Emil hættur eftir tvö hjartastopp Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2022 13:30 Emil Pálsson lék sem atvinnumaður í Noregi, með Sandefjord, Sarpsborg og Sogndal. Sandefjord Emil Pálsson lýsti því yfir í dag að knattspyrnuferli sínum væri lokið en ástæðan er sú að hann hefur tvisvar farið í hjartastopp á síðustu misserum. Emil hné fyrst niður í leik með Sogndal í norsku 1. deildinni í fótbolta þann 1. nóvember síðasta vetur, þegar hjarta hans stöðvaðist. Hann þakkaði læknateymi og starfsfólki Sogndal það að hafa bjargað lífi sínu. Emil virtist svo hafa jafnað sig og var byrjaður að æfa fótbolta með sínu gamla liði FH þegar hann fór aftur í hjartastopp, í maí síðastliðnum. Emil, sem er 29 ára, hóf ferilinn heima á Ísafirði með BÍ/Bolungarvík en fór þaðan til FH þar sem hann lék frá 2011-2017, með viðkomu hjá Fjölni fyrri hluta leiktíðarinnar 2015. Það ár var hann valinn leikmaður ársins í efstu deild hér á landi. Stoltur af ferlinum og naut hverrar mínútu Í yfirlýsingu á Instagram í dag segir Emil það vissulega erfitt að hætta í fótbolta en að heilsan verði að vera í forgangi. Hann skrifaði, í lauslegri þýðingu blaðamanns: „Eftir tvö hjartastopp á sex mánaða tímabili hef ég ákveðið að ferli mínum sem fótboltamaður sé lokið. Fótbolti hefur alltaf verið stærsta ástríðan í lífi mínu og ég er stoltur af þeim ferli sem ég átti. Það eru forréttindi að spila sem atvinnumaður og ég naut hverrar mínútu. Það er erfitt að hætta í íþróttinni á þessum tímapunkti en heilsan hefur alltaf verið í forgangi. Ég vil þakka sérstaklega liðsfélögum mínum, sem margir eru orðnir að nánustu vinum mínum í dag, og þjálfurum og starfsfólki fyrir að hafa trú á mér.“ View this post on Instagram A post shared by Emil Pa lsson (@emilpals) Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira
Emil hné fyrst niður í leik með Sogndal í norsku 1. deildinni í fótbolta þann 1. nóvember síðasta vetur, þegar hjarta hans stöðvaðist. Hann þakkaði læknateymi og starfsfólki Sogndal það að hafa bjargað lífi sínu. Emil virtist svo hafa jafnað sig og var byrjaður að æfa fótbolta með sínu gamla liði FH þegar hann fór aftur í hjartastopp, í maí síðastliðnum. Emil, sem er 29 ára, hóf ferilinn heima á Ísafirði með BÍ/Bolungarvík en fór þaðan til FH þar sem hann lék frá 2011-2017, með viðkomu hjá Fjölni fyrri hluta leiktíðarinnar 2015. Það ár var hann valinn leikmaður ársins í efstu deild hér á landi. Stoltur af ferlinum og naut hverrar mínútu Í yfirlýsingu á Instagram í dag segir Emil það vissulega erfitt að hætta í fótbolta en að heilsan verði að vera í forgangi. Hann skrifaði, í lauslegri þýðingu blaðamanns: „Eftir tvö hjartastopp á sex mánaða tímabili hef ég ákveðið að ferli mínum sem fótboltamaður sé lokið. Fótbolti hefur alltaf verið stærsta ástríðan í lífi mínu og ég er stoltur af þeim ferli sem ég átti. Það eru forréttindi að spila sem atvinnumaður og ég naut hverrar mínútu. Það er erfitt að hætta í íþróttinni á þessum tímapunkti en heilsan hefur alltaf verið í forgangi. Ég vil þakka sérstaklega liðsfélögum mínum, sem margir eru orðnir að nánustu vinum mínum í dag, og þjálfurum og starfsfólki fyrir að hafa trú á mér.“ View this post on Instagram A post shared by Emil Pa lsson (@emilpals)
Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira