Reyndi að þvinga bíl af veginum, negldi aftan á hann og flúði af vettvangi Magnús Jochum Pálsson og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 13. ágúst 2022 19:46 Afturhliðin á bíl Haraldar sem hann segir að sé illa farinn þó það sjáist ekki mjög á myndinni. Til vinstri má sjá hringtorgið við Rauðavatn, skammt frá staðnum þar sem klesst var á bílinn. Samsett Ökuníðingur reyndi að þvinga mann út af vegi við Rauðavatn, keyrði síðan harkalega aftan á bíl hans og flúði af vettvangi. Lögreglan hafði upp á ökuníðingnum stuttu síðar og handtók hann. Maðurinn sem varð fyrir þessari ósvífnu árás heitir Haraldur Ási Lárusson og segist hann hafa verið á rúntinum með vinum í gær þegar dökkblár BMW hóf að elta þau. Ökuníðingurinn hafi síðan reynt að keyra utan í hliðina á bíl Haraldar áður en hann klessti aftan á bíl hans. Haraldur segist ekki tengjast ökuníðingnum á neinn hátt og að eina mögulega skýringin sem lögreglan hafi gefið fyrir árásinni væri „road rage,“ einhvers konar stundarbrjálæði. Enginn hafi slasast alvarlega en hinir tveir farþegarnir í bílnum fóru upp á Bráðamóttöku til að fá áverkavottorð vegna verkja. Þá segir Haraldur að bíll hans sé „í döðlum“ fyrir aftan stuðarann þó það sjáist ekki mjög utan á honum og hann sé kominn á bílaverkstæði. Hér fyrir neðan má lesa lýsingu Haraldar á atvikinu. Reyndi að keyra utan í hlið bílsins „Þetta byrjar upp í Breiðholti, ég er að keyra upp Breiðholtsbrautina, kominn fram hjá bensínstöðinni og þá allt í einu mætir þessi dökkblái BMW og hann er alveg í rassgatinu á mér. Mér fannst það óþægilegt en ég var ekki fyrir honum eða neitt svoleiðis,“ sagði Haraldur um aðdragandann að atvikinu. Haraldur lýsti atburðinum á Facebook.skjáskot/Facebook Þegar Haraldur nálgaðist næstu umferðarljós ákvað hann að stinga sér fram fyrir tvo bíla til að losna við þennan ýtna ökumann. Hins vegar fór hinn bílinn rakleiðis á eftir Haraldi og svínaði þar á bílana tvo. Þegar Haraldur kom svo að ljósunum í Norðlingaholti hafi dökkblái BMW-inn stoppað við hlið hans. „Svo leggjum við aftur af stað og þá byrjar hann að keyra í áttina að mér, inn í hliðina á bílnum hjá mér. Ég byrja á að flauta og stoppa á endanum,“ sagði Haraldur um tilraun ökuníðingsins til að keyra utan í bíl hans. Ökuníðingurinn hafi þá gefið í en síðan stoppað úti í kanti á miðri leið frá ljósunum að hringtorginu. Haraldur hafi þá ákveðið að fara ekki fram úr manninum heldur keyrt mjög hægt. Þarna var Haraldur kominn í samband við lögregluna sem hafi leiðbeint honum að keyra í áttina að Vesturlandsvegi og að hann skyldi hafa bíl mannsins fyrir aftan sig. Hló á meðan hann klessti aftan á bílinn „Ég sting mér þá fram fyrir bílinn, hann hafði verið við hliðina á mér og vildi hvorki hleypa mér fram eða aftur fyrir sig. Ég gaf þá í til að komast fram úr honum,“ segir Haraldur sem segist þó hafa verið á löglegum hraða. Þegar Haraldur hafi verið kominn samsíða Morgunblaðshöllinni þá allt í einu negldi ökuníðingurinn aftan á bíl hans. „Ég veit ekkert hvort hann hafi verið á einhverju en farþegarnir sem voru með mér í bílnum litu aftur fyrir sig þegar hann bombaði aftan á okkur og sögðu að hann hefði verið hlæjandi,“ sagði Haraldur um ökumanninn. Haraldur hafi þá aukið hraðann áður en hann beygði til vinstri í átt að Vesturlandsvegi en ökuníðingurinn hafi hins vegar beygt til hægri í átt að Grafarholti. Haraldur stoppaði síðan á lögreglustöðinni við Vínlandsleið til að gefa skýrslu og þar hafi heyrst í talstöð að búið væri að ná manninum sem virtist einnig vera með rangar bílnúmeraplötur á bílnum. Þó það sjáist ekki mjög aftan á bílnum segir Haraldur að hann sé illa farinn þar fyrir innan. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Maðurinn sem varð fyrir þessari ósvífnu árás heitir Haraldur Ási Lárusson og segist hann hafa verið á rúntinum með vinum í gær þegar dökkblár BMW hóf að elta þau. Ökuníðingurinn hafi síðan reynt að keyra utan í hliðina á bíl Haraldar áður en hann klessti aftan á bíl hans. Haraldur segist ekki tengjast ökuníðingnum á neinn hátt og að eina mögulega skýringin sem lögreglan hafi gefið fyrir árásinni væri „road rage,“ einhvers konar stundarbrjálæði. Enginn hafi slasast alvarlega en hinir tveir farþegarnir í bílnum fóru upp á Bráðamóttöku til að fá áverkavottorð vegna verkja. Þá segir Haraldur að bíll hans sé „í döðlum“ fyrir aftan stuðarann þó það sjáist ekki mjög utan á honum og hann sé kominn á bílaverkstæði. Hér fyrir neðan má lesa lýsingu Haraldar á atvikinu. Reyndi að keyra utan í hlið bílsins „Þetta byrjar upp í Breiðholti, ég er að keyra upp Breiðholtsbrautina, kominn fram hjá bensínstöðinni og þá allt í einu mætir þessi dökkblái BMW og hann er alveg í rassgatinu á mér. Mér fannst það óþægilegt en ég var ekki fyrir honum eða neitt svoleiðis,“ sagði Haraldur um aðdragandann að atvikinu. Haraldur lýsti atburðinum á Facebook.skjáskot/Facebook Þegar Haraldur nálgaðist næstu umferðarljós ákvað hann að stinga sér fram fyrir tvo bíla til að losna við þennan ýtna ökumann. Hins vegar fór hinn bílinn rakleiðis á eftir Haraldi og svínaði þar á bílana tvo. Þegar Haraldur kom svo að ljósunum í Norðlingaholti hafi dökkblái BMW-inn stoppað við hlið hans. „Svo leggjum við aftur af stað og þá byrjar hann að keyra í áttina að mér, inn í hliðina á bílnum hjá mér. Ég byrja á að flauta og stoppa á endanum,“ sagði Haraldur um tilraun ökuníðingsins til að keyra utan í bíl hans. Ökuníðingurinn hafi þá gefið í en síðan stoppað úti í kanti á miðri leið frá ljósunum að hringtorginu. Haraldur hafi þá ákveðið að fara ekki fram úr manninum heldur keyrt mjög hægt. Þarna var Haraldur kominn í samband við lögregluna sem hafi leiðbeint honum að keyra í áttina að Vesturlandsvegi og að hann skyldi hafa bíl mannsins fyrir aftan sig. Hló á meðan hann klessti aftan á bílinn „Ég sting mér þá fram fyrir bílinn, hann hafði verið við hliðina á mér og vildi hvorki hleypa mér fram eða aftur fyrir sig. Ég gaf þá í til að komast fram úr honum,“ segir Haraldur sem segist þó hafa verið á löglegum hraða. Þegar Haraldur hafi verið kominn samsíða Morgunblaðshöllinni þá allt í einu negldi ökuníðingurinn aftan á bíl hans. „Ég veit ekkert hvort hann hafi verið á einhverju en farþegarnir sem voru með mér í bílnum litu aftur fyrir sig þegar hann bombaði aftan á okkur og sögðu að hann hefði verið hlæjandi,“ sagði Haraldur um ökumanninn. Haraldur hafi þá aukið hraðann áður en hann beygði til vinstri í átt að Vesturlandsvegi en ökuníðingurinn hafi hins vegar beygt til hægri í átt að Grafarholti. Haraldur stoppaði síðan á lögreglustöðinni við Vínlandsleið til að gefa skýrslu og þar hafi heyrst í talstöð að búið væri að ná manninum sem virtist einnig vera með rangar bílnúmeraplötur á bílnum. Þó það sjáist ekki mjög aftan á bílnum segir Haraldur að hann sé illa farinn þar fyrir innan.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira