á komandi kjarasamningsviðræður í nóvember. Aðildarfélögin fari sjálf með samningsumboð - ekki Alþýðusambandið. Magnús segir málið þó ekki alveg svo einfalt. Sambandið geti spilað stórt hlutverk í kjarasamningsgerð. „Reynslan er nú sú að ef það reynir á ríkisvaldið að koma að kjarasamningum þá hefur náttúrulega rödd Alþýðusambandsins, sameiginleg, skipt mjög miklu máli. Vegna þess að einstök félög hafa kannski ekki náð eyrum ríkisvaldsins svo mjög þegar kemur að svona ýmsum félagslegum hlutum. Og ég held að það muni hafa áhrif í haust hvernig á því verður haldið,“ segir Magnús. Nýr forseti sambandsins verður kjörinn á næsta ársfundi þess sem verður haldinn í haust. Þar telur Magnús að ráðist hvernig spilist úr framtíð verkalýðshreyfingarinnar næstu árin.
Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður ASÍ Tengdar fréttir Tjáir sig lítið um sjónarmið Drífu en vill stilla saman strengi Kristján Þórður Snæbjarnarson hefur tekið við forsetaembætti Alþýðusambands Íslands, í kjölfar afsagnar Drífu Snædal í morgun. Hann gegnir því embætti að minnsta kosti fram að aðalþingi ASÍ um miðjan október. Hann vill ekki gefa það upp hvort hann stefni á kosningabaráttu í haust en segir sóknarfæri felast í því að stilla saman strengi innan hreyfingarinnar. 10. ágúst 2022 11:36 Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Tjáir sig lítið um sjónarmið Drífu en vill stilla saman strengi Kristján Þórður Snæbjarnarson hefur tekið við forsetaembætti Alþýðusambands Íslands, í kjölfar afsagnar Drífu Snædal í morgun. Hann gegnir því embætti að minnsta kosti fram að aðalþingi ASÍ um miðjan október. Hann vill ekki gefa það upp hvort hann stefni á kosningabaráttu í haust en segir sóknarfæri felast í því að stilla saman strengi innan hreyfingarinnar. 10. ágúst 2022 11:36
Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22