Wellferðarríkið Ísland, er von? Tómas Ellert Tómasson skrifar 21. ágúst 2022 08:01 Taktu til við að tvista, lag fjörmanna kemur gjarnan upp í huga mér er ráðherra fjármála hefur upp raust sína í þá átt að réttlæta sjálfan sig og sínar gjörðir og nátengdra. Lagið fjallar meðal annars um manninn sem kýlir kviðinn og kann svo vel að skjóta vandamálagalleríinu á frest. Fjármála- og efnahagsráðuneytið[1], ráðuneyti Sjálfstæðisflokksins, gaf það út í júlí síðastliðnum að rúmlega 60% allra útgjalda ríkissjóðs sé varið til heilbrigðis-, félags-, húsnæðis- og tryggingamála. Og að frá 2017 hafi heildarútgjöld til velferðarmála aukist um ríflega 123 milljarða að raunvirði og útgjöld til heilbrigðismála hafi aldrei verið hærri. Að auki var það gefið út að heildarstuðningur við barnafjölskyldur væri óvíða meiri en á Íslandi. Heildartekjur allra tekjuhópa hafi hækkað, kaupmáttur aukist og íslensk heimili telja gæði eigin lífskjara í, eða nálægt, sögulegu hámarki. Hvaða íslensku heimili það eru sem telja gæði eigin lífskjara nálægt sögulegu hámarki veit ég ei, en dregin er upp sú mynd í fréttinni að Wellferðarríkið Ísland sé í miklum blóma as we speak. Tilbúnir í hvað sem er til að halda völdum Starfsmenn fjármálaráðuneytisins og her aðstoðarmanna fjármálaráðherra sem rita fréttir ráðuneytisins á kostnað okkar skattgreiðenda, fyrir tugmilljónir á ári, eru í vondri stöðu. Þeim er augljóslega sagt að koma naktir fram fyrir málstaðinn, málstað fjármálaráðherra. Það vill gerast að þegar menn eru í slíkri stöðu að þá reyna menn að búa sér til einhverja mælikvarða sem hagstæðir eru hinum „sanna“ málflutningi og þeim rökstuðningi sem fylgir í kjölfarið. Þeir tilbúnu mælikvarðar og sú tilbúna aðferðarfræði sem kemur fram í fréttinni „Staðreyndir um velferðarmál“ [2]á síðu stjórnarráðsins er beinlínis röng og stórhættuleg. Röng vegna þess að hún stangast illilega á við alþjóðlegan samanburð [3]og hættuleg vegna þess að með þessari frétt er alþjóð upplýst um það í hve miklu áróðursstríði „fréttamenn“ fjármálaráðuneytisins eru í gegn þjóðinni. Að halda henni rangt upplýstri um stöðu mála hér á landi í samanburði við önnur lönd[4]. Þeir tilbúnu mælikvarðar sem birtast í „frétt“ (áróðri) fjármálaráðuneytisins eru algjörlega á skjön við þær fréttir sem berast nær daglega í fréttum og í upplýsingagjöf starfsfólks í heilbrigðiskerfinu og frásagnir[5] og reynslu almennings af velferðarkerfinu. Einnig eru tilbúnu mælikvarðarnir mjög á skjön við alþjóðlegan samanburð og hvað þá samanburð við hin Norðurlöndin. Svo mjög er reynt að bjaga sannleikann, að menn eru hreinlega tilbúnir til að koma naktir fram í þeim erindagjörðum. Er von á norrænu velferðarríki á norðurhjaranum í bráð? Well, well my fellow Icelanders in the minestry of treasury, búið ykkur undir breytingar. Leggið frá ykkur koníaksglösin og dempið arineldana. Þið eruð brátt á útleið úr ráðuneytinu, eftir 3 ár hið lengsta. Nú hefur rétt rúmlega þrítug, vel lesin og vel gefin kona gefið kost á sér til að leiða eina af fjölmennari stjórnmálahreyfingum landsins af hugsjón einni saman. Sú unga kona hefur og mun skáka vel lesnum en illa gefnum kokteilhugmyndafræðingum og hliðvörðum Sjálfstæðisflokksins á næstu misserum. Það tel ég næsta víst, svo vitnað sé í íhaldssöm ummæli úr vesturbæ Reykjavíkur. Sú unga, með norrænt íslenskt föðurnafnið, mun fái hún stuðning til þess ásamt með öðru vel gefnu forystufólki í íslenskum stjórnmálum umbylta íslensku þjóðfélagi til hins betra. Og aðeins ef hún lætur gömlu nýlenduveldin í Evrópu eiga sig. Og aðeins ef hún er tilbúin til að taka þátt í því ásamt með öðrum vel gefnum stjórnmálamönnum að hugsa um landið sem eina heild, eitt samfélag. Og aðeins ef að fjárfest verði í landinu öllu, vörn snúið í sókn um land allt. Með þeim formerkjum sé ég fram á að það sé von fyrir Ísland og að okkur takist að búa til velferðarríki hér í anda Norðurlanda sem við höfum ekki áður þekkt. Ég treysti þeirri ungu vel til þess að vinna undir þeim formerkjum og takast óhrædd á við vandamálagalleríið í fordómalausri samvinnu við annað vel gefið forystufólk í íslenskum stjórnmálum á næstu misserum. je je je je – je je je je. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Árborg [1] https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/07/06/Stadreyndir-um-velferdarmal-/ [2] https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/07/06/Stadreyndir-um-velferdarmal-/ [3] https://ec.europa.eu/eurostat/en/ [4] https://www.frettabladid.is/frettir/naerri-botni-i-tilteknum-thattum-velferdarmala/ [5] https://www.visir.is/g/20222292794d/laeknar-buast-vid-neydar-a-standi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Taktu til við að tvista, lag fjörmanna kemur gjarnan upp í huga mér er ráðherra fjármála hefur upp raust sína í þá átt að réttlæta sjálfan sig og sínar gjörðir og nátengdra. Lagið fjallar meðal annars um manninn sem kýlir kviðinn og kann svo vel að skjóta vandamálagalleríinu á frest. Fjármála- og efnahagsráðuneytið[1], ráðuneyti Sjálfstæðisflokksins, gaf það út í júlí síðastliðnum að rúmlega 60% allra útgjalda ríkissjóðs sé varið til heilbrigðis-, félags-, húsnæðis- og tryggingamála. Og að frá 2017 hafi heildarútgjöld til velferðarmála aukist um ríflega 123 milljarða að raunvirði og útgjöld til heilbrigðismála hafi aldrei verið hærri. Að auki var það gefið út að heildarstuðningur við barnafjölskyldur væri óvíða meiri en á Íslandi. Heildartekjur allra tekjuhópa hafi hækkað, kaupmáttur aukist og íslensk heimili telja gæði eigin lífskjara í, eða nálægt, sögulegu hámarki. Hvaða íslensku heimili það eru sem telja gæði eigin lífskjara nálægt sögulegu hámarki veit ég ei, en dregin er upp sú mynd í fréttinni að Wellferðarríkið Ísland sé í miklum blóma as we speak. Tilbúnir í hvað sem er til að halda völdum Starfsmenn fjármálaráðuneytisins og her aðstoðarmanna fjármálaráðherra sem rita fréttir ráðuneytisins á kostnað okkar skattgreiðenda, fyrir tugmilljónir á ári, eru í vondri stöðu. Þeim er augljóslega sagt að koma naktir fram fyrir málstaðinn, málstað fjármálaráðherra. Það vill gerast að þegar menn eru í slíkri stöðu að þá reyna menn að búa sér til einhverja mælikvarða sem hagstæðir eru hinum „sanna“ málflutningi og þeim rökstuðningi sem fylgir í kjölfarið. Þeir tilbúnu mælikvarðar og sú tilbúna aðferðarfræði sem kemur fram í fréttinni „Staðreyndir um velferðarmál“ [2]á síðu stjórnarráðsins er beinlínis röng og stórhættuleg. Röng vegna þess að hún stangast illilega á við alþjóðlegan samanburð [3]og hættuleg vegna þess að með þessari frétt er alþjóð upplýst um það í hve miklu áróðursstríði „fréttamenn“ fjármálaráðuneytisins eru í gegn þjóðinni. Að halda henni rangt upplýstri um stöðu mála hér á landi í samanburði við önnur lönd[4]. Þeir tilbúnu mælikvarðar sem birtast í „frétt“ (áróðri) fjármálaráðuneytisins eru algjörlega á skjön við þær fréttir sem berast nær daglega í fréttum og í upplýsingagjöf starfsfólks í heilbrigðiskerfinu og frásagnir[5] og reynslu almennings af velferðarkerfinu. Einnig eru tilbúnu mælikvarðarnir mjög á skjön við alþjóðlegan samanburð og hvað þá samanburð við hin Norðurlöndin. Svo mjög er reynt að bjaga sannleikann, að menn eru hreinlega tilbúnir til að koma naktir fram í þeim erindagjörðum. Er von á norrænu velferðarríki á norðurhjaranum í bráð? Well, well my fellow Icelanders in the minestry of treasury, búið ykkur undir breytingar. Leggið frá ykkur koníaksglösin og dempið arineldana. Þið eruð brátt á útleið úr ráðuneytinu, eftir 3 ár hið lengsta. Nú hefur rétt rúmlega þrítug, vel lesin og vel gefin kona gefið kost á sér til að leiða eina af fjölmennari stjórnmálahreyfingum landsins af hugsjón einni saman. Sú unga kona hefur og mun skáka vel lesnum en illa gefnum kokteilhugmyndafræðingum og hliðvörðum Sjálfstæðisflokksins á næstu misserum. Það tel ég næsta víst, svo vitnað sé í íhaldssöm ummæli úr vesturbæ Reykjavíkur. Sú unga, með norrænt íslenskt föðurnafnið, mun fái hún stuðning til þess ásamt með öðru vel gefnu forystufólki í íslenskum stjórnmálum umbylta íslensku þjóðfélagi til hins betra. Og aðeins ef hún lætur gömlu nýlenduveldin í Evrópu eiga sig. Og aðeins ef hún er tilbúin til að taka þátt í því ásamt með öðrum vel gefnum stjórnmálamönnum að hugsa um landið sem eina heild, eitt samfélag. Og aðeins ef að fjárfest verði í landinu öllu, vörn snúið í sókn um land allt. Með þeim formerkjum sé ég fram á að það sé von fyrir Ísland og að okkur takist að búa til velferðarríki hér í anda Norðurlanda sem við höfum ekki áður þekkt. Ég treysti þeirri ungu vel til þess að vinna undir þeim formerkjum og takast óhrædd á við vandamálagalleríið í fordómalausri samvinnu við annað vel gefið forystufólk í íslenskum stjórnmálum á næstu misserum. je je je je – je je je je. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Árborg [1] https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/07/06/Stadreyndir-um-velferdarmal-/ [2] https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/07/06/Stadreyndir-um-velferdarmal-/ [3] https://ec.europa.eu/eurostat/en/ [4] https://www.frettabladid.is/frettir/naerri-botni-i-tilteknum-thattum-velferdarmala/ [5] https://www.visir.is/g/20222292794d/laeknar-buast-vid-neydar-a-standi
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun