Ummæli Abbas um „50 helfarir“ Ísrael falla í stórgrýttan jarðveg Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. ágúst 2022 12:22 Ummæli Abbas hafa vakið hörð viðbrögð. AP/epa Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur vakið hörð viðbrögð og mikla reiði með ummælum sem hann lét falla á blaðamannafundi með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, á blaðamannafundi í Berlín í gær. Abbas var á fundinum spurður um árás liðsmanna palestínsku skæruliðasamtakanna Svarta september á Ólympíuleikunum í Munchen 5. september 1972. Samtökin voru á þeim tíma tengd Fatah flokki Abbas. Ellefu íþróttamenn Ísrael og þýskur lögreglumaður létust í árásinni en Abbas sagðist ekki hafa í hyggju að biðjast afsökunar á harmleiknum nú þegar hálf öld væri liðin, og vísaði til hroðaverka sem Ísraelsmenn hefðu framið gegn Palestínumönnum frá 1947. Abbas sagði að á þessum tíma hefðu framið 50 hroðaverk, 50 helfarir, og fleiri létu lífið á hverjum degi. Á upptökum má sjá Scholz setja upp svip þegar Abbas lætur ummælin falla en honum gafst ekki tíma til að svara forsetanum á blaðamannafundinum. Hann tísti hins vegar eftir á að ummælin væru viðbjóðsleg. I am disgusted by the outrageous remarks made by Palestinian President Mahmoud #Abbas. For us Germans in particular, any relativization of the singularity of the Holocaust is intolerable and unacceptable. I condemn any attempt to deny the crimes of the Holocaust.— Bundeskanzler Olaf Scholz (@Bundeskanzler) August 17, 2022 Kanslarinn ítrekaði að í augum Þjóðverja væri Helförin einstakur viðburður og að tala um Helfarir í fleirtölu væri óásættanlegt. Yair Lapid, forsætisráðherra Ísrael, tísti að ásökun Abbas sem hann hefði látið falla á þýskri grund væri ekki aðeins siðferðilega óforsvaranleg heldur tröllvaxin lygi. Lapid sagði að Abbas yrði aldrei fyrirgefið. Mahmoud Abbas accusing Israel of having committed "50 Holocausts" while standing on German soil is not only a moral disgrace, but a monstrous lie.Six million Jews were murdered in the Holocaust, including one and a half million Jewish children.History will never forgive him.— - Yair Lapid (@yairlapid) August 16, 2022 Sjálfur gaf Abbas út yfirlýsingu í kjölfar fjaðrafoksins þar sem hann sagði Helförina ógeðfelldasta glæp mannkynssögunnar og að hann hefði ekki ætlað að afneita sérstöðu hennar heldur draga kastljósið að glæpum Ísralesmanna gegn Palestínumönnum, allt frá stofnun Ísraelsríkis. Ísrael Palestína Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Abbas var á fundinum spurður um árás liðsmanna palestínsku skæruliðasamtakanna Svarta september á Ólympíuleikunum í Munchen 5. september 1972. Samtökin voru á þeim tíma tengd Fatah flokki Abbas. Ellefu íþróttamenn Ísrael og þýskur lögreglumaður létust í árásinni en Abbas sagðist ekki hafa í hyggju að biðjast afsökunar á harmleiknum nú þegar hálf öld væri liðin, og vísaði til hroðaverka sem Ísraelsmenn hefðu framið gegn Palestínumönnum frá 1947. Abbas sagði að á þessum tíma hefðu framið 50 hroðaverk, 50 helfarir, og fleiri létu lífið á hverjum degi. Á upptökum má sjá Scholz setja upp svip þegar Abbas lætur ummælin falla en honum gafst ekki tíma til að svara forsetanum á blaðamannafundinum. Hann tísti hins vegar eftir á að ummælin væru viðbjóðsleg. I am disgusted by the outrageous remarks made by Palestinian President Mahmoud #Abbas. For us Germans in particular, any relativization of the singularity of the Holocaust is intolerable and unacceptable. I condemn any attempt to deny the crimes of the Holocaust.— Bundeskanzler Olaf Scholz (@Bundeskanzler) August 17, 2022 Kanslarinn ítrekaði að í augum Þjóðverja væri Helförin einstakur viðburður og að tala um Helfarir í fleirtölu væri óásættanlegt. Yair Lapid, forsætisráðherra Ísrael, tísti að ásökun Abbas sem hann hefði látið falla á þýskri grund væri ekki aðeins siðferðilega óforsvaranleg heldur tröllvaxin lygi. Lapid sagði að Abbas yrði aldrei fyrirgefið. Mahmoud Abbas accusing Israel of having committed "50 Holocausts" while standing on German soil is not only a moral disgrace, but a monstrous lie.Six million Jews were murdered in the Holocaust, including one and a half million Jewish children.History will never forgive him.— - Yair Lapid (@yairlapid) August 16, 2022 Sjálfur gaf Abbas út yfirlýsingu í kjölfar fjaðrafoksins þar sem hann sagði Helförina ógeðfelldasta glæp mannkynssögunnar og að hann hefði ekki ætlað að afneita sérstöðu hennar heldur draga kastljósið að glæpum Ísralesmanna gegn Palestínumönnum, allt frá stofnun Ísraelsríkis.
Ísrael Palestína Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira