Gunnar Smári segir Bjarna vilja Sósíalistaflokkinn feigan Jakob Bjarnar skrifar 16. ágúst 2022 14:35 Gunnar Smári Egilsson, einn leiðtogi Sósíalista, hefur brugðist hart við frétt Vísis þess efnis að Bjarni Benediktsson vilji draga úr styrkjum til stjórnmálaflokka. Bjarni segir að hann hafi tekið eftir því að tiltölulega nýstofnaðir flokkar hafa búið að tugmilljóna sjóðum. „Þá vekur einnig athygli hve ríflegur stuðningur er við stjórnmálaflokka sem engan fulltrúa fá kjörinn á Alþingi í kosningum,“ sagði Bjarni í svari við fyrirspurn Vísis. Í grein sem Gunnar Smári ritar og birtir á Vísi í tilefni fréttarinnar er ljóst að hann tekur sjónarmið Bjarna til sín og hefur til marks um að Bjarni vilji Sósíalistaflokkinn feigan. Hann kvarti þegar Sósíalistaflokkurinn fær styrk, „enda er það flokkur sem auðvaldinu, sem Bjarni þjónar og tilheyrir, stendur ógn af,“ segir Gunnar Smári í pistli sínum. Þær stjórnmálahreyfingar sem ekki ná manni inn á þing en ná hins vegar 2,5 prósentum eða meiru í Alþingiskosningum (Sósíalistaflokkurinn hlaut 4,1 prósent) njóta styrkja. Gunnar Smári segir þann styrk nýttan í að sinna grasrótarstarfi og efla lýðræðislegri umræðu – ekki til að fóðra sig. „Sósíalistar hafa lýst andstöðu við háa styrki til stjórnmálahreyfinga. Þær hafa leitt til klíkuvæðingar innan flokka, þar sem forysta er ekki háð grasrót flokkanna um fjárhagsstuðning. Áhrif þessa má sjá á mörgum flokkum, ég nefni Vg þar sem forystan hefur í raun umbreytt flokknum á fáeinum árum. Önnur dæmi eru flokkar sem eru varla með félaga og virðast ekki sækjast eftir félögum; svo sem Flokkur fólksins, Píratar og Viðreisn. En meðan stjórnmálahreyfingar eru styrktar á annað borð dregur það ekki úr skaðsemi styrkjanna að klippa burt smærri hreyfingar en halda áfram að styrkja þær stærri rausnarlega, heldur eykur það enn á skaðann,“ segir Gunnar Smári. Uppfært 17. ágúst kl. 10:50 Ath! Eftir að þessi frétt birtist hefur komið til harðra skoðanaskipta milli þeirra Bjarna Benediktssonar og Gunnar Smára Egilssonar. Bjarni henti á loft fyrirsögn fréttarinnar, „Gunnar Smári segir Bjarna vilja Sósíalistaflokkinn feigan“ en Gunnar Smári hefur í grein bent á að hann hafi aldrei haldið slíku fram. Blaðamaður fellst fúslega á að hann teygði sig of langt þegar hann reyndi að fleyga orð Gunnars Smára í fyrirsögn og biður hlutaðeigandi og lesendur velvirðingar á því. Það er hins vegar metið svo, á ritstjórn, að ekki sé rétt að breyta fyrirsögninni; á þeim forsendum að það kynni að auka flækjustig umræðunnar enn og að óþörfu. Alþingi Stjórnsýsla Sósíalistaflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni vill verja Sjálfstæðisflokkinn fyrir lýðræðinu Í svo til öllum löndum ESB og EES, sem eru líklega þau lönd sem við viljum bera okkur saman við, gilda þær reglur að flokkar með viðlíka fylgi og Sósíalistaflokkurinn sitja við sama borð og Sjálfstæðisflokkurinn þegar kemur að opinberum stuðningi við stjórnmálasamtök. 16. ágúst 2022 14:31 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira
Bjarni segir að hann hafi tekið eftir því að tiltölulega nýstofnaðir flokkar hafa búið að tugmilljóna sjóðum. „Þá vekur einnig athygli hve ríflegur stuðningur er við stjórnmálaflokka sem engan fulltrúa fá kjörinn á Alþingi í kosningum,“ sagði Bjarni í svari við fyrirspurn Vísis. Í grein sem Gunnar Smári ritar og birtir á Vísi í tilefni fréttarinnar er ljóst að hann tekur sjónarmið Bjarna til sín og hefur til marks um að Bjarni vilji Sósíalistaflokkinn feigan. Hann kvarti þegar Sósíalistaflokkurinn fær styrk, „enda er það flokkur sem auðvaldinu, sem Bjarni þjónar og tilheyrir, stendur ógn af,“ segir Gunnar Smári í pistli sínum. Þær stjórnmálahreyfingar sem ekki ná manni inn á þing en ná hins vegar 2,5 prósentum eða meiru í Alþingiskosningum (Sósíalistaflokkurinn hlaut 4,1 prósent) njóta styrkja. Gunnar Smári segir þann styrk nýttan í að sinna grasrótarstarfi og efla lýðræðislegri umræðu – ekki til að fóðra sig. „Sósíalistar hafa lýst andstöðu við háa styrki til stjórnmálahreyfinga. Þær hafa leitt til klíkuvæðingar innan flokka, þar sem forysta er ekki háð grasrót flokkanna um fjárhagsstuðning. Áhrif þessa má sjá á mörgum flokkum, ég nefni Vg þar sem forystan hefur í raun umbreytt flokknum á fáeinum árum. Önnur dæmi eru flokkar sem eru varla með félaga og virðast ekki sækjast eftir félögum; svo sem Flokkur fólksins, Píratar og Viðreisn. En meðan stjórnmálahreyfingar eru styrktar á annað borð dregur það ekki úr skaðsemi styrkjanna að klippa burt smærri hreyfingar en halda áfram að styrkja þær stærri rausnarlega, heldur eykur það enn á skaðann,“ segir Gunnar Smári. Uppfært 17. ágúst kl. 10:50 Ath! Eftir að þessi frétt birtist hefur komið til harðra skoðanaskipta milli þeirra Bjarna Benediktssonar og Gunnar Smára Egilssonar. Bjarni henti á loft fyrirsögn fréttarinnar, „Gunnar Smári segir Bjarna vilja Sósíalistaflokkinn feigan“ en Gunnar Smári hefur í grein bent á að hann hafi aldrei haldið slíku fram. Blaðamaður fellst fúslega á að hann teygði sig of langt þegar hann reyndi að fleyga orð Gunnars Smára í fyrirsögn og biður hlutaðeigandi og lesendur velvirðingar á því. Það er hins vegar metið svo, á ritstjórn, að ekki sé rétt að breyta fyrirsögninni; á þeim forsendum að það kynni að auka flækjustig umræðunnar enn og að óþörfu.
Alþingi Stjórnsýsla Sósíalistaflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni vill verja Sjálfstæðisflokkinn fyrir lýðræðinu Í svo til öllum löndum ESB og EES, sem eru líklega þau lönd sem við viljum bera okkur saman við, gilda þær reglur að flokkar með viðlíka fylgi og Sósíalistaflokkurinn sitja við sama borð og Sjálfstæðisflokkurinn þegar kemur að opinberum stuðningi við stjórnmálasamtök. 16. ágúst 2022 14:31 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira
Bjarni vill verja Sjálfstæðisflokkinn fyrir lýðræðinu Í svo til öllum löndum ESB og EES, sem eru líklega þau lönd sem við viljum bera okkur saman við, gilda þær reglur að flokkar með viðlíka fylgi og Sósíalistaflokkurinn sitja við sama borð og Sjálfstæðisflokkurinn þegar kemur að opinberum stuðningi við stjórnmálasamtök. 16. ágúst 2022 14:31