Ægir og Týr seldir á 51 milljón króna Atli Ísleifsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 16. ágúst 2022 11:58 Varðskipin Týr og Ægir við höfn við Skarfabakka í morgun. Vísir/Egill Líklegast er að varðskipin Ægir og Týr fari úr landi, en afsal vegna sölu ríkisins á skipunum til félagsins Fagurs ehf. var undirritað á skrifstofu Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð í Reykjavík í gær. Mögulegt er að skipunum verði breytt í farþegaskip sem gætu siglt á norðurslóðum enda gætu þau hentað vel til slíkra siglinga. Kaupverðið hljóðar upp á 51 milljón króna. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Fagurs, segir ekkert klárt í hendi varðandi framtíð skipanna. „Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni en einn möguleikinn er að breyta skipunum fyrir ferðamannaiðnaðinn. Það er þó mikið sem þarf að gera fyrir skipin og þá sérstaklega Ægi ef hann á að fara í rekstur, en hann hefur ekki siglt í sjö ár,“ segir Friðrik. Friðrik segist hafa miklar taugar til skipanna líkt og allir á hans aldri. „Skipin gegndu auðvitað lykilhlutverki í Þorskastríðunum og þarna er mikil saga. En það er með þetta eins og annað að allt hefur sinn tíma.“ En það er þá líklegast að skipin endi annars staðar en hér á Íslandi? „Það er langlíklegast. Mér finnst það eiginlega blasa við eins og staðan er núna.“ Varðskipið Týr var á sínum tíma dýrasta og fullkomnasta skip Íslendinga en það kom fyrst til Reykjavíkur árið 1975. Ægir er enn eldra en það var smíðað í Danmörku árið 1968 og kom til landsins sama ár.Vísir/Egill Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni voru skipin seld á 51 milljón króna - sem einhverjum kann að þykja góð kjör á tveimur varðskipum. Til samanburðar kostaði Freyja, nýjasta varðskip Landhelgisgæslunnar um 1,7 milljarð króna. Þrátt fyrir að vera komin til ára sinna var varðskipið Týr á sínum tíma dýrasta og fullkomnasta skip Íslendinga er það kom fyrst til Reykjavíkur árið 1975. Ægir er enn eldra en það var smíðað í Danmörku árið 1968 og kom til landsins sama ár. Sérstök kveðjuathöfn fór fram um borð í skipunum í gær að lokinni undirritun þar sem fyrrverandi skipverjar varðskipanna drógu skutfánann niður á meðan starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð. „Þessi skip hafa reynst Landhelgisgæslunni afar vel um áratuga skeið þannig það var auðvitað með ákveðnum söknuði og trega sem við kvöddum þau í gær,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, um kveðjustundina. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.Vísir/Egill Þau skipi stóran sess í sögu Landhelgisgæslunnar. „Bæði eru þau byggð vegna Þorskastríðanna. Ægir fyrir fimmtíu mílna baráttuna og Týr fyrir tvö hundruð mílurnar. Þessi skip og þeir sem á þeim voru unnu frægðarverk og hetjudáðir og það er kannski það sem helst stendur upp úr,“ segir Georg. Þrátt fyrir nokkurn trega segir Georg nýtt og spennandi tímabil hafið hjá Gæslunni með góðum flota. „Núna erum við komin með nútíma búnað, sem eru Þór og Freyja. Það eru alls ekki sambærileg skip og nauðsynleg í okkar störfum eins og þau eru í dag.“ Landhelgisgæslan Þorskastríðin Tengdar fréttir Kaupandinn gat ekki staðið við tilboð sitt Ríkiskaup hafa fallið frá sölu á varðskipunum Tý og Ægi. Búið var að ganga frá sölunni en samkvæmt lögfræðingi hjá Ríkiskaupum gat kaupandinn ekki staðið við tilboð sitt. 1. júní 2022 10:48 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Fagurs, segir ekkert klárt í hendi varðandi framtíð skipanna. „Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni en einn möguleikinn er að breyta skipunum fyrir ferðamannaiðnaðinn. Það er þó mikið sem þarf að gera fyrir skipin og þá sérstaklega Ægi ef hann á að fara í rekstur, en hann hefur ekki siglt í sjö ár,“ segir Friðrik. Friðrik segist hafa miklar taugar til skipanna líkt og allir á hans aldri. „Skipin gegndu auðvitað lykilhlutverki í Þorskastríðunum og þarna er mikil saga. En það er með þetta eins og annað að allt hefur sinn tíma.“ En það er þá líklegast að skipin endi annars staðar en hér á Íslandi? „Það er langlíklegast. Mér finnst það eiginlega blasa við eins og staðan er núna.“ Varðskipið Týr var á sínum tíma dýrasta og fullkomnasta skip Íslendinga en það kom fyrst til Reykjavíkur árið 1975. Ægir er enn eldra en það var smíðað í Danmörku árið 1968 og kom til landsins sama ár.Vísir/Egill Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni voru skipin seld á 51 milljón króna - sem einhverjum kann að þykja góð kjör á tveimur varðskipum. Til samanburðar kostaði Freyja, nýjasta varðskip Landhelgisgæslunnar um 1,7 milljarð króna. Þrátt fyrir að vera komin til ára sinna var varðskipið Týr á sínum tíma dýrasta og fullkomnasta skip Íslendinga er það kom fyrst til Reykjavíkur árið 1975. Ægir er enn eldra en það var smíðað í Danmörku árið 1968 og kom til landsins sama ár. Sérstök kveðjuathöfn fór fram um borð í skipunum í gær að lokinni undirritun þar sem fyrrverandi skipverjar varðskipanna drógu skutfánann niður á meðan starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð. „Þessi skip hafa reynst Landhelgisgæslunni afar vel um áratuga skeið þannig það var auðvitað með ákveðnum söknuði og trega sem við kvöddum þau í gær,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, um kveðjustundina. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.Vísir/Egill Þau skipi stóran sess í sögu Landhelgisgæslunnar. „Bæði eru þau byggð vegna Þorskastríðanna. Ægir fyrir fimmtíu mílna baráttuna og Týr fyrir tvö hundruð mílurnar. Þessi skip og þeir sem á þeim voru unnu frægðarverk og hetjudáðir og það er kannski það sem helst stendur upp úr,“ segir Georg. Þrátt fyrir nokkurn trega segir Georg nýtt og spennandi tímabil hafið hjá Gæslunni með góðum flota. „Núna erum við komin með nútíma búnað, sem eru Þór og Freyja. Það eru alls ekki sambærileg skip og nauðsynleg í okkar störfum eins og þau eru í dag.“
Landhelgisgæslan Þorskastríðin Tengdar fréttir Kaupandinn gat ekki staðið við tilboð sitt Ríkiskaup hafa fallið frá sölu á varðskipunum Tý og Ægi. Búið var að ganga frá sölunni en samkvæmt lögfræðingi hjá Ríkiskaupum gat kaupandinn ekki staðið við tilboð sitt. 1. júní 2022 10:48 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Kaupandinn gat ekki staðið við tilboð sitt Ríkiskaup hafa fallið frá sölu á varðskipunum Tý og Ægi. Búið var að ganga frá sölunni en samkvæmt lögfræðingi hjá Ríkiskaupum gat kaupandinn ekki staðið við tilboð sitt. 1. júní 2022 10:48