Lækkuðu allan garðinn
„Þetta er súper einfalt en það verður að gera ráð fyrir því að þetta þurfi að fá samþykki yfirvalda til þess að byggja eða gera breytingu á útliti húsa,“ segir Berglind um hurðina sem þau settu á húsið. Þegar hún byrjaði að hanna garðinn tók hún ákvörðun um það að lækka hann allan til þess að gera svæðið skjólsælla, enda staðsett á Íslandi.

Sjálfbær
„Við erum að vinna með það að vera dálítið sjálfbær svo við notum hrossaskítinn bara hreinlega á rabbabarann til dæmis og hann er alveg bara á þvílíku flugi,“ segir Berglind um fallegu plönturnar í garðinum.
Vala Matt fór og heimsótti hjónin í Hafnarfirði og fékk að heyra af hönnuninni í kringum garðinn. Innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan:
Barnahús og blómapotta grill
Í garðinum leynist lítið barnahús sem er afar vinsælt hjá barnabarninu. Fleiri gersemar leynast þar einnig en þar má finna blómapott sem gegnir allt öðru hlutverki en hann var hannaður fyrir. „Það var eitthvað hallæri á grilli,“ segir Pétur um það hvaða hugmyndin kom en hún kviknaði þegar þau voru stödd í sumarbústað.
„Svo kom bara þessi snilld upp, að vera bara með stóran blómapott og grind og það þarf ekki meira,“ segir hann um útkomuna. „Mikið betra að grilla með kolunum en að vera með eitthvað gas,“ segir Berglind að lokum alsæl með útfærsluna.
