Víða ógerningur að fá bókaðan tíma hjá lækni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. ágúst 2022 19:20 Óskar Reykdalsson segir um helming lækna Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í sumarfríi. vísir/vilhelm Bið eftir tímum hjá heimilislæknum hefur sjaldan verið lengri á höfuðborgarsvæðinu og eru sumar heilsugæslustöðvar hættar að taka við tímabókunum. Óbókuðum komum fólks á heilsugæsluna hefur fjölgað gríðarlega milli ára. Þegar reynt er að bóka tíma hjá heimilislækni kemur þetta vandamál glögglega í ljós. Hjá Heilsugæslunni Miðbæ er næsti lausi tími ekki fyrr en 5. október, eftir sjö vikur. Í Seltjarnarnesbæ er hægt að komast að örlítið fyrr að - fyrsti lausi tíminn er eftir tæpar fjórar vikur; 12. september. Í Hlíðunum er staðan þó verst; enginn læknir á lausan tíma og því er ekkert hægt að bóka - menn verða bara að mæta. „Já, það er dáldið löng bið núna. En það byggist svoldið á því, sérstaklega á undanförnu ári, að þá hefur skyndikomum fjölgað mjög mikið. Þannig við erum meira í að sinna bráðavandamálum heldur en áður,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þarna lýgur Óskar engu. Aukningin í óbókuðum komum er gríðarleg - rúm 28 prósent það sem af er ári ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Þær hafa verið rúmlega 63 þúsund í ár. Ef ekki er laus tími en vandamálið er brýnt verður fólk bara að mæta á staðinn og bíða eftir að komast að.vísir/egill En af hverju stafar þessi aukning? „Ég veit það ekki alveg. En það er þannig að það er vísað meira á heilsugæsluna en áður og fólk þekkir okkur betur en áður. Og það er meira um að það sé verið að vísa fólki frá, til dæmis af bráðamóttökunni þar sem staðan hefur verið erfið og við tökum gjarnan við þeim vandamálum sem eiga heima á heilsugæslunni,“ segir Óskar. En hvað á fólk að gera í þessari stöðu? Þeir sem ekki geta beðið í margar vikur með að láta sinna sér í veikindunum velta þessu líklega fyrir sér. „Við þurfum að sinna bráðavandamálum. Ef að fólk getur ekki beðið eftir bókuðum tíma þá verður það bara að mæta og þá tökum við að sjálfsögðu á móti því fólki,“ segir Óskar. Þetta er þó tímabundið vandamál, að mestu leyti, segir Óskar. Það er nefnilega gífurlegur fjöldi lækna enn í sumarfríi. „Við erum kannski ekki með nema svona sirka helming lækna okkar í vinnu þessa dagana og það auðvitað dregur úr skipulögðum tímum þegar það þurfa mjög margir af þeim læknum sem eru við vinnu að sinna bráðaþjónustu,“ segir Óskar. Heilsugæsla Heilbrigðismál Reykjavík Seltjarnarnes Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Þegar reynt er að bóka tíma hjá heimilislækni kemur þetta vandamál glögglega í ljós. Hjá Heilsugæslunni Miðbæ er næsti lausi tími ekki fyrr en 5. október, eftir sjö vikur. Í Seltjarnarnesbæ er hægt að komast að örlítið fyrr að - fyrsti lausi tíminn er eftir tæpar fjórar vikur; 12. september. Í Hlíðunum er staðan þó verst; enginn læknir á lausan tíma og því er ekkert hægt að bóka - menn verða bara að mæta. „Já, það er dáldið löng bið núna. En það byggist svoldið á því, sérstaklega á undanförnu ári, að þá hefur skyndikomum fjölgað mjög mikið. Þannig við erum meira í að sinna bráðavandamálum heldur en áður,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þarna lýgur Óskar engu. Aukningin í óbókuðum komum er gríðarleg - rúm 28 prósent það sem af er ári ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Þær hafa verið rúmlega 63 þúsund í ár. Ef ekki er laus tími en vandamálið er brýnt verður fólk bara að mæta á staðinn og bíða eftir að komast að.vísir/egill En af hverju stafar þessi aukning? „Ég veit það ekki alveg. En það er þannig að það er vísað meira á heilsugæsluna en áður og fólk þekkir okkur betur en áður. Og það er meira um að það sé verið að vísa fólki frá, til dæmis af bráðamóttökunni þar sem staðan hefur verið erfið og við tökum gjarnan við þeim vandamálum sem eiga heima á heilsugæslunni,“ segir Óskar. En hvað á fólk að gera í þessari stöðu? Þeir sem ekki geta beðið í margar vikur með að láta sinna sér í veikindunum velta þessu líklega fyrir sér. „Við þurfum að sinna bráðavandamálum. Ef að fólk getur ekki beðið eftir bókuðum tíma þá verður það bara að mæta og þá tökum við að sjálfsögðu á móti því fólki,“ segir Óskar. Þetta er þó tímabundið vandamál, að mestu leyti, segir Óskar. Það er nefnilega gífurlegur fjöldi lækna enn í sumarfríi. „Við erum kannski ekki með nema svona sirka helming lækna okkar í vinnu þessa dagana og það auðvitað dregur úr skipulögðum tímum þegar það þurfa mjög margir af þeim læknum sem eru við vinnu að sinna bráðaþjónustu,“ segir Óskar.
Heilsugæsla Heilbrigðismál Reykjavík Seltjarnarnes Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira