Hágrét eftir að hann sjokkeraði UFC-heiminn um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2022 11:00 Leon Edwards átti erfitt með sig eftir að sigurinn var í höfn. Getty/Alex Goodlett Leon Edwards er nýr heimsmeistari í veltivigt UFC eða sama þyngdarflokki og íslenski bardagakappinn Gunnar Nelson keppir í. Það er þó auðvelt að segja að sigur Edwards um helgina hafi komið mikið á óvart. Edwards var að keppa við Kamaru Usman í bardaga fyrir heimsmeistaratitlinum og sjokkeraði UFC-heiminn með ótrúlegum tilþrifum sínum undir lokin. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Kamaru Usman hafði þangað til verið með talsverða yfirburði í bardaganum og ljóst að það þyrfti eitthvað mikið að gerast til að hann héldi ekki heimsmeistaratitlinum í veltivigt. Usman hafði haldið beltinu frá því í mars 2019. Edwards tókst hins vegar að ná frábæru hásparki þegar tæp mínúta var eftir af bardaganum. Sparkið steinrotaði Usman og tryggði honum heimsmeistaratitilinn. Eins og sjá má á viðbrögðunum hér fyrir neðan þá kom þetta mikið á óvart. View this post on Instagram A post shared by UFC Europe (@ufceurope) Usman hafði fyrir þennan bardaga unnið sex bardaga í röð þar sem heimsmeistaratitilinn var undir og það bjuggust flestir því við enn einum sigrinum eins og stefndi vissulega í. Strax eftir bardagann var Edwards tekinn í viðtal í búrinu og þar fór hann á kostum eins og má sjá hér fyrir neðan. „Þetta hafa verið fjögur löng ár. Það sögðu allir að ég gæti ekki náð þessu. Horfið á mig nú,“ sagði Leon Edwards meðal annars á meðan hann horfði beint í myndavélina. Myndbandið vakti ekkert síður athygli heldur en lokasparkið. View this post on Instagram A post shared by UFC (@ufc) Það fór líka ekkert framhjá neinum að Leon Edwards sjokkeraði UFC-heiminn með þessum sigri sínum því flestir spekingarnir horfðu gapandi á þegar Usman lá eftir í gólfinu. Fyrir aðeins þremur árum vann hann bardaga á móti Gunnar Nelson í London þar sem dómararnir voru ekki sammála um sigurvegara en Edwards fékk fleiri stig. Eftir bardagann átti Leon síðan mjög tilfinningaríkt samtal við fjölskyldu sína í gegnum síma en það má sjá hér fyrir neðan. Edwards hreinlega hágrét þegar hann heyrði í sínu fólki. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) MMA Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
Edwards var að keppa við Kamaru Usman í bardaga fyrir heimsmeistaratitlinum og sjokkeraði UFC-heiminn með ótrúlegum tilþrifum sínum undir lokin. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Kamaru Usman hafði þangað til verið með talsverða yfirburði í bardaganum og ljóst að það þyrfti eitthvað mikið að gerast til að hann héldi ekki heimsmeistaratitlinum í veltivigt. Usman hafði haldið beltinu frá því í mars 2019. Edwards tókst hins vegar að ná frábæru hásparki þegar tæp mínúta var eftir af bardaganum. Sparkið steinrotaði Usman og tryggði honum heimsmeistaratitilinn. Eins og sjá má á viðbrögðunum hér fyrir neðan þá kom þetta mikið á óvart. View this post on Instagram A post shared by UFC Europe (@ufceurope) Usman hafði fyrir þennan bardaga unnið sex bardaga í röð þar sem heimsmeistaratitilinn var undir og það bjuggust flestir því við enn einum sigrinum eins og stefndi vissulega í. Strax eftir bardagann var Edwards tekinn í viðtal í búrinu og þar fór hann á kostum eins og má sjá hér fyrir neðan. „Þetta hafa verið fjögur löng ár. Það sögðu allir að ég gæti ekki náð þessu. Horfið á mig nú,“ sagði Leon Edwards meðal annars á meðan hann horfði beint í myndavélina. Myndbandið vakti ekkert síður athygli heldur en lokasparkið. View this post on Instagram A post shared by UFC (@ufc) Það fór líka ekkert framhjá neinum að Leon Edwards sjokkeraði UFC-heiminn með þessum sigri sínum því flestir spekingarnir horfðu gapandi á þegar Usman lá eftir í gólfinu. Fyrir aðeins þremur árum vann hann bardaga á móti Gunnar Nelson í London þar sem dómararnir voru ekki sammála um sigurvegara en Edwards fékk fleiri stig. Eftir bardagann átti Leon síðan mjög tilfinningaríkt samtal við fjölskyldu sína í gegnum síma en það má sjá hér fyrir neðan. Edwards hreinlega hágrét þegar hann heyrði í sínu fólki. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
MMA Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira