„Ég held bara að ég hafi aldrei verið jafn spenntur fyrir tímabili og núna“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. ágúst 2022 16:45 Mourinho hefur rifið stemninguna upp í Rómarborg. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images „Það er ótrúlegt hvað Mourinho hefur stuðningsmenn í lófa sér,“ segir Björn Már Ólafsson í þættinum Punktur og basta, sem er nýr hlaðvarpsþáttur um ítalska fótboltann. Rómverjar voru á meðal umræðuefna fyrsta þáttar. Romar hefur farið mikinn á undirbúningstímabilinu en liðið er á leið í sína aðra leiktíð undir stjórn Portúgalans José Mourinho. Það vann Sambandsdeildina undir hans stjórn í fyrra en árangurinn í deildinni hefði mátt verða betri. Miklar væntingar eru gerðar til þeirra rauðu í ítölsku höfuðborginni í vetur. „Þetta er mest spennandi liðið komandi inn í tímabilið og þvílíkt verk sem Mourinho hefur unnið á einu ári,“ segir Þorgeir Logason, þáttastjórnandi þáttarins. „Hann hefur losað sig við dauða viðinn í sumar, hann hefur fengið kanónur inn, menn sem hann vildi fá, hann hefur bætt ásýnd liðsins, borgin og stuðningsmennirnir þeir gjörsamlega elska hann eins og kannski var búist við. Liðið hefur vaxið og loksins unnið titil,“ segir Þorgeir og spyr þá Björn Má Ólafsson hvort hann hafi séð þetta fyrir sér þegar Mourinho tók við skútunni fyrir ári síðan. „Þetta var auðvitað svona í ökkla eða eyra annað hvort var maður að fara sjá þetta eða hann væri nú þegar hættur störfum. Þegar hann kom til félagsins þá sagði að þetta væri þriggja ára samningur og þriggja ára plan, fyrst væri hægt að stilla þetta af, svo ætti hann að koma þeim í Meistaradeildina, það var fyrsta markmiðið, og svo á endanum getað barist um titilinn,“ segir Björn. Svakalegur félagsskiptagluggi Rómverjar vonast eftir að Wijnaldum geti fundið sitt gamla form eftir erfitt ár í París.Luciano Rossi/AS Roma via Getty Images Líkt og fram kom að ofan hefur Roma styrkt sig vel á félagsskiptamarkaðnum. Nemanja Matic og Georginio Wijnaldum styrkja miðju liðsins og Argentínumaðurinn Paulo Dybala styrkir sóknarlínuna. Þá samdi félagið nú síðast við Andrea Belotti, sem hefur verið á meðal naskari markaskorara deildarinnar með Torino undanfarin ár. „Kaupin eru auðvitað bara frábær, ég meina Matic og Wijnaldum inn á miðjuna, sóknarlínan Dybala, Pellegrini, Zaniolo og Tammy Abraham og svo sko Belotti sem varaframherji. Þetta er auðvitað bara eitthvað sem manni hafði ekki dreymt um og sérstaklega þessi kaup á Paulo Dybala, þetta voru auðvitað bara svona stjörnurnar stóðu bara rétt,“ segir Björn sem segir Dybala hafa möguleika á að fara ef allt gengur ekki upp. „Dybala auðvitað losnaði á samningi og hann gerir þennan samning við Roma sem er víst þannig samkvæmt því sem ég hef lesið ef þeir ná ekki Meistaradeild á næsta ári þá getur hann farið mjög ódýrt þannig að þetta er svona win win fyrir báða aðila einhvernveginn,“ Spennan sjaldan meiri Eftir að hafa spilað fyrir hálftómum velli síðustu ár er orðið býsna strembið að finna miða á heimaleiki Roma síðasta misserið. Mourinho hefur náð stuðningsmönnunum á sitt band og þá minnkaði spenna þeirra fyrir liðinu ekki þegar Dybala samdi. Móttökurnar voru magnaðar þar sem Palazzo della Civilta torgið í Róm var yfirfullt af fólki sem vildi berja nýju stjörnuna augum. „Ég hef haldið með Roma örugglega frá árinu 2000 og ég held bara að ég hafi aldrei verið jafn spenntur fyrir tímabili og núna. Uppselt á alla leiki og ég veit ekki hvað og hvað,” segir Björn Már. Erfitt að hrífast ekki með Mikil spenna er fyrir Dybala.Photo by Fabio Rossi/AS Roma via Getty Images Þorgeir spyr Árna Þórð Randversson hvort að Dybala geri sprungið út hjá Roma í vetur. Geta stuðningsmenn jafnvel átt von á tímabili líkt og Wesley Sneijder átti með Inter Milan, undir stjórn Mourinhos árið 2010? „Myndirnar frá Róm segja bara alla söguna. Að það séu komin tugir ef ekki hundruð þúsund manns komnir að horfa á einhvern leikmann í einhverri kynningu fyrir utan sögufrægt hús í Róm. Ég veit samt ekki hvers konar störukeppni þetta var hjá Juventus að Juventus hafi ekki viljað borga einhver laun og svo endar hann hjá Roma,” segir Árni, sem segir jafnframt að þeir sem séu óákveðnir í því hverja eigi að styðja í ítalska boltanum í vetur, þá sé liggi Roma beinast við. „Það er kannski svona aðeins önnur tíð núna fyrst að Mourinho er kominn, það er aðeins meira til þess að eyða í leikmenn og kannski leikmenn tilbúnir að stíga inn í þetta verkefni hjá Roma (…) Hlustendur sem hafa ekki myndað sér skoðun gagnvart neinu liði í vetur ég held að það sé ekki annað hægt en að hrífast af þessu og bara fljóta með.” segir Árni. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Ítalski boltinn byrjar á morgun er meistarar AC Milan hefja titilvörn sína gegn Udinese klukkan 16:30 á Stöð 2 Sport 2. Laugardagur 13. ágúst kl 16:30 AC Milan - Udinese (Sport 2) kl 16:30 Sampdoria - Atalanta (Sport 3) kl 18:45 Lecce - Inter (Sport 2) kl 18:45 Monza - Torino (Sport 3) Sunnudagur 14. ágúst kl 16:30 Lazio - Bologna (Sport 2) kl 16:30 Fiorentina - Cremonese (Sport 3) kl 18:45 Salernitana - Roma (Sport 2) kl 18:45 Spezia - Empoli (Sport 3) Mánudagur 15. ágúst kl 16:30 Hellas Verona - Napoli (Sport 2) kl 18:45 Juventus - Sassuolo (Sport 2) Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Romar hefur farið mikinn á undirbúningstímabilinu en liðið er á leið í sína aðra leiktíð undir stjórn Portúgalans José Mourinho. Það vann Sambandsdeildina undir hans stjórn í fyrra en árangurinn í deildinni hefði mátt verða betri. Miklar væntingar eru gerðar til þeirra rauðu í ítölsku höfuðborginni í vetur. „Þetta er mest spennandi liðið komandi inn í tímabilið og þvílíkt verk sem Mourinho hefur unnið á einu ári,“ segir Þorgeir Logason, þáttastjórnandi þáttarins. „Hann hefur losað sig við dauða viðinn í sumar, hann hefur fengið kanónur inn, menn sem hann vildi fá, hann hefur bætt ásýnd liðsins, borgin og stuðningsmennirnir þeir gjörsamlega elska hann eins og kannski var búist við. Liðið hefur vaxið og loksins unnið titil,“ segir Þorgeir og spyr þá Björn Má Ólafsson hvort hann hafi séð þetta fyrir sér þegar Mourinho tók við skútunni fyrir ári síðan. „Þetta var auðvitað svona í ökkla eða eyra annað hvort var maður að fara sjá þetta eða hann væri nú þegar hættur störfum. Þegar hann kom til félagsins þá sagði að þetta væri þriggja ára samningur og þriggja ára plan, fyrst væri hægt að stilla þetta af, svo ætti hann að koma þeim í Meistaradeildina, það var fyrsta markmiðið, og svo á endanum getað barist um titilinn,“ segir Björn. Svakalegur félagsskiptagluggi Rómverjar vonast eftir að Wijnaldum geti fundið sitt gamla form eftir erfitt ár í París.Luciano Rossi/AS Roma via Getty Images Líkt og fram kom að ofan hefur Roma styrkt sig vel á félagsskiptamarkaðnum. Nemanja Matic og Georginio Wijnaldum styrkja miðju liðsins og Argentínumaðurinn Paulo Dybala styrkir sóknarlínuna. Þá samdi félagið nú síðast við Andrea Belotti, sem hefur verið á meðal naskari markaskorara deildarinnar með Torino undanfarin ár. „Kaupin eru auðvitað bara frábær, ég meina Matic og Wijnaldum inn á miðjuna, sóknarlínan Dybala, Pellegrini, Zaniolo og Tammy Abraham og svo sko Belotti sem varaframherji. Þetta er auðvitað bara eitthvað sem manni hafði ekki dreymt um og sérstaklega þessi kaup á Paulo Dybala, þetta voru auðvitað bara svona stjörnurnar stóðu bara rétt,“ segir Björn sem segir Dybala hafa möguleika á að fara ef allt gengur ekki upp. „Dybala auðvitað losnaði á samningi og hann gerir þennan samning við Roma sem er víst þannig samkvæmt því sem ég hef lesið ef þeir ná ekki Meistaradeild á næsta ári þá getur hann farið mjög ódýrt þannig að þetta er svona win win fyrir báða aðila einhvernveginn,“ Spennan sjaldan meiri Eftir að hafa spilað fyrir hálftómum velli síðustu ár er orðið býsna strembið að finna miða á heimaleiki Roma síðasta misserið. Mourinho hefur náð stuðningsmönnunum á sitt band og þá minnkaði spenna þeirra fyrir liðinu ekki þegar Dybala samdi. Móttökurnar voru magnaðar þar sem Palazzo della Civilta torgið í Róm var yfirfullt af fólki sem vildi berja nýju stjörnuna augum. „Ég hef haldið með Roma örugglega frá árinu 2000 og ég held bara að ég hafi aldrei verið jafn spenntur fyrir tímabili og núna. Uppselt á alla leiki og ég veit ekki hvað og hvað,” segir Björn Már. Erfitt að hrífast ekki með Mikil spenna er fyrir Dybala.Photo by Fabio Rossi/AS Roma via Getty Images Þorgeir spyr Árna Þórð Randversson hvort að Dybala geri sprungið út hjá Roma í vetur. Geta stuðningsmenn jafnvel átt von á tímabili líkt og Wesley Sneijder átti með Inter Milan, undir stjórn Mourinhos árið 2010? „Myndirnar frá Róm segja bara alla söguna. Að það séu komin tugir ef ekki hundruð þúsund manns komnir að horfa á einhvern leikmann í einhverri kynningu fyrir utan sögufrægt hús í Róm. Ég veit samt ekki hvers konar störukeppni þetta var hjá Juventus að Juventus hafi ekki viljað borga einhver laun og svo endar hann hjá Roma,” segir Árni, sem segir jafnframt að þeir sem séu óákveðnir í því hverja eigi að styðja í ítalska boltanum í vetur, þá sé liggi Roma beinast við. „Það er kannski svona aðeins önnur tíð núna fyrst að Mourinho er kominn, það er aðeins meira til þess að eyða í leikmenn og kannski leikmenn tilbúnir að stíga inn í þetta verkefni hjá Roma (…) Hlustendur sem hafa ekki myndað sér skoðun gagnvart neinu liði í vetur ég held að það sé ekki annað hægt en að hrífast af þessu og bara fljóta með.” segir Árni. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Ítalski boltinn byrjar á morgun er meistarar AC Milan hefja titilvörn sína gegn Udinese klukkan 16:30 á Stöð 2 Sport 2. Laugardagur 13. ágúst kl 16:30 AC Milan - Udinese (Sport 2) kl 16:30 Sampdoria - Atalanta (Sport 3) kl 18:45 Lecce - Inter (Sport 2) kl 18:45 Monza - Torino (Sport 3) Sunnudagur 14. ágúst kl 16:30 Lazio - Bologna (Sport 2) kl 16:30 Fiorentina - Cremonese (Sport 3) kl 18:45 Salernitana - Roma (Sport 2) kl 18:45 Spezia - Empoli (Sport 3) Mánudagur 15. ágúst kl 16:30 Hellas Verona - Napoli (Sport 2) kl 18:45 Juventus - Sassuolo (Sport 2) Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Laugardagur 13. ágúst kl 16:30 AC Milan - Udinese (Sport 2) kl 16:30 Sampdoria - Atalanta (Sport 3) kl 18:45 Lecce - Inter (Sport 2) kl 18:45 Monza - Torino (Sport 3) Sunnudagur 14. ágúst kl 16:30 Lazio - Bologna (Sport 2) kl 16:30 Fiorentina - Cremonese (Sport 3) kl 18:45 Salernitana - Roma (Sport 2) kl 18:45 Spezia - Empoli (Sport 3) Mánudagur 15. ágúst kl 16:30 Hellas Verona - Napoli (Sport 2) kl 18:45 Juventus - Sassuolo (Sport 2)
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti