Hinn 25 ára Jake Paul hefur alls keppt fimm sinnum í hnefaleikum eftir að hafa orðið frægur þökk sé samfélagsmiðlum. Hefur hann keppt við aðra samfélagsmiðlakappa en einnig menn á borð við Ben Askren og Tyron Woodley.
Þeir síðarnefndu eiga feril í MMA og UFC en það dugði ekki til þegar Paul mætti í hringinn. Samfélagsmiðlastjarnan hefur nú ákveðið að láta Dana White, forseta UFC, heyra það þar sem hann telur White vera alltof nískan.
„Engin íþróttasamtök borga íþróttamönnum sínum jafn illa og Dana White og UFC gera. Ef þú sérð það ekki þá ertu hluti af sauðfénu hans Dana.“
„Þeir tala endalaust um að það sé uppselt á 21 viðburði í röð en þeir tala aldrei um að hækka laun íþróttamannanna, gefa þeim betri heilbrigðisþjónustu eða hlut af tekjunum,“ bætti Paul við.
If my boss told me I am never getting a raise I would quit and go somewhere that actually values me. Right?
— Jake Paul (@jakepaul) August 13, 2022
But what if ur boss, who has made hundreds of millions from ur hard work told u he s not increasing ur minimum pay and you re not able to quit? https://t.co/HkuZ7wmRrj
Paul og White hafa átt í orðaskiptum undanfarið þar sem báðir hafa kallað hvorn annan öllum illum nöfnum. Hver veit nema þeir mætist í hringnum frekar en á samfélagsmiðlum áður en langt um líður.