„Héldum of lítið í boltann og úr varð óþarflega mikil spenna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. ágúst 2022 16:23 Ásmundur Arnarsson, þjálfari Blika. Vísir/Diego Ásmundur Arnarson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega kátur í leikslok eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Mjólkubikars kvenna með 0-2 útisigri gegn Selfyssingum á Jáverk-velinum á Selfossi í dag. „Manni líður bara frábærlega. Það er gríðarlega sterkt að koma hérna og vinna Selfoss í þessum leik,“ sagði Ásmundur að leik loknum. „Við vissum alltaf að þetta yrði erfitt. Selfoss er vel spilandi og með fullt af reynsluboltum í sambland við ungar og efnilegar stelpur. Þetta er vel spilandi lið og að ná að klára þær hérna 2-0 er maður bara hrikalega ánægður með.“ „Auðvitað hefði maður kannski viljað skora annað markið aðeins fyrr, við fengum færin til þess. En svo þróaðist leikurinn kannski þannig að síðustu tuttugu mínúturnar lágum við svolítið niðri og vorum bara að hugsa um að halda þessari forystu. Við héldum of lítið í boltann og úr varð óþarflega mikil spenna. Þannig að já, það hefði verið skemmtilegra að fá annað markið fyrr, en að öðru leiti bara frábær leikur hjá stelpunum og bara geggjað að vera kominn í úrslitaleik í bikar.“ Blikar fengu nóg af færum til að klára leikinn mun fyrr en liðið gerði, en Tiffany Sornpao gerði vel í marki Selfyssinga og varði oft á tíðum vel. Selfyssingar fengu einnig sín færi í leiknum og Ásmundur segir að heimakonur hafi klárlega gert þeim erfitt fyrir. „Þær gerðu okkur erfitt fyrir og við áttum alltaf von á því. Það er ekkert sem kom á óvart, en þetta var hörkuleikur gegn góðu Selfossliði, það er ekkert of oft sagt, þetta er gott lið.“ Breiðablik á nóg af leikjum eftir á tímabilinu þar sem liðið er í hörkubaráttu um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu-deild kvenna, ásamt því að vera á leið í bikarúrslit. Þá er verkefni í Meistaradeild Evrópu framundan. „Standið á hópnum er fínt. Nú auðvitað fara Áslaug Munda og Hildur Þóra í skóla út til Bandaríkjanna og við missum þær út. En fókusinn núna eftir þennan leik er á Meistaradeildina. Það er Rosenborg á fimmtudaginn þannig að það er fyrsta verkefnið. Svo tekur bara við deild og bikar og meiri gleði.“ Að lokum fór Ásmundur ekkert í felur með það að hann hafi engann áhuga á því að missa bikarinn úr Kópavoginum. „Já, það er skemmtilegra. Það ver vel um hana þarna hjá okkur,“ sagði Ásmundur léttur að lokum. Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Breiðablik 0-2 | Blikar í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur í Mjólkurbænum Breiðablik er á leið í úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir 0-2 útisigur gegn Selfyssingum. Blikar eru ríkjandi bikarmeistarar og munu freista þess að verja titilinn gegn Valskonum á Laugardalsvelli. 13. ágúst 2022 15:54 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
„Manni líður bara frábærlega. Það er gríðarlega sterkt að koma hérna og vinna Selfoss í þessum leik,“ sagði Ásmundur að leik loknum. „Við vissum alltaf að þetta yrði erfitt. Selfoss er vel spilandi og með fullt af reynsluboltum í sambland við ungar og efnilegar stelpur. Þetta er vel spilandi lið og að ná að klára þær hérna 2-0 er maður bara hrikalega ánægður með.“ „Auðvitað hefði maður kannski viljað skora annað markið aðeins fyrr, við fengum færin til þess. En svo þróaðist leikurinn kannski þannig að síðustu tuttugu mínúturnar lágum við svolítið niðri og vorum bara að hugsa um að halda þessari forystu. Við héldum of lítið í boltann og úr varð óþarflega mikil spenna. Þannig að já, það hefði verið skemmtilegra að fá annað markið fyrr, en að öðru leiti bara frábær leikur hjá stelpunum og bara geggjað að vera kominn í úrslitaleik í bikar.“ Blikar fengu nóg af færum til að klára leikinn mun fyrr en liðið gerði, en Tiffany Sornpao gerði vel í marki Selfyssinga og varði oft á tíðum vel. Selfyssingar fengu einnig sín færi í leiknum og Ásmundur segir að heimakonur hafi klárlega gert þeim erfitt fyrir. „Þær gerðu okkur erfitt fyrir og við áttum alltaf von á því. Það er ekkert sem kom á óvart, en þetta var hörkuleikur gegn góðu Selfossliði, það er ekkert of oft sagt, þetta er gott lið.“ Breiðablik á nóg af leikjum eftir á tímabilinu þar sem liðið er í hörkubaráttu um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu-deild kvenna, ásamt því að vera á leið í bikarúrslit. Þá er verkefni í Meistaradeild Evrópu framundan. „Standið á hópnum er fínt. Nú auðvitað fara Áslaug Munda og Hildur Þóra í skóla út til Bandaríkjanna og við missum þær út. En fókusinn núna eftir þennan leik er á Meistaradeildina. Það er Rosenborg á fimmtudaginn þannig að það er fyrsta verkefnið. Svo tekur bara við deild og bikar og meiri gleði.“ Að lokum fór Ásmundur ekkert í felur með það að hann hafi engann áhuga á því að missa bikarinn úr Kópavoginum. „Já, það er skemmtilegra. Það ver vel um hana þarna hjá okkur,“ sagði Ásmundur léttur að lokum.
Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Breiðablik 0-2 | Blikar í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur í Mjólkurbænum Breiðablik er á leið í úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir 0-2 útisigur gegn Selfyssingum. Blikar eru ríkjandi bikarmeistarar og munu freista þess að verja titilinn gegn Valskonum á Laugardalsvelli. 13. ágúst 2022 15:54 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Breiðablik 0-2 | Blikar í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur í Mjólkurbænum Breiðablik er á leið í úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir 0-2 útisigur gegn Selfyssingum. Blikar eru ríkjandi bikarmeistarar og munu freista þess að verja titilinn gegn Valskonum á Laugardalsvelli. 13. ágúst 2022 15:54