Lögreglan í Malmö tilkynnti um andlát mannsins rétt í þessu eftir að búið var að láta aðstandendur hans vita, að því er kemur fram í frétt SVT um málið.
Kona liggur þungt haldin á spítala eftir árásina en fleiri særðust ekki þegar árásin var framin á fjórða tímanum í dag.
Nokkrir Íslendingar voru á meðal þeirra sem földu sig eftir að skotum var hleypt af í verslunarmiðstöðinni Emporia í miðbæ Malmö.
Einn hefur verið handtekinn grunaður um árásina og herma heimildir SVT að hann sé aðeins fimmtán ára gamall. Fjallað var um málið og rætt við Íslendinga sem voru á svæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: